Fréttablaðið - 01.12.2006, Síða 77

Fréttablaðið - 01.12.2006, Síða 77
FÖSTUDAGUR 1. desember 2006 37 af netinu umræðan Kynbundið ofbeldi Nú stendur yfir 16 daga átak í 16. sinn undir yfirskriftinni: Eflum mannréttindi – stöðvum ofbeldi gegn konum. Af því tilefni hafa Kvenfélagasamband Íslands, Soroptimistasamband Íslands og Zonta á Íslandi tekið höndum saman um að opna augu almenn- ings fyrir heimilisofbeldi. Klúbb- ar og félög innan sambandanna eru starfrækt um allt land og munu þau sérstaklega hvetja sína félagsmenn til að vera vakandi gagnvart heimilisofbeldi og halda umræðunni opinni á sínu svæði. Það hefur sýnt sig að með opinni umræðu nýta fleiri þá þjónustu sem er í boði fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis. Við hvetjum því konur og aðra sem búa við eða þekkja til einhvers sem býr við heimilisofbeldi að kynna sér þau úrræði sem eru í boði. Listi yfir helstu aðila sem geta veitt stuðn- ing og aðstoð vegna heimilisof- beldis má finna t.d. á vefsíðum www.kvennaathvarf.is og www. barn.is. Hvað er heimilisofbeldi? Samkvæmt skilgreiningu Sam- taka um kvennaathvarf er um að ræða heimilisofbeldi þegar einn fjölskyldumeðlimur kúgar annan í skjóli friðhelgi heimilisins til til- finningalegrar-, félagslegrar- og fjárhagslegrar bindingar. Fjöl- skyldutengsl milli gerenda og þol- enda ofbeldis geta verið með ýmsu móti en í langflestum tilvikum er um að ræða karlmann sem beitir konu ofbeldi í skjóli líkamlegra yfirburða. Heimilisofbeldi getur birst í ýmsum myndum og getur bæði verið andlegt og líkamlegt. Andlegt ofbeldi þar sem fórnar- lambið er markvisst brotið niður með hótunum, kúgun og niðurlæg- ingu, er oft undanfari líkamlegs og/eða kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki síst hið andlega ofbeldi sem erfitt er að greina og átta sig á. Samkvæmt tölum frá Samtök- um um Kvennaathvarf nefna um 90% þeirra kvenna sem leituðu til athvarfsins 2005 andlegt ofbeldi sem eina af ástæðum komu sinnar þangað. Þessar tölur sýna að nauð- synlegt er að opna umræðuna og vekja athygli á því að skilgreining á heimilisofbeldi á ekki einungis við líkamlegt ofbeldi. Hvað getur þú gert? Yfirleitt bera konur ekki með sér að þær búi við heimilisofbeldi og halda því svo leyndu, jafnvel árum saman, að nánir aðstandendur hafa ekki hugmynd um ástand mála. Jafnvel áttar þolandi sig ekki á vandanum heldur tekur á sig alla ábyrgð og reynir af van- mætti að bæta ástandið með því að „hegða sér betur“. Fyrir þann sem stendur utan við er auðvelt að segja „af hverju fer hún bara ekki?” Það getur hins vegar verið mjög erfitt að brjótast út úr ofbeld- issambandi þar sem búið er að brjóta niður sjálfsmynd viðkom- andi. Fyrsta skrefið er að viður- kenna fyrir sjálfum sér að maður búi við ofbeldi og það næsta að geta viðurkennt það fyrir öðrum. Það er hins vegar einnig ábyrgð samfélagsins að berjast gegn heimilisofbeldi. Ef grunur vaknar um ofbeldi á heimili skal sam- kvæmt leiðbeiningum Samtaka um kvennaathvarf fylgja þeirri reglu að konan sjálf sé sérfræðingur í sínum málum. Það er því nauðsyn- legt að taka ekki fram fyrir hend- urnar á þolendum heldur veita stuðning og benda á úrræði. Besti stuðningurinn felst oft í því að hlusta án þess að dæma og reyna að vekja þann skilning að ofbeldi sé aldrei réttlætanlegt. Höfundar eru Guðrún Hansdóttir, formaður Zontasambands Íslands, Rannveig Thoroddsen, verkefnisstjóri mennta- og menningarmála, Soroptimista- sambandi Íslands og Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasam- bands Íslands. Heimilisofbeldi – falið vandamál fjármál flokkanna Stjórn Heimdallar hefur ályktað um frumvarp um fjármál stjórnmála- flokka. Stjórn Heimdallar telur að tillögur varðandi fjármál stjórnmálaflokka og prófkjöra gangi alltof langt og feli í sér óréttmæta skerðingu á rétti hins almenna borgara til að styðja við stjórnmálastarfsemi. Þá fela reglur um hámarkskostnað í prófkjörum í sér beina takmörkun á möguleikum frambjóðenda og þeirra sem vilja kynna málefnaáherslur sínar og baráttumál í tengslum við prófkjör. Það er beinlínis hluti af lýðræðinu að frambjóðendur hafi svigrúm til að kynna sig og stefnumál sín og óskilj- anlegt hvers vegna ríkisvaldið telji sig þurfa að takmarka þennan rétt. Tillögur nefndarinnar fela í sér að staða núverandi stjórnmálamanna- og flokka styrkist verulega á kostnað þeirra sem síðar munu koma. Verð- andi nýliðar í prófkjörum flokkanna munu sæta takmörkunum á því hve rækilega þeir geta kynnt sig á meðan sitjandi stjórnmálamenn njóta góðs af því að vera þekktir fyrir. Sama máli gegnir um stjórnmálaflokka sem fyrir eru en aukin ríkisframlög veita þeim aukið forskot í samkeppni við nýja flokka og framboð. Þar að auki setur stjórn félagsins spurningamerki við ástæðurnar fyrir þessum reglum. Í skýrslu nefndarinn- ar segir að sífellt fleiri einstaklingar og fyrirtæki hafi fjárhagslega burði til að kosta baráttu flokka eða stjórn- málamanna. Á meðan ekki liggja fyrir bein dæmi um óeðlilegar tilraunir til að hafa áhrif á stjórnmálamenn og nefndin virðist ekki hafa annað fyrir sér en óljósa tilfinningu, er óréttlæt- anlegt að ráðast út í svo viðamiklar takmarkanir á lýðræðislegum rétti borgaranna. Stjórn Heimdallar telur hins vegar réttlætanlegt að framlög til stjórn- málaflokka séu upplýsingaskyld upp að vissu marki, en telur hins vegar mikilvægt að slíkar upplýsingar séu þó ekki öllum aðgengilegar og liggi ekki á glámbekk, líkt og t.d. er raunin með upplýsingar um tekjur Íslendinga. Eðlilegt væri að ákveðin stofnun, t.d. Ríkisendurskoðun, hefði slíkt eftirlitshlutverk með höndum og færi með framlögin sem persónuupp- lýsingar en gæti beitt sér ef grunur leikur á um að verið sé að reyna að hafa óeðlileg áhrif á stjórnmálaflokka eða menn. Félagið skorar á þingmenn að skoða málið í rólegheitunum. Það á ekki að vera kappsmál flokkanna að keyra slíkt grundvallarmál í gegn á sem skemmstum tíma eða til að tryggja sér aukin fjárframlög fyrir næstu kosningar. Yfirleitt bera konur ekki með sér að þær búi við heimilisof- beldi og halda því svo leyndu, jafnvel árum saman, að nánir aðstandendur hafa ekki hug- mynd um ástand mála. HIÐ STÓRFENGLEGA LEYNDARMÁL HEIMSINS ÞAÐ ÆTTI AÐ SETJA ÞIG Á HEIMSMINJASKRÁ STEINAR BRAGI HIN ÍSLENSKA TRAINSPOTTING ÞESSI BÓK ER EKKI UM BLEIKA FLAMINGÓFUGLA. ÞESSI BÓK ER UM ÚTVARPSMANNINN E SEM LENDIR Í ÓVÆNTUM OG ALLSVAKALEGUM HREMMINGUM EFTIR AÐ HAFA GEFIÐ ÚT SÍNA FYRSTU BÓK. EINKASPÆJARINN STEINN STEINARR OG AÐSTOÐAR- MAÐUR HANS MUGGUR RANNSAKA ÆSILEGT MORÐMÁL Á SKEMMTIFERÐASKIPI 50 GRÖMM AF ÓDRÝGÐU KÓKAÍNI HVERFA Í PARTÍI Í REYKJAVÍK. ELTINGARLEIKUR UPP Á LÍF OG DAUÐA. „Bráðskemmtileg bók sem heldur fínu jafnvægi milli tilgerðarleysis og húmors.“ - Björn Þór Vilhjálmsson, Morgunblaðið, 3. nóvember 2006 „... samtímasaga í húð og hár ... svínvirkar í núinu.“ - Fréttablaðið, 13. nóvember 2006 ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR „Það er nautn að lesa textann og sagan er í senn fyndin, írónísk, persónuleg, kátbrosleg, ljúfsár og melankólísk.“ Geir Svansson, Morgunblaðið 3. nóvember 2006 „Þetta er skemmtilegur texti og furðulegur. Hann fengi í mínum kladda fimm stjörnur væru þær gefnar.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðið 5. nóvember 2006 „... magnað hvernig honum tekst að gæla við margnotað glæpasagnaform, en endurnýja það jafnframt gjörsamlega og með brakandi ferskum hætti.“ - Morgunblaðið, 25. nóvember 2006 „Skemmtilegur texti og furðulegur.“ Fréttablaðið, 4. nóvember 2006 „Rosalega vel skrifuð ...“ Kastljós, 20. nóvember 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.