Fréttablaðið - 01.12.2006, Page 80

Fréttablaðið - 01.12.2006, Page 80
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR40 timamot@frettabladid.is merkisatburðir 1878 Reykjanesviti, fyrsti vitinn hér á landi, er tekinn í notkun. 1918 Ísland verður fullvalda ríki. 1955 Blökkukonan Rosa Parks er handtekin þegar hún neitar að standa upp fyrir hvítum manni í almenn- ingsvagni. 1976 Síðustu bresku togararnir halda af Íslandsmiðum samkvæmt samkomulagi um viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilögsögunni. 1983 Rás 2 hefur útsendingar. 1986 Bylgjan hefur útsendingar allan sólarhringinn. 1994 Þjóðarbókhlaðan er tekin í notkun. Sigurður g. tómaSSon útvarpS- maður er 56 ára í dag „Guði sé lof að við eigum svona sannorða, óeigingjarna, heiðarlega, sanngjarna og vitra stjórnmálamenn. Hvernig færi annars fyrir okkur?“ Á þessum degi árið 1934 var Sergei Kirov, leiðtogi í rússnesku byltingunni og háttsettur yfirmaður í framkvæmdastjórn sovéska kommúnistaflokksins, skotinn til bana á skrifstofu sinni í Leníngrad. Bana- maður Kirovs var Leonid Nikolaiev, félagi í Kommún- istaflokknum. Talið er líklegt að morðið hafi verið runnið undan rifjum leiðtoga Sovét- ríkjanna, Jósefs Stalín. Hver svo sem þáttur Stalíns var í morði Kirovs er ljóst að hann notaði tækifærið til að hreinsa ærlega til í Komm- únistaflokknum, hernum og leynilögreglunni. Morðið á Kirov leiddi til sjö mismunandi réttarhalda auk handtöku og aftöku mörg hundruð merkra manna úr stjórnmálum, hernum og menningarlíf- inu. Hvert réttarhaldanna var í mótsögn við hið næsta og margir voru fundnir sekir um að hafa komið á ýmsan hátt að skipulagningu á morðinu á Kirov og af mismunandi pólitískum ástæðum. Morðið markaði upphaf fjögurra ára hreinsunar Stalíns í sovésku samfélagi þar sem milljónir Sovét- manna voru fangelsaðir, sendir í útlegð eða drepnir. þettta gerðiSt: 1. deSeMBeR 1934 Byltingarforingja ráðinn bani Foldaborg, elsti leikskóli Grafar- vogs, fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag með veisluhöldum fyrir börn og boðsgesti. Guðbjörg Guðjónsdóttir leikskólastjóri og Hildur Sigurðar- dóttir hafa starfað á leikskólanum frá upphafi, en Guðbjörg segir starfs- mannahópinn vera mjög traustan. „Fólk hefur verið hér í tíu ár og leng- ur. Það hefur ekki verið vandamál að manna leikskólann í mörg ár, sem maður þakkar nú bara fyrir,“ sagði Guðbjörg. „Við höfum sem betur fer ekki lent í því að þurfa að senda börn heim,“ bætti hún við, en í fyrra skorti marga leikskóla í Grafarvogi starfs- fólk. Á árum áður var leikskólinn tví- setinn, börnin voru annaðhvort fyrir hádegi eða eftir hádegi. Nú er hann hins vegar rekinn sem heilsdags- leikskóli. Foldaborg er einn af þremur leik- skólum á landinu sem leggja áherslu á barnaheimspeki. „Þetta var þróun- arverkefni hjá okkur. Við höfum samræðustundir með börnunum. Börnin eiga að spyrja spurninga sem við ræðum síðan. Þau læra að rök- styðja álit sitt, bíða og að vera sam- mála og ósammála,“ útskýrði Guð- björg. „Þannig læra þau að vera sjálfstæð og segja já og nei á eigin forsendum,“ sagði Guðbjörg, sem vonast til að börnin búi að þeim lær- dómi á unglingsárunum líka. Hún vonast nú til að fá styrk til að geta þjálfað starfsfólkið enn frekar. Grafarvogur hefur tekið stakka- skiptum á þeim tuttugu árum sem Foldaborg hefur verið starfrækt, og segir Guðbjörg að leikskólinn hafi á þeim árum verið úti í móa. „Leik- svæðið hjá okkur er mjög náttúru- legt og stendur eiginlega á álfaholti. Enda nefndum við deildirnar okkar Tröllheima, Álfheima og Huldu- heima,“ sagði hún hlæjandi. „Þegar við opnuðum var það bara moldar- flag. Ég man eftir því að eitt barnið festist í drullunni og ég stökk af stað til að koma því til bjargar. Þegar barnið var komið á þurrt land sátu skórnir mínir eftir í moldinni og eru þar enn,“ sagði Guðbjörg hlæjandi. Hún segir starf leikskólakennara hafa ýmis fríðindi í för með sér. „Það vill svo oft gleymast. En þetta er yndislegt starf,“ sagði hún. sunna@frettabladid.is eLSTi LeiKSKóLi gRafaRvogS: fagnar tuttugu ára afmæli í dag Heimspeki á Foldaborg guðbjörg guðjónSdóttir og hildur Sigurðardóttir Hafa starfað á foldaborg, elsta leikskóla grafarvogs, frá upphafi. fRéTTaBLaðið/BRiNK börn að leik foldaborg leggur áherslu á að kenna barnaheimspeki gegnum leik og störf. fRéTTaBLaðið/BRiNK Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari er nýsnúin heim úr tónleikaferðalagi um Kína þar sem hún kom fram ásamt írska strengjakvartettinum Vanbrugh. Áshildur og Vanbrugh ferðuðust um í rúmar tvær vikur og komu meðal ann- ars fram í Shanghaí og Beijing. „Svo kenndum við einn dag í tónlistarskóla í Chongqin,“ sagði Áshildur, en íbúar í borginni og á nálægum svæðum eru um 35 milljónir. „Þetta var þrjú þús- und manna skóli með sjö hundruð æfingaherbergjum, ekki alveg sami skali og hérna heima,“ sagði Áshildur. Hún sagði stemninguna á tónleikunum hafa verið öðruvísi en hún hafi átt að venjast. „Fólk spjallaði saman og svar- aði í gsm símana sína og svona. Svo klöppuðu allir á milli kafla og þegar við spiluðum kínverska tónlist klapp- aði fólk bara með.” Fyrir utan Kínaferðir hefur Áshild- ur unnið að nýjum geisladiski. Á honum leikur hún flaututónlist Atla Heimis Sveinssonar við undirleik Atla Heimis sjálfs og Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur. - sun Talað á tónleikum í Kína kristján pálsson, fyrrum alþingis- maður, er 62 ára. kristján þórður hrafnsson rithöf- undur er 38 ára. við kínamúrinn Áshildur Haraldsdóttir ferðaðist um Kína ásamt írskum strengjakvartetti. afmæli Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kristinn Guðmundsson bifreiðastjóri, Grenigrund 11, Akranesi, andaðist á heimili sínu 27. nóvember 2006. Útförin verður gerð frá Akraneskirkju 8. desember 2006 kl. 14. Kirstín Benediktsdóttir Rúnar Helgi Kristinsson Petra Kristín Kristinsdóttir Einar Guðni Þorsteinsson Guðmundur Kristinn Kristinsson Kristín Brynja Gústafsdóttir Guðlaugur Guðjón Kristinsson Sylvía Clothier Rúdolfsdóttir og barnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, Elías Tryggvi Nordgulen Laugarnesvegi 92, 105 Reykjavík verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í Reykjavík föstudaginn 1. desember kl. 13.00. Sigríður S. Einarsdóttir Lúðvík Sigurður Nordgulen Einar Nordgulen Eva Samúelsson Lúðvík Þ. Nordgulen Margrét H. Helgadóttir Ólafur Nordgulen Íris Hall Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Örn Steinar Ásbjarnarson Þorgrímsstöðum, verður jarðsunginn frá Tjarnarkirkju, Vatnsnesi laugardaginn 2. desember kl. 14.00. Kristín Guðjónsdóttir Ásbjörn Guðmundsson Þorbjörg Ásbjarnardóttir J. Óskar Sigurbjörnsson Margrét Ásbjarnardóttir Þorvaldur Kristjánsson Ásbjörn, Alexander og Þorvaldur Örn. Vífilfell í Reykjavík verður lokað í dag frá kl. 12-15 vegna jarðarfarar Gunnars M. Sigurðssonar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.