Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 01.12.2006, Qupperneq 96
 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR56 Ég rakst á skemmtilega grein um daginn í erlendu tímariti um það hverju karlmenn leiti að í konu. Konur hafa oft á tilfinningunni að karlmenn leiti sér að konu sem geri þeim lífið auðvelt, séu yfirleitt auðveldar í umgengni og viðráðanlegar. Þetta mis- skilja margar konur og haga sér í samræmi við það. Þá er ég að tala um að klæða sig frekar druslulega, vera einfaldar í fasi og hlæja að öllu sem þeir segja og gera. Þessi grein, sem á að vera byggð á ítarleg- um rannsóknum, sýnir margt annað. Í fyrsta lagi segir í greininni að karlmenn leiti sér að konum sem eigi sitt eigið líf og séu temmilega uppteknar af því. Séu ekki hringjandi, sendandi pósta og sms allan liðlangan daginn. Þeir leiti sér að konum sem láti ganga á eftir sér og eigi ekki alltaf frumkvæðið. Konum sem séu sexí án þess að vera druslulegar. Þetta finnst mér segja sig sjálft og að fleiri mættu átta sig á! Þá segir greinin líka að karlmenn kunni betur að meta konur sem séu ekki of auðveldar í bólið og láti hafa aðeins fyrir því að koma þeim þangað. Það er víst ekkert sem segir að karlmenn séu alltaf spenntari en konur að komast á þann áfangastað! Konur eigi að hugsa um mennina sína þannig að þær sýni þeim mátulega að þeim sé ekki sama um þá og vilji gera fyrir þá hluti eins og að elda og þvo af þeim þvott án þess þó að breyt- ast í mömmur þeirra. Ennfremur segir að kona eigi að vera til halds og trausts fyrir manninn sinn eins og með því að sjá til þess að hann mæti ekki á fund með yfirmanninum með blett í bindinu og hlæja að bröndurunum hans þegar það skiptir máli fyrir hann. Hér kemur svo eitt sem er víst agalega mikilvægt: karlmenn vilja ekki konur sem beita þá þrýstingi! Þá er verið að meina að það er hreinlega bannað að minnast á G-orðið hræðilega … giftingu! Kona má víst aldrei ýta á eftir manni sínum að giftast eða skuldbinda sig. Vá, hvers lags endalaust tipl á tám er þetta? Þetta á víst að vera besta leiðin til að slaufa sambandinu, eins og það séu bara konurnar sem vilji giftast! Konur megi alls ekki fyrirgefa auðveldlega og kyngja bulli frá neinum. Ef þær geri mönnum sínum ekki grein fyrir því að svikum fylgi refsing beri þeir minni virðingu fyrir þeim og þeir komist upp á lagið með að henda í þær skít. Það hefur allavega reynst vel í þjóðfélögum að kenna fólki lexíur. Greinin var fróðleg lesturs án þess þó að koma mér mjög á óvart en það virðist þó vera að allmargar konur séu haldnar ranghugmynd- um um karlmenn. Það gefur auga leið að allt sem er of auðvelt er leiðinlegt til lengdar! ReykjavíkuRnætuR HaRpa pétuRsdóttiR segiR að kaRlmenn vilji ekki eignast auðveldaR konuR Karlmenn í konuleit Félagarnir Stefán Hilmars- son og Eyjólfur Kristjáns- son héldu tvenna útgáfutón- leika í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöld. Þar kynntu þeir plötuna Nokkrar notalegar ábreiður og spiluðu m.a. lögin Góða ferð, Pínulítið lengur og nýja útgáfu lagsins Draumur um Nínu, sem markaði upphaf samstarfs þeirra. Þeim til fulltingis á tónleikun- um var fullmönnuð hljómsveit auk bakradda og sextán manna strengjasveitar. Vel mátti merkja á gestum að þeir nutu tónleikanna til hins ýtrasta. Stebbi og Eyfi voru enda í sínu allra besta formi, nýbúnir að gefa út fyrstu plötu sína eftir langt og farsælt sam- starf. Stebbi og Eyfi aldrei betri stebbi og eyfi Þeir félagar Stebbi og Eyfi sungu lög af plötunni Nokkrar notalegar ábreiður sem þeir gáfu út á dögunum. frÉttablaðið/atli Þór kaRl og sólveig Þau Karl og Sólveig hlýddu á tónleikana í borgarleikhúsinu. með guðRúnu Stefán Hilmarsson stillti sér upp með söngkonunni Guðrúnu Gunnarsdóttur fyrir tónleikana. stemning fullmönnuð hljómsveit auk bakradda og sextán manna strengja- sveitar myndaði góða stemningu ásamt forsprökkunum Stebba og Eyfa. Magna og förunautum hans úr Rockstar-genginu var boðið til dýrindis kvöldverðar á veitinga- staðnum Við fjöruborðið á mið- vikudagskvöld. „Mig langaði bara að gera eitthvað fyrir strákinn,“ sagði Bjarni Ágúst Sveinsson, frændi Magna, sem skipulagði kvöldið. „Svo leitaði ég til nokk- urra aðila sem vildu óðir og upp- vægir leggja sitt af mörkum,“ sagði Bjarni. Hann sagði gestina hafa verið hæstánægða með að komast aðeins út á land og njóta næðisins. „Þau voru búin að vera í stífum æfingum og voru alveg í skýjunum með þetta,“ sagði Bjarni en að sögn hans vakti hangikjötið frá Brekkubæ, uppeldisstað Magna, sérstaka lukku. „Eftir borðhaldið tóku þau svo nokkur lög og skemmtu sér bara vel,“ bætti Bjarni við en þau Storm og Toby voru þó fjarri góðu gamni. „Þetta var bara afskaplega heimil- islegt og notalegt,“ sagði Bjarni að lokum. Í sveitasælu á Stokkseyri RokkstjöRnuRnaR matast Hangikjötið frá ættaróðali Magna vakti mikla lukkku hjá gestunum. frÉttablaðið/SuNNlENSKa frÉttablaðið Húsbandið úR RockstaR:supeRnova Voru ánægðir með næðið á Stokkseyri. leikarinn Mel Gibson finnur til með Seinfeld-stjörnunni Michael Richards, sem hafði uppi kynþáttahatur gegn tveimur þeldökkum náungum í uppistandi sínu á dög- unum. Gibson þurfti fyrir skömmu að biðjast afsökunar á ummæl- um sínum um gyðinga sem hann hafði uppi þegar hann var handtek- inn fyrir ölvunarakstur. Hann segir að richards hafi greinilega verið undir miklu álagi. „Þeir pynta hann örugg- lega í smá tíma og sleppa honum síðan. Mér líkar vel við hann,“ sagði Gibson. fRéttiR af fólki F í t o n / S Í A Velkomin á DOMO   �   � ���   ��� ���� Domo Restaurant er nýr veitingastaður sem leggur áherslu á asíska/fusion rétti. Yfirkokkur er Ragnar Ómarsson, sem m.a. hefur verið valinn Matreiðslumaður ársins í tvígang, Matreiðslumaður Norðurlanda og hefur leitt kokkalandsliðið til glæstra sigra, nú síðast silfur- og bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu 2006 í Luxemborg. Borðapantanir í síma 552 5588 og domo@domo.is Domo Bar er á hæðinni fyrir neðan Domo Restaurant. Þar er þægilegt andrúmsloft og skemmtileg tónlist. Föstudagur 1. des.: Húsið opnar kl. 24 Magga Stína leikur tónlist af plötum.   �   � ���   ��� ����
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.