Fréttablaðið - 05.12.2006, Page 25
Ítilefni alþjóðlegs dags sjálf-boðaliðans 5. desember vill
Reykjavíkurdeild Rauða kross
Íslands nota tækifærið og þakka
sjálfboðaliðum deildarinnar fyrir
mikið og gott starf þeirra fyrr og
nú.
Eitt meginhlutverk Rauða
krossins er málsvarastarf sem
meðal annars hefur þann tilgang
að rjúfa einangrun fólks og vinna
gegn fordómum og mismunun í
samfélaginu. Á því sviði er ærið
verk að vinna en meðal okkar í
þjóðfélaginu eru margir sem búa
við einangrun og mismunun eins
og niðurstöður könnunar Rauða
kross Íslands, Hvar þrengir að,
fyrr á þessu ári leiddi berlega í
ljós. Margt hefur verið gert á
þessu sviði í gegnum árin en
betur má ef duga skal.
Í tilefni dags sjálfboðaliðans
er ekki úr vegi að líta yfir þá
miklu flóru verkefna sem borin
eru uppi af sjálfboðaliðum deild-
arinnar sem eru fjölmargir og á
öllum aldri. Með starfi sínu leggja
þeir drjúgan skerf til margra
þeirra málefna sem velferðar-
kerfi okkar Íslendinga nær illa
eða ekki til.
Hjá Reykjavíkurdeild er með
ýmsum hætti lögð áhersla á að
létta undir með einstaklingum og
fjölskyldum í vanda. Í lífinu skipt-
ast á skin og skúrir og öll getum
við lent í því að þurfa á einhverj-
um að halda sem rétt getur hjálp-
arhönd þegar erfiðleikar sækja
að. Heimsóknarþjónusta sem
sjálfboðaliðar hafa haft með
höndum er með elstu verkefnum
deildarinnar. Heimsóknarvinir
Rauða krossins leitast við að
stytta fólki sem býr við einsemd
stundir með spjalli eða gönguferð
og lesa fyrir hópa á nokkrum
sjúkrastofnunum. Þá er föngum
einnig boðið upp á heimsóknir
sjálfboðaliða. Hópar sjálfboða-
liða hafa til langs tíma haldið utan
um sjúklingabókasöfn á sjúkra-
húsunum ásamt hljóðbókaþjón-
ustu. Sjálfboðaliðar starfa við
hlið starfsfólks í Konukoti sem er
athvarf ætlað konum sem eru
heimilislausar og hafa ekki í nein
hús að venda. Á sunnudögum
standa sjálfboðaliðar fyrir sam-
verustund í Vin sem er athvarf á
vegum Rauða kross Íslands fyrir
geðfatlaða.
Hjálparsíminn 1717 er gjald-
frjáls sími sem er opinn allan sól-
arhringinn fyrir þá sem þurfa
stuðning vegna sálrænna vanda-
mála, einmanaleika eða sjálfs-
vígshugsana, félagslegra vanda-
mála eða neyslu. Hjálparsíminn
er fyrir alla aldurshópa hvar sem
er á landinu og svara bæði sjálf-
boðaliðar og starfsfólk í hann.
1717 er einnig mikilvægur hlekk-
ur sem upplýsinganúmer almenn-
ings vegna neyðarástands innan-
lands t.d. vegna náttúruhamfara.
Áhersla er á starf með börnum
og unglingum sem endurspeglast
í nokkrum verkefnum sem borin
eru uppi af sjálfboðaliðum. Helst
þeirra eru: Málörvun og heima-
námsaðstoð fyrir börn af erlend-
um uppruna, starf með börnum í
Kvennaathvarfinu, stuðningur við
ofvirk börn og BUSL sem er starf
með hreyfihömluðum unglingum
í samstarfi við Sjálfsbjörg. Hlut-
verkaleikurinn Á flótta hefur
verið skipulagður fyrir nemendur
grunnskóla víða um land á undan-
förnum árum. Með honum er
miðað að því að þátttakendur öðl-
ist skilning á
hlutskipti og
aðstæðum flótta-
fólks. Unglinga-
starf, námskeið
og fræðsla af
ýmsum toga er
einnig þáttur í
starfi með ungu
fólki.
Veigamikill
þáttur í móttöku
flóttafólks er net
stuðningsfjölskyldna sem sam-
anstendur af sjálfboðaliðum og
hefur þann tilgang að aðstoða það
fólk við aðlögun í nýjum aðstæð-
um.
Tilgangur sölubúða sjúkrahús-
anna og föndurhóps er fjáröflun í
þágu góðra málefna og hafa þeir
hópar stutt við starf sjúkrastofn-
ana og fleiri aðila með góðum
gjöfum og styrkjum í gegnum
árin. Prjónahópur vinnur að verk-
efninu Föt sem framlag og styrk-
ir Hjálparsjóð Rauða krossins
með sölu í L-12 Rauðakrossbúð-
inni en þar eru sjálfboðaliðar við
afgreiðslu.
Reykjavíkurdeild tekur virkan
þátt í alþjóðastarfi Rauða kross-
ins með þátttöku í átaksverkefn-
um sem oft eru fjáröflunarverk-
efni að beiðni Alþjóða Rauða
krossins. Slík verkefni krefjast
samtakamáttar Rauða krossins
og þátttöku almennings.
Eins og sjá má af því sem hér
hefur komið fram er starf sjálf-
boðaliða kjarninn í starfsemi
Reykjavíkurdeildar Rauða kross-
ins eins og í starfi Rauða krossins
um heim allan. Að vilja láta gott
af sér leiða er algengasta ástæða
þess að fólk kýs að starfa fyrir
hreyfinguna enda gott og göfugt
að gefa af tíma sínum til verkefna
hennar sem í dag eru sameinuð í
heitinu Byggjum betra samfélag.
Með því gefst tækifæri til að
bæta við reynslu sína og þekk-
ingu hvort sem er á nýju sviði eða
kunnugu og um leið að tilheyra
öflugum félagsskap með mannúð-
arhugsjón að leiðarljósi.
Mörg og ólík verkefni kalla á
mikinn mannskap en að öllu jöfnu
starfa sjálfboðaliðar í langtíma-
verkefnum 6-12 tíma á mánuði
fyrir hreyfinguna. Öðru hverju
er þörf fyrir sjálfboðaliða til
skemmri átaksverkefna.
Við viljum óska sjálfboðaliðum
okkar til hamingju með daginn og
um leið vekja athygli á að við erum
aldrei of mörg. Við bjóðum ávallt
nýtt fólk velkomið í okkar góða
hóp. Nánari kynningu á starfi
sjálfboðaliða fyrir Reykjavíkur-
deild má nálgast á heimasíðu
deildarinnar: www.redcross.is/
reykjavik og hjá Sjálfboðamiðlun
R-RKÍ. Sími: 545 0408. Netfang:
sjalfboðamidlun@redcross.is
Fyrir hönd Reykjavíkurdeild-
ar RKÍ.
Höfundur er forstöðumaður
Sjálfboðamiðlunar.
Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans 5. desember