Fréttablaðið - 01.12.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 01.12.2006, Síða 48
[ ] Guðný Guðjónsdóttir hefur rek- ið kaffihúsið Mokka á Skóla- vörðustíg 3a í tæp fimmtíu ár. Guðný stofnaði Mokka ásamt eig- inmanni sínum heitnum, Guðmundi Baldvinssyni, fyrir fjörtíu og átta árum, en kaffihús sem hefur verið jafn lengi í eigu sömu aðila er sjálf- sagt vandfundið hérlendis. „Þegar Mokka var stofnað var eingöngu boðið upp á uppáhellt kaffi á reykvískum kaffihúsum, það þekktist ekki að kaffið væri afgreitt beint úr vélinni eins og gert var á Mokka,“ segir Guðný. „Þannig kynnti Guðmundur ítalska kaffimenningu fyrir Íslendingum, sem hann drakk sjálfur í sig á meðan hann var í óperusöngnámi á Ítalíu.“ Guðmundur ætlaði upphaflega að leggja sönginn fyrir sig að sögn Guðnýjar og reksturinn átti að verða aukabúgrein. „Það var hins vegar minna að gera í söngnum en hann ráðgerði svo dæmið snerist við,“ segir hún. „Þær frábæru við- tökur sem Mokka hlaut gerði útslagið og féll útlit staðarins sér- lega vel í kramið hjá landsmönn- um.“ Guðný segir að fyrir þær sakir hafi þau hjónin reynt að breyta sem minnst útlitinu frá opnun Mokka. „Okkur þótti óþarfi að breyta breytingana vegna. Enda hefur hönnunin, sem byggist að miklu leyti á hugmyndum sem Guðmundur hafði fengið á Ítalíu og dregur dám af þarlendum kaffi- húsum, staðist ágætlega tímans tönn.“ Vegna þess hversu lítið Mokka hefur breyst í áranna rás þótti mörgum það skjóta skökku við þegar reykingabann var sett á staðnum og það nokkrum mánuð- um áður en lög um almennt bann við reykingum á íslenskum veit- ingastöðum tók gildi. „Við ákváðum bara að flýta fyrir banninu þegar skipt var um teppi,“ útskýrir Guðný sposk og bætir við að þau hjónin hafi reynd- ar óttast að ákvörðunin yrði til þess að fækkaði í kúnnahópnum, sér- staklega fastakúnnunum sem hafa sótt kaffihúsið frá opnun þess. „Því miður sáum við á eftir nokkrum viðskiptavinum í kjölfar bannsins, en fæstir setja það þó fyrir sig að bregða sér út til að fá sér sígarettu eins og annars stað- ar,“ segir Guðný. „Það hefði þá ekki verið í fyrsta sinn sem við hefðum séð fram á erfiða tíma, eins og með tilkomu sjónvarpsins sem gerði út af við mörg kaffihús á sínum tíma. Vegna þeirrar vinnu sem við höfum alltaf lagt á okkur hefðum við þó líkast til siglt í gegnum þann ólgu- sjó eins og annan án þess að bíða skipbrot.“ roald@frettabladid.is Brautryðjendur í sögu ís- lenskrar kaffihúsamenningar Mokka hefur verið rekið í sama húsnæði við Skólavörðustíg í 48 ár. fréttablaðið/gva andrúmsloftið er alltaf hlýlegt á Mokka. guðmundur og guðný voru þau fyrstu hér á landi, sem buðu upp á kaffi beint úr vélinni. Útlit staðarins hefur haldist nánast óbreytt frá upphafi, enda hönnunin hugsuð niður í smáatriði. allt er valið af einstakri kostgæfni, bollar, diskar og hnífapör og fleira. Mokka er þekkt fyrir ljúfengt kaffi, heitt súkkulaði og vöfflur með rjóma. guðný hefur rekið Mokka í 48 ár eða frá því að kaffihúsið var opnað. Heitt kakó er alveg tilvalið eftir búðaráp á laugaveginum. Á flestum kaffihúsum má fá ljómandi gott kakó með rjóma. Góðar gjafi r Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is Úrval af SagaMink pelsum skinnúlpum og mokkakápum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.