Fréttablaðið - 01.12.2006, Síða 107

Fréttablaðið - 01.12.2006, Síða 107
66 1. desember 2006 FÖSTUDAGUR HAnDbolTi Harpa Melsted er ein leikjahæsta landsliðskonan í hópn- um sem nú er í keppnisferðalagi í Rúmeníu og ein leikreyndasta landsliðskona íslensks handbolta. Það virðist þó vera þrautin þyngri að komast yfir hversu marga leiki Harpa hefur spilað fyrir Íslands hönd. Harpa hefur leikið allan sinn feril með Haukum í Hafnar- firði og hóf að leika handbolta átta ára gömul. Harpa er 31 árs gömul og við- urkennir að hún sé farin að huga að leikslokum á handboltaferlin- um. „Ég verð nú að viðurkenna það. En eins og ég hef sagt við mína þjálfara þá tekur maður bara eitt ári í einu þegur maður er orð- inn þetta gamall og ég kem til með að gera það. Ég mun skoða líkam- legt ástand og einnig hvort maður hefur tíma fyrir þetta,“ sagði Harpa sem eignaðist stelpu fyrir tveimur og hálfu ári. „Þegar maður hefur eignast barn þá er ýmislegt annað sem skiptir meira máli en handbolti en á meðan maður er líkamlega í lagi og hefur gaman af þessu og getur látið þetta ganga upp hvað varðar fjölskyldu og annað, þá er svo sem ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram á meðan maður getur eitt- hvað,“ sagði Harpa sem starfar sem sjúkraþjálfari. Mamman í hópnum Harpa vikurkenndi einnig að hún upplifi sig stundum sem mömm- una í hópnum. „Að sumu leyti geri ég það. Maður hefur auðvitað ákveðna reynslu af öllum þessum ferðalögum. Hildigunnur er yngst núna, hún er átján ára. Þannig að það eru þrettán ár á milli okkar og ég gæti nánast verið mamma hennar.“ Það eru þó nokkur ár frá því að Harpa var fyrst valin í landsliðið en hún segist ekki hafa tölu á því hvað hún sé búin að spila marga landsleiki. „Ég hef bara ekki verið nógu dugleg við að halda utan um þetta og ekki HSÍ heldur. En ég var fyrst í landsliðshópnum þegar Erla Rafnsdóttir var að þjálfa og það er nú svolítið langt síðan. Ég hef síðan fengið tækifæri hjá öllum landsliðsþjálfurum eftir það,“ sagði Harpa en hverjar voru fyrir- myndirnar þegar hún var yngri? „Ég átti mér fyrirmyndir úr karlaboltanum á þeim tíma. Alfreð Gíslason og Kristján Arason voru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég spila líka í treyju númer 10 eins og Kristján gerði. Verður maður svo ekki að nefna Júlla líka?“ sagði Harpa og hló dátt en þarna átti hún við Júlíus Jónasson, þjálfara íslenska kvennaliðsins í dag. „Júlli var frábær varnarmaður og ég er nú kannski í svolítið svipuðu hlut- verki og hann var í. Hann var lengi í þessu og var kannski meiri varn- armaður en sóknarmaður.“ Harpa sagði að sér litist vel á stöðu íslenska kvennahandboltans í dag. „Eins og hópurinn er núna þá eru flestar þessar ungu stelpur efnilegar og mjög frambærilegar og einnig eru margar farnar að banka á dyrnar. Við höfum líka verið að sjá framfarir á alþjóðleg- um mælikvarða. Auðvitað er maður ekki sam- mála öllu í vali þjálfarans og sumt hefði maður kannski gert öðruvísi en ég held að hann sé bara að gera góða hluti. Það er líka alltaf þannig þegar nýr þjálfari kemur að þá þarf hann auðvitað að prófa sig svolítið áfram,“ sagði Harpa Mel- sted að lokum. Styttist í endalok ferilsins Hin leikreynda handboltakona Harpa Melsted hefur lengi verið í eldlínunni og hún er með íslenska landsliðinu í Rúmeníu þessa dagana. Harpa segist taka eitt ár í einu í handboltanum en endalokin nálgist. horft uM öxl Keppnismanneskjan Harpa Melsted tekur þessa dagana hugsanlega þátt í sínu síðasta landsliðsverkefni. Hún sést hér á æfingu á dögunum. fréttablaðið/anton forKeppni HM dagur Sveinn dagbjartSSon skrifar frá Rúmeníu dagur@frettabladid.is FóTbolTi Búist er við að Alan Pardew, stjóri West Ham, fundi um helgina með Kia Joorabchian sem „á og stjórnar“ ferli þeirra Carlos Tevez og Javiers Mas- cherano. Framtíð þeirra hjá WEst Ham er í mikilli óvissu eftir að Íslendingar keyptu félagið. En Tevez segist vera staðráð- inn í að halda áfram að berjast fyrir sínu sæti hjá West Ham. „Það væri frábært að fara aftur til Boca Juniors en ekki núna. Ég hef aðeins verið í Evrópu í fjóra mánuði og ætla að halda áfram að berjast fyrir mínum hlut.“ - esá Carlos Tevez: Fer ekki aftur til Boca í janúar HAnDbolTi Íslenska kvennalands- liðið í handknattleik leikur annan leik sinn í undankeppni HM í dag en þá verður leikið gegn liði Portúgal. Portúgal vann fyrsta leik sinn í undankeppninni gegn Ítalíu, 33-12, og er því með tvö stig eins og Ísland. Íþróttahúsið sem leikið er í er eins og best verður á kosið. Húsið tekur um þrjú þúsund áhorfendur í sæti með stúkum við hliðarlín- urnar og með parkett á gólfinu. Greinilegt var á leik Rúmena og Ítala á þriðjudaginn að þetta getur verið mikil ljónagryfja enda var rúmenska liðið dyggi- lega stutt af heimamönnum. Babb kom þó í bátinn á æfingu í gær þegar slökkt var á ljósunum í húsinu vegna misskilnings þegar um hálftími var eftir af æfing- unni. Þannig er mál með vexti að upphaflega átti æfingin eingöngu að vera í þrjú korter en Júlíus þjálfari fékk því breytt í eins og hálfs tíma æfingu. Líklega gleymdist að segja starfsfólki íþróttahússins frá því, sem brá á það ráð að slökkva ljósin til að fá Íslendingana til að yfirgefa salinn. Æfingin hélt þó áfram í myrkrinu en það tók dágóða stund að kveikja ljósin á nýjan leik. - dsd Stelpurnar okkar: Mæta Portúgal í dag setið að snæðingi Stelpurnar sjást hér í mat í gær. fréttablaðið/dagur FóTbolTi Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að hann bjóði sig fram í formannskjöri KSÍ en sem kunnugt er mun Eggert Árni Magnússon hætta sem formaður sambandsins þar sem hans bíða verkefni hjá West Ham. Geir segist vera reiðubúinn til þess að leiða KSÍ og að metnaður hans fyrir hönd íslenskrar knattspyrnu sé mikill. Geir Þorsteinsson: Vill taka við af Eggerti hjá KSÍ geir Þorsteinsson er hann arftaki eggerts Árna? HAnDbolTi HSÍ og Höttur sendu í gærkvöldi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kemur að 250 þúsund króna sekt Hattar verði felld niður en úrslit í leik ÍBV og Hattar standi. Stjórn Hattar ákveður að sama skapi að falla frá kæru sem lögð hefur verið fram. - hbg HSÍ og Höttur: Náðu sáttum KÖRFUbolTi Keflavík sótti ekki gull í greipar tékkneska liðsins Mlek- arna Kunin í gær en heimamenn sáu aldrei til sólar eftir slaka byrj- un og töpuðu stórt, 78-107. Tékk- arnir leiddu með 19 stigum í hálf- leik, 46-27. Keflavík er þar með búið að vinna einn leik í sínum riðli en tapa þremur sem þýðir að liðið er úr leik í Evrópukeppninni í ár. Stórskyttan Magnús Gunnars- son var atkvæðamestur Keflvík- inga með 26 stig og komu öll stigin í síðari hálfleik. Spurning hvað hefði gerst ef Magnús hefði fundið fjölina sína einnig í fyrri hálfleik. Bandaríkja- maðurinn Tim Ellis átti einnig ágætan leik en hann skoraði 24 stig að þessu sinni en fátt var um fína drætti hjá heimamönnum. Keflavík tapaði fyrir Mlekarna á heimavelli: Slæm byrjun varð Keflavík að falli barátta Keflvíkingar voru í miklum vandræðum með að koma sér að körfunni í gær. fréttablaðið/víKurfréttir KÖRFUbolTi Kvennalið Hauka var í eldlínunni á Kanaríeyjum í gær þar sem það mætti Caja Canarias. Spænska liðið vann frekar auðveldan sigur í fyrri leik liðanna á heimavelli og endurtók leikinn í gær. Haukar byrjuðu leikinn ágætlega og leiddu lengi vel í fyrsta leikhluta. Heimamenn tóku síðan völdin og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta, 30- 24. Annar leikhluti var eign heimamanna sem gengu algjör- lega frá leiknum og munaði 20 stigum á liðunum í leikhlé, 55-35. Síðari hálfleikur var því algjört formsatriði fyrir Canarias sem vann örugglega. Evrópukeppni kvenna: Haukar töpuðu á Spáni erfitt Haukar áttu lítið í Canarias í gær. Knattspyrnudeild breiðabliks óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 2. fl okk kvenna. Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Sveinbjörnsson, form. meistarafl okksráðs kvenna, í síma 824-7619 eða í gegnum tölvupóst, johannes@saa.is. V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 1 49 k r/ sk ey ti ð . Sendu SMS skeytið BTC OHF á 1900 og þú gætir unnið eintak! Aðalvinningur er DVD spilari og Over the Hedge á DVD Aukavinningar eru Over the Hedge á DVD, tölvuleikir, fleiri DVD myndir og margt fleira!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.