Fréttablaðið - 05.12.2006, Blaðsíða 26
Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Evrópu
komu saman í Berlín árið 2002 til
að ákveða forgangverkefni sín til
næstu fjögurra ára. Þar var sett á
oddinn nauðsyn þess að takast á
við vandann sem alþjóðlegir
fólksflutningar í álfunni hafa
skapað, með því að vekja athygli
á þörfum þeirra sem flytjast milli
landa og því misrétti sem fólk er
iðulega beitt í nýju umhverfi og
aðstæðum.
Í Berlínaryfirlýsingunni skuld-
bundu evrópsku Rauðakross-
félögin sig meðal annars til að
vinna gegn ofbeldi í samfélaginu.
Að virða ólíka menningu mismun-
andi þjóðfélagshópa. Að hvetja
ríkisstjórnir landa sinna til að
tryggja að almenn mannréttindi
allra þjóðfélagsþegna séu í heiðri
höfð án nokkurrar mismununar.
Það var því í anda Berlínaryfir-
lýsingarinnar að stjórn Rauða
kross Íslands sendi íslenskum
stjórnvöldum áskorun nú í haust
um breytingar á lögum um útlend-
inga vegna slæmrar stöðu kvenna
af erlendum uppruna sem skilið
hafa við maka sinn sökum heimil-
isofbeldis. Áskorunin kom í kjöl-
far umræðu um að konur frá lönd-
um utan EES-svæðisins ættu á
hættu að vera vísað úr landi eftir
að hafa yfirgefið íslenska eigin-
menn sína vegna ofbeldis af þeirra
hendi. Þessar konur eru mun verr
settar en íslenskar kynsystur
þeirra í svipuðum aðstæðum vegna
skorts á tengslaneti og upplýsing-
um um rétt sinn.
Rauði kross Íslands fór
fram á það við íslensk
stjórnvöld að fundin yrði
varanleg lausn í lagalegu
og félagslegu tilliti, rétt-
indi kvennanna yrðu skýrð
og þeim auðveldað að leita
réttar síns. Mikilvægt er
að þeim verði, eins og
öðrum íbúum á Íslandi,
tryggð mannréttindi. Mál
þeirra fái sanngjarna
meðferð og að réttur þeirra til
áframhaldandi búsetu á Íslandi
eftir skilnað við maka sé tryggður
kjósi þær það. Þetta er dæmi um
eitt af þeim mörgu málefnum sem
tengjast ofbeldi gegn konum, sem
Rauði kross Íslands lætur til sín
taka.
Sjálfboðið starf er eitt af grund-
vallarmarkmiðum Rauða kross
Íslands. Sjálfboðaliðar félagsins
hafa unnið með Kvennaathvarfinu
að verkefni sem snýr að öllum
þeim sem þangað hafa þurft að
sækja um lengri eða skemmri tíma
vegna ofbeldis. Ungmennadeild
Reykjavíkurdeildar starfrækir
verkefnið í samvinnu við Kvenna-
athvarfið og Háskóla
Íslands. Sjálfboðaliðarnir
sinna börnum sem koma
með mæðrum sínum í
Kvennaathvarfið. Mark-
miðið með verkefninu er
að létta börnunum dvölina
með markvissu félags-
starfi um helgar. Allir
sjálfboðaliðarnir sækja
námskeið og fá fræðslu
um börn, sem búið hafa
við ofbeldi á heimili.
Í Hjálparsímanum 1717 svara
sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands
símtölum, meðal annars frá konum
sem beittar hafa verið ofbeldi. Þar
er veittur stuðningur og bent á þau
úrræði sem til staðar eru. Með
Konukoti, næturathvarfi fyrir
heimilislausar konur, sem rekið er
af Reykjavíkurdeild Rauða kross-
ins, skapa sjálfboðaliðar og starfs-
menn gestum sínum öruggt skjól.
Allir sjálfboðaliðar Rauða kross
Íslands sem vinna verkefni sem
þessi skrifa undir trúnaðareið og
er mikið lagt upp úr því að hann sé
virtur.
Rauði kross Íslands er eitt af
mörgum félagasamtökum, sem
standa að sextán daga alþjóðlegu
átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Jafnframt því að vekja athygli á
aðstæðum þolenda kynbundins
ofbeldis vil ég nota daginn í dag –
5. desember, alþjóðlegan dag sjálf-
boðaliða – til að þakka öllum þeim
sem gefa af sér með sjálfboðnu
starfi og létta þannig byrðar þeirra
sem búa við ofbeldi í þjóðfélag-
inu.
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
og varaformaður Rauða kross
Íslands.
Sjálfboðaliðar Rauða kross
Íslands vinna gegn ofbeldi
Adam Smith skrifaði um frjálst flæði fjármagns og vinnuafls,
að hið frjálsa flæði væri undir-
staða frekari þróunar í viðskipt-
um. Síðast en ekki síst væri hið
frjálsa flæði hliðhollt hugmynd-
um manna um jafnan rétt allra til
lífsgæða líðandi stundar. Þegar
upp rísa miklar hæðir í efnahags-
málum á einum stað getur hið
frjálsa flæði styrkt bágt ástand
annars staðar. Af hinu frjálsa
flæði fjármagns og vinnuafls er
því útkoman aukinn jöfnuður og
aukin lífsgæði fyrir fleiri frekar
en færri.
Hér á landi hefur risið upp
stjórnmálaflokkur sem aðhyllist
ekki hið frjálsa flæði. Starfsmenn
á íslenskum vinnumarkaði, sem
eru af erlendu bergi brotnir, virð-
ast samkvæmt umræðu liðinna
daga vera þessum stjórnmála-
flokki þyrnir í augum og ógn við
hinn íslenska vinnumarkað. Þessi
flokkur er Frjálslyndi flokkurinn.
Íslenskur vinnumarkaður býr við
betri kjör en þekkist víðast hvar
annars staðar í hinum vestræna
heimi. Íslensk stjórnvöld gera sér
fulla grein fyrir mikilvægi þess í
störfum sínum að umhverfi fyrir-
tækja á Íslandi sé aðlaðandi í
hinni miklu samkeppni sem ríkir
á milli þjóðríkja í þessum efnum.
Án efa mun skortur á sérhæfðu
starfsfólki verða íslenskum fyrir-
tækjum áhyggjuefni og hugsan-
lega koma í veg fyrir að þau geti
eflst og stækkað og þar með
tryggt viðvarandi hagvöxt öllum
Íslendingum til hagsbóta. Hún er
að því að mínu mati steinrunnin
og án skynsamlegrar framtíðar-
sýnar sú stefna sem Frjálslyndi
flokkurinn hefur boðað í störfum
sínum undanfarin misseri. Stefna
flokksins hefur borið alvarlegan
keim af kynþáttafor-
dómum og er að mínu
óvönduð í alla staði.
Varaformaður flokksins
hefur dregið vagninn
fyrir hönd flokksins sem
hugsanlega skýrir þá
miklu stefnubreytingu
sem forysta flokksins
stendur nú fyrir.
Í stjórnmálasögunni
hafa komið upp stjórn-
málaöfl sem gera út á óánægju-
fylgi. Í dag er Frjálslyndi flokkur-
inn gott dæmi um slíkan flokk
enda hefur málflutningur þeirra
verið sem lífróður fyrir hverju
atkvæði. Málflutningur frjáls-
lyndra hefur verið illa ígrundaður
eins og komið hefur fram með
hártogi innanbúðarmanna á opin-
berum vettvangi. Ávallt og því
miður er sá möguleiki fyrir hendi
að flokkar einhenti sér að ná til
þeirra sem eru síður þenkjandi og
hugsanlega opnir og meyrir fyrir
pólitík sem einkennist af sleggju-
dómum og upphrópunum. Óvand-
aðir fjölmiðlar geta einnig fallið í
sömu gryfju en vitað er að líftími
þeirra er jafnan stuttur.
Á hátíðar- og tyllidögum hafa
frjálslyndir talað fyrir lands-
byggðinni. Staða landsbyggðar-
innar væri alvarleg ef ekki hefði
notið krafta erlendra starfs-
manna. Um það síðastnefnda er
varla ágreiningur um. Tvíræðni
og óheilindi fylgja málflutningi
manna sem þykjast tala fyrir
landsbyggðinni á sama
tíma og þeir tala fyrir
heftu flæði erlendra
borgara sem eru tilbúnir
að leggja hönd á plóg við
starfsemi fyrirtækjanna.
Að sama skapi eru í því
mikil óheilindi fundin
þegar talað er fyrir jöfn-
uði og hinir sömu eru
ekki reiðubúnir að taka á
móti fátæku og atvinnu-
lausu fólki á sama tíma
og brennandi eftirspurn
er eftir fólki til starfa. Jafnaðar-
hyggjan virðist vera sér íslenskt
fyrirbrigði í augum Frjálslynda
flokksins. Erlendir borgarar virð-
ast ekki eiga gildi í hinni nýju pól-
itísku jöfnu sem frjálslyndir
henda nú fram á sjónarsviðið.
Ódýrari getur pólitíkin varla
orðið.
Sjálfur er ég fylgjandi því að skil-
yrða erlenda borgara sem koma
til landsins að læra íslenskt mál,
sögu þjóðarinnar og menningu.
Að því er unnið meðal íslenskra
stjórnvalda. Ég er því einnig
fylgjandi að herða beri viðurlög á
íslenska atvinnurekendur sem
með einum eða öðrum hætti brjóta
á lögbundnum rétti starfsmanna
sinna, íslenskra sem og erlendra.
Umfram allt er þýðingarmikið
að allir einstaklingar leggi sig
fram við að losa á ólum fordóma
sinna og láti þess í stað skynsemi
og umburðarlyndi ráða ferðinni.
Stefna Frjálslynda flokksins í
innflytjendamálum er þvert á
stefnu flokksins sem ég var kynnt-
ur fyrir í aðdraganda kosninga til
Alþingis vorið 2003. Frjálslyndið
og umburðarlyndið á ekki lengur
við í störfum og stefnumiðum
flokksins. Frelsi, jafnrétti og
bræðralag geta varla talist vera
einkunnarorð Frjálslynda flokks-
ins.
Ég þakka þeim sem lásu.
Höfundur er alþingismaður.
Ísland fyrir „alla“
Erlendir borgarar virðast ekki
eiga gildi í hinnu nýju pólitísku
jöfnu sem Frjálslyndir henda
nú fram á sjónarsviðið. Ódýr-
ari getur pólitíkin varla orðið.
Það var því í anda Berlínar-
yfirlýsingarinnar að stjórn
Rauða kross Íslands sendi
íslenskum stjórnvöldum áskor-
un nú í haust um breytingar
á lögum um útlendinga vegna
slæmrar stöðu kvenna af
erlendum uppruna sem skilið
hafa við maka sinn sökum
heimilisofbeldis.
Bankastræti • Fjörður • Kringlan • Laugavegur 178 • Smáralind
V610
NÝ VÉL
Minnsta myndavélin á markaðnum
með 10 x aðdrætti
Sendu myndirnar þráðlaust til þeirra
í kringum þig
Bluetooth tæknin gerir kleift að senda
þráðlaust í tölvu, GSM síma eða prentara
6.1 milljón pixla, gerir þér kleift að
stækka í allt að 75 x 100 sm
Tvær linsur 38-114 mm og 130 - 380 mm
2,8" skjár
Video upptaka með 10 x aðdrætti og hristivörn
Lithium Ion rafhlaða og hleðslutæki fylgir
Kr. 2.408,- 24mán
Kr. 44.980,-
Jólinkoma
Fulltaf frábærum gjöfum
10x aðdráttur
24
mán
12
mán Verð miðast við greiðslusamning Visa eða Euro til 12 eða 24 mánaða
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
te
xt
a
og
m
yn
da
br
en
gl
. V
ör
ur
g
et
a
ve
rið
u
pp
se
ld
ar
Kr. 15.980,-
Kr. 19.900,-
Kr. 3.596,- 12mán
Kr. 36.980,-
MP3 spilari - N11
Swarovski Crystal
Kr. 16.490,-
og ljósmyndaprentari
CX7330
DIGIMAX S500
5,1 M.pixlar
3x optical zoom
Stór 2,4” LCD-skjár
1/1,25 CCD-sensor
5 forstillingar
VGA-vídeóupptaka
9 innbyggðir myndarammar
16 MB innra minni
DIGIMAX i6 PMP
6 M.pixlar
3 x optískur aðdráttur
Mp 3 spilari
Hristivörn
2,5" skjár
Tekur video
Mikið af séreiginleikum
Frábær hönnun
3.1 Megapixlar
1.6 LCD skjár
37-111mm linsa
Ljósop f/2.7- f/5.2
3x optískur aðdráttur
3.3x stafrænn aðdráttur
Tekur 3 myndir á sek.
Vídeóupptaka
Kodak ljósmyndaprentari
Prentun með eða án tölvu.
Einn hnappur og yfirfærsla á tölvu
Verðlaunuð Kodak myndgæði
Myndir sem endast í allt að 100 ár
Pappir skemmist ekki af fingraförum.
Pappír vatnsvarinn
Kodak XTRALIFE húðaður pappír
1GB Minni
Allt að 500 lög
Allt að 13 tíma í spilun
Diktafónn
Hleður í gegnum USB
Lítill og meðfærilegur
6 banda tónjafnari
Vigtar aðeins 22gr með rafhlöðu