Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 16

Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 16
Hugó Chavez, for- seti Venesúela, var endurkjörinn forseti landsins í kosningum sem fram fóru í landinu um helgina. Hlaut Chavez 61 prósent atkvæða, en Manuel Rosales 38 prósent þegar 78 prósent atkvæða höfðu verið talin. Rosales játaði sig sigraðan seint á sunnudagskvöld, en lofaði að halda áfram að berjast gegn Chavez, sem Rosales segir verða sífellt meiri einvald í landinu. Chavez sjálfur sagði lands- mönnum að búast við „útþenslu byltingarinnar“ sem ætlað er að deila olíuauði landsins með fátæk- ari íbúum þess. Þakkaði hann and- legum „föður“ sínum, Fidel Castro, sigurinn og sagði hann vera áfall fyrir George W. Bush Bandaríkja- forseta. „Þetta er annar ósigur djöfuls- ins sem reynir að ráða yfir heimin- um,“ sagði Chavez í sigurræðu sinni á sunnudagskvöld. Chavez hefur setið við völd frá árinu 1998, og hefur á þeim tíma bætt hag fátækari landsmanna til muna, þó stjórn hans sé einnig sökuð um spillingu og glæpi. Núgildandi lög banna honum að bjóða sig aftur fram árið 2012, en hann hefur sagst ætla að reyna að breyta lögunum sem takmarka setu eins manns á forsetastóli. Chavez bar sigur af hólmi Fjörutíu og sex prósent kvenna sem komu í Kvennaathvarfið á árunum 2001- 2005 hafa verið beitt kynferðisof- beldi einhvern tímann á ævinni. Fjörutíu prósent hafa verið beitt kynferðisofbeldi óháð heimilisof- beldi. „Þetta eru háar og sláandi tölur. Þær gefa vísbendingar um hversu lítið við vitum um birtingarmynd ofbeldis gagnvart konum,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir sem hefur gert rannsókn um tengsl kynferð- isofbeldis og heimilisofbeldis. Hún segir að sér hafi komið mest á óvart hve ókunnugir ofbeld- ismenn í kynferðisofbeldi voru stórt hlutfall og mun stærra hlut- fall en hjá Stígamótum, 21 prósent á móti tæpum 12 prósentum og töluvert hærra en hafi hingað til komið fram í erlendum rannsókn- um. Konur sem koma í Kvennaat- hvarfið skilgreina ekki kynferðis- ofbeldi sem heimilisofbeldi. Ger- endur í heimilisofbeldi eru í langflestum tilfellum makar eða fyrrverandi makar. Ingibjörg segir að konur eigi oft erfitt með að horfast í augu við að þær búi við kynferðisofbeldi á heimili og þær átti sig heldur ekki á því að kynferðisofbeldi sé heim- ilisofbeldi. Kynferðisofbeldi á heimilum Grunnskólakennurum hefur fjölgað talsvert meira en gert var ráð fyrir í áliti nefndar frá 1999 sem reyndi að spá fyrir um þörf fyrir grunnskólakennara fram til ársins 2010. Gert var ráð fyrir að skólaárið 2005-2006 yrði þörf fyrir 3.824 grunnskólakennara en nú hefur komið á daginn að þeir eru 700 fleiri en spáð var fyrir um. Grunnskólakennarar ásamt sérkennurum voru orðnir 4.525 skólaárið 2005-2006. Grunnskóla- kennurum hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum eða um 636 kennara frá árinu 2000-2006 eða um 16 prósent. Fleiri en gert var ráð fyrir Tæplega þrítug kona hefur verið ákærð í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hún er ákærð fyrir að hafa í júní á síðasta ári veist að annarri konu á veitingastaðnum Kaffisetrinu á Laugavegi í Reykjavík. Árásarkonan sló hina í andlitið með glasi og dró hana niður á gólf með þeim afleiðing- um að hún hlaut skurð yfir vinstra kinnbein og við vinstra eyra, auk þess sem hún hlaut fjölda sára á andlit og útlimi, mar á brjóstkassa og hún tognaði á hægri öxl. Þess er krafist að árásarkon- an verði dæmd til refsingar. Að auki krefst fórnarlambið ríflega 250 þúsund króna í skaðabætur, auk vaxta. Ákærð fyrir hættulega árás Þetta er annar ósigur djöfulsins sem reynir að ráða yfir heiminum Það blæs enginn á þetta! 50 02 .V .B s met sy S AE KI re tn I © 20 06 www.IKEA.is Jólinþín byrjaí IKEA www.IKEA.is FLER kerti, kertadiskur, kertastjakar ýmsir litir H7 cm 495,- ISIG skrautkerti englar, ýmsir litir H14 cm 390,- ISIG ljósakróna f/6 sprittkerti L42 B38,5 cm 990,- ISIG kerti, 20 stk. 290,- Er jólabæklingur IKEA kominn heim til þín? Opið til 22:00 til jóla ISIG flotkerti 4 stk. hjörtu H3 cm 250,- ISIG kubbakerti Ø7 H16 cm 390,- ISIG kubbakerti hringlaga Ø8 H7 cm ýmsir litir 150,- VARDAG kerti 50 stk. 17 cm695,- KRUSIDULL kubbakerti m/ilm Ø7 H15 cm 395,- 60 02 .V .B s met sy S AE KI re tnI ©

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.