Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 8

Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 8
Framtí›arbók E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 8 0 7 Gjöf til framtí›ar Fátt er meira rætt um á Íslandi dag en hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Spurningin er hvort fólkið sem var hlerað hafi ógnað öryggi ríkisins. Guðni Th. Jóhann- esson sagnfræð- ingur, Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður og ráðherra, og Jón Baldvin Hanni- balsson, fyrrver- andi ráðherra og gestakennari við stjórnmálafræðiskor H.Í., munu ræða þessa spurningu á opnum hádegisfundi stjórnmálafræði- skorar og Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála á miðviku- daginn. Fundurinn fer fram í Öskju, náttúrufræðahúsi háskól- ans, klukkan 12 til 13.15. Umræða um óvini ríksins Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, óttast ekki að frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. brjóti gegn samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið telur frumvarpið fela í sér samkeppnislega mismunun og í áliti til menntamálanefndar eru lagðir til tveir kostir til að sneiða hjá henni. Annars vegar að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði og hins vegar að fyrirtækið haldi úti sérstakri rás eða rásum er aðeins njóti auglýsingatekna en ekki skatttekna. Sigurður Kári segir að nefndin hafi farið yfir álitið. „Samkeppniseftirlitið leggur til tvær leiðir. Önnur er að RÚV hverfi af auglýsinga- markaði en það var ekki tekið tillit til þess þar sem það stendur ekki vilji til þess á Alþingi. Hin mælir fyrir um að í raun verði reknar tvær stöðvar. Það er ekki markmiðið að rásum RÚV fjölgi.“ Sigurður Kári segir að auk Samkeppnis- eftirlitsins hafi einkamiðlarnir, Viðskipta- ráð, Blaðamannafélagið og fleiri krafist þess að ríkið hverfi af auglýsingamarkaði eða að auglýsingatekjurnar verði takmarkaðar. Komið sé til móts við þau sjónarmið með takmörkunum. „Svo má alltaf deila um hvort ganga hefði átt lengra. Ég hef viðurkennt að ég hefði viljað ganga lengra en þetta var það samkomulag sem náðist og þar við situr.“ Og Sigurður hefur ekki áhyggjur af því að RÚV-lögin brjóti gegn samkeppnislögum. „Nei. Ég tel að við séum á þurru landi hvað það varðar. Ef ég hefði haft slíkar áhyggjur hefði ég ekki skrifað undir þessar tillögur. Þar fyrir utan eru þetta sérlög sem ganga framar almennum lögum,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson. Niðurstöður úr nýjum rannsóknum á þyngd barna á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 6 til 14 ára benda til þess að tengsl séu á milli offitu barna og félagslegrar stöðu for- eldra þeirra. Tíðni offitu er hærri í hverf- um þar sem menntunarstig for- eldra barna er lágt en í hverfum þar sem menntunarstig er hærra. Skólar í Breiðholtinu, Kópa- voginum og Árbænum koma verst út, með tíðni offitu um og yfir 30 prósent, en skólar í Hlíða- hverfi, Fossvogi, Seltjarnarnesi og Grafarvogi koma best út, með tíðni offitu á milli 13 og 14 pró- sent. Hægt er að skoða niðurstöð- urnar á vefsíðu Heilsugæslunnar í Reykjavík, www.heilsugaeslan. is. Breiðholtið kemur verst út í könnun Hvaða rithöfundur er tilnefndur til ítalskra verðlauna fyrir skáldsöguna Svaninn? Í leiðara hvaða dagblaðs voru Íslendinga harðlega gagnrýndir? Hver varð efstur í forvali VG á höfuðborgarsvæðinu? Illviðri voru óvenju tíð í nóvembermánuði og í kuldakast- inu sem kom um miðjan mánuð- inn fór frostið niður í -13,6°C í Reykjavík og -15,2°C á Akureyri. Þrátt fyrir það mældist meðalhit- inn í Reykjavík 0,1°C yfir meðaltali en á Akureyri fór meðalhitinn 0,7°C undir. „Nóvembermánuður hefur verið einkar óhagstæður í veðurfarslegu tilliti ef á heildina er litið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á veðurstofu Stöðvar 2. Hvassast var á landinu hinn 5. nóvember en þá mældist tíu mínútna meðalvindhraði 44,9 m/s á Gagnheiðarhnúki og vindhviður sem mældust 56,8 m/s. Illviðri tíð Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir frumvarpið um hlutafélaga- væðingu Ríkisútvarpsins, sem afgreitt hefur verið út úr mennta- málanefnd og bíður efnismeðferð- ar á Alþingi, stangast á við sam- keppnislög. „Löggjafinn getur ákveðið að RÚV skuli vera þátttakandi á aug- lýsingamarkaði og tekur þá ákvörð- un, vitandi það, að RÚV geti búið til eftirsóknarvert efni á grund- velli ríkistekna sem síðan eykur áhorf eða hlustun og þar með styrk- ir stöðu Ríkisútvarpsins sem aug- lýsanda.“ Páll Gunnar segir þessa stöðu stríða gegna meginstoð samkeppn- islaganna. „Þessi staða skekkir samkeppnisstöðuna gagnvart keppinautunum sem ekki hafa rík- istekjurnar. Samkeppniseftirlitið verður að taka tillit til þess að lög- gjafinn hefur ákveðið að fara þessa tilteknu leið sem hann velur en okkur ber skylda til þess að vekja athygli á því ef lögin eru ekki í takt við markmið samkeppnislaganna, eins og í þessu tiltekna tilfelli. En ákvörðun um takmörkun á auglýs- ingum, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, er til bóta þó hún gangi ekki eins og langt og við leggjum til.“ Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær skilaði Páll Gunnar inn áliti til menntamálanefndar þar sem hann sagði frumvarp um hluta- félagavæðingu RÚV fela í sér „samkeppnislega mismunun“. Hann sagði tvo kosti koma til greina ef koma ætti í veg fyrir mis- mununina, að RÚV hverfi alfarið af auglýsingamarkaði og hins vegar að starfi RÚV á auglýsinga- markaði þá „fari sú starfsemi fram á vegum sérstakra hljóð- og sjón- varpsstöðva eða -rása sem alfarið verði fjármagnaðar með auglýs- ingatekjum,“ til að tryggja að sam- keppnisstarfsemi RÚV sé ekki nið- urgreidd með skattfé. Páll Gunnar segir sérlög, eins og þau sem lögð eru til með frum- varpi um hlutafélagavæðingu RÚV, ganga framar samkeppnislögum en tekur fram að félög á markaði séu stöðugt að láta reyna á tengsl sérlaga og almennra laga. „Það er stöðugt verið að láta reyna á tengsl sérlaga og almennra laga í okkar starfi, meðal annars fyrir áfrýjun- arnefndum og dómstólum, ef svo ber undir.“ Samkvæmt frumvarpinu, sem bíður meðferðar á Alþingi, verður áfram bannað að selja auglýsingar á ruv.is auk þess sem lagt er til að kostunarþáttur auglýsingatekna verði sá sami og hann er nú, um tíu prósent. RÚV-frumvarpið stangast á við samkeppnislög Páll Gunnar Pálsson segir frumvarp um RÚV ohf. ganga gegn samkeppnislögum. Sérlög, sem lögð eru til með frumvarpi um RÚV ohf., ganga framar samkeppnislögum. Stöðugt verið að láta reyna á tengsl sérlaga og almennra laga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.