Fréttablaðið - 01.12.2006, Síða 56

Fréttablaðið - 01.12.2006, Síða 56
sirkus01.12.06 8 viðtalið Sirkus ákvað að koma Magna okkar á óvart í tilefni af 28 ára afmæli hans. Við boðuðum hann í viðtal á Nordica hótel og sögðum honum að taka alla sína frægu rokkaravini sína. Jói Fel var þá búinn að baka glæsilega afmælistertu og búið var að skreyta eins og gert er í alvöru afmælisveislum. Hann var glaður. En þó aðallega stressaður. Tvennir tónleikar voru á dagskránni næstu tvo daga. Rockstar-vinirnir voru þó ögn rólegri. „Ég lenti bara fyrir tveimur tímum og er alveg uppgefinn,“ sagði Toby sem mætti fyrstur ásamt Josh, besta vini Magna. Þeim sem ekki vita skal greint frá því að Toby er ástralska kyntröllið og hefur verið á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. „Ég flaug frá Chicago en við erum búnir að vera í Kansas að spila,“ sagði Toby sem var klæddur eins og sannur rokkari. Sólgleraugun, grifflurnar og svart naglalakk eru einkennis merki Ástralans. „Ég er alveg í rúst eftir gærkvöldið. Við fórum á einhvern stað og borðuðum geðveikan mat. Ég held ég hafi líka drukkið aðeins of mikið. Þetta íslenska Reyka vodka er alveg frábært,“ sagði Josh sem leit út eins og hann hefði einmitt verið að drekka Reyka vodka kvöldið áður. „Ríddu mér,“ sagði Toby skyndilega og bætti við að einhver stelpa væri alltaf að senda honum þessa línu á Myspace. „Ég keypti mér brennivín í morgun og ætla að drekka það allt á meðan ég er hérna,“ sagði Toby, sem greinilega er sá eini sem er á lausu í hópnum. Fljótlega mættu dívurnar tvær Storm og Dilana ásamt kónginum Magna. „Vá, geðveik kaka,“ sagði Dilana en rokkaravinir Magna kalla hann altaf Magz. Fljótlega hófust umræður um tónleikana og hvað þau ættu að spila lengi. „Þetta er þriggja tíma prógramm,“ sagði Magni og það kom smá hik á Ástralann. „Ég spilaði þrjú kvöld í þrjá tíma, sem sagt níu tíma síðustu helgi,“ bætti Magni við og allir virtust geim. Ameríkanarnir voru ekki alveg að fatta tappana á íslensku glerflösk- unum og reyndu að snúa þá sundur og saman eins og gert er í Bandaríkjunum. Toby og Josh ákváðu að panta sér nautasteik en voru ekki vissir því það var svo dýrt. „EVS,“ sagði Magni þá en það er ástralsk lingó yfir „fuck it“. „Ég vil keyra bílinn þinn,“ sagði Dilana skyndilega við Magna, sem hló að þessari uppástungu. Stelpurnar ætluðu í nudd. Þær borðuðu skyr sem Dilana var greinilega búin að kynna sér eitthvað. „Eru einhverjir strippklúbbar á Íslandi?“ spurði Toby fljótlega og Josh var fljótur að svara. „Já, við keyrðum framhjá einum í gær. Ég held það sé bara einn strippari þar.“ Magni útskýrði þó fyrir Toby að það versta við íslenska strippstaði væri að þar sýni einungis stúlkur frá Austantjaldslöndum. Skyndilega er bankað á dyrnar. Þegar þær eru opnaðar stendur Alex, starfsmaður Nordica, fyrir utan. Ókunnugum til fróðleiks er hér með upplýst að Alex tekur þátt í X- Factor á Stöð 2. „Fæ ég ekki mynd af mér með ykkur,“ spyr Alex og ekkert virðist sjálfsagðara. Nokkrum myndum er smellt af Alex sem brosir út að eyrum. „Gangi þér vel í X-Factor,“ segja krakkarnir og Alex þakkar fyrir sig. Það fór ekki framhjá neinum að þarna voru sannir rokkarar að tala um bransann. „Ryan er sá eini sem er að gera eitthvað af viti af okkur,“ sagði Magni og átti þar við Ryan Star sem var með krökkunum í þættinum. „Já, það er vegna þess að hann er svo góður bissnessmað- ur,“ svaraði Dilana. Þó voru ekki allir sammála þessari fullyrðingu Magna og sögðu plötu Ryans ekki hafa gengið eins vel og hann vildi vera láta. Lukas Rossi sem sigraði Rockstar- þættina er nú að spila með Supernova. Umræður hófust fljótlega um Lukas og sagði Toby hann haga sér eins og fífl. „Hann sagði einhverri stelpu um daginn að hún væri helvítis svín.“ „Og þú ert að fara að túra með þeim. Góða skemmtun,“ sagði Magni og hinir hlógu. „Lukas er sonurinn sem Tómas hefur alltaf viljað,“ sagði Dilana og átti þar við Tommy Lee, trommara Supernova. Það eru greinilega allir með skoðan- ir á honum Lukasi. Þau tala um að hann hafi verið að sofa hjá starfs- fólki þáttarins. Þar nefna þau einhverja breska stelpu og aðrar sem unnu við hárgreiðslu og vinkonur þeirra. „Svo lét hann reka stelpu sem sá um matinn í þáttun- um,“ lét einhver út úr sér. Af tali þeirra mátti einnig skilja að Tommy Lee hefði hóp af stelpum sem hann hringdi í þegar hann væri slappur. „Já, hann lét þær fá númerið hans Lukasar og það er greinilegt að hann vill koma þeim yfir á hann.“ Tal þeirra um Lukas var þó allt á góðu nótunum en Magni stendur í samningaviðræðum um að fara á túr með Supernova nú eftir áramót. „Svo er Josh að undirbúa raunveru- leikaþátt,“ sagði einhver og frekari útskýringar fylgdu í kjölfarið. „Þetta er sko raunveruleikaþáttur um hvernig eigi að búa til raunveruleika- þátt,“ útskýrði Josh. Storm ropar en biðst afsökunar. Toby tilkynnir öllum að hann ætli að sofa í dag og hvíla sig fyrir tónleik- ana um kvöldið. Magni blæs á kertin og afmælissöngurinn er kyrjaður upp á enska tungu. Krakkarnir hrósa kökunni, óska Magna til hamingju og kveðja. Afmælisveislan heppnaðist vel. Það er ekki á hverjum degi sem maður fer í afmælispartí með svo mörgum frægum. stjörnurnar rokka á afmælisdegi Magna Sirkus hélt Magna afmælisveislu og bauð öllum rokkaravinum hans frá útlöndum Ljósmyndir: Valgarður Gíslason Förðun: Anna Kristín óskarsdóttir KAKA: Auðvitað jói Fel HerberGi: Hið stórfenglega stjórnarherbergi á nordica hóteli TexTi: Andri og breki Toby Dilana Magni Storm Josh „Ég keypti mér brennivín í morgun og ætla að drekka það allt á meðan ég er hérna.“ Toby
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.