Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 29

Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 29
Isabelle Dinoire, sem fékk manna fyrst nýtt andlit eftir að hundur beit hana getur sýnt svipbrigði á ný. Heimurinn stóð á öndinni þegar Dinoire, sem er frá bænum Ami- ens í Frakklandi, kom fram á blaðamannafundi í febrúarmán- uði á þessu ári til að sýna nýtt andlit sem læknum hafði tekist á græða á hana. Frá þeim tíma hefur Dinoire náð góðum bata sem sýnir sig meðal annars í því að hún hefur nú endurheimt hreyfigetu í and- liti, meðal annars hæfileikann til að brosa. Læknarnir sem framkvæmdu aðgerðina á Dinoire fyrir tæpu ári segja hana vel heppnaða en Din- oire fékk nýtt nef, varir og höku eftir að hennar eigin hundur réðst á hana. Þeir segja að andlitið hafi jafnað sig og líti eðlilega út þrátt fyrir nokkur ör. Nú skeri hún sig ekki lengur úr fjöldanum. Þessu til staðfestingar segjast nánustu vinir Dinoire og vandamenn bera aftur kennsl á hana. Síðan Dinoire gekkst undir andlitsígræðsluna hefur Kínverj- inn Li Guoxing farið í svipaða aðgerð, fékk nýtt nef, efri vör og kinn. Þá hafa læknar við Royal Free Hospital í London fengið leyfi til að framkvæma allsherjar andlitsígræðslu. Er nú hentugra umsækjenda leitað. Frá þessu er greint á fréttavef BBC, www.bbc. co.uk. Getur brosað á ný Reykingar eru algengastar hjá fólki á þrítugsaldri. Lýðheilsustöð fékk Capacent Gallup til að kanna umfang reyk- inga á Íslandi á árinu 2006. Voru kannanirnar gerðar þrisvar, snemma árs, um mitt árið og í lok þess. Þar kom í ljós að í dag reykja um 18,8 prósent fólks á aldrinum 15 til 89 ára daglega en fyrir fimmtán árum var þessi tala um 30 prósent. Umfang reykinga er því á hægri en stöðugri niðurleið. Ekki er verulegur kynjamunur en þó eru karlar örlitlu fleiri því 21 prósent karla reykir daglega miðað við 17 prósent kvenna. Töluverður munur er á reyking- um eftir aldri en þær eru algeng- astar hjá fólki á þrítugsaldri. Þar á eftir kemur aldurshópurinn 50-59 ára. Reykingar eru minnstar í elsta aldurshópnum, 80 til 89 ára. Athyglisvert er að tíðni reyk- inga minnkar eftir því sem mennt- un eykst. Háskólamenntað fólk reykir minnst (8,3%) en þeir reykja mest sem eru einungis með grunnskólamenntun (tæp 30 pró- sent). Reykingar minnka nokkuð eftir því sem fjölskyldutekjur hækka en munurinn er ekki eins afgerandi og þegar menntunin er skoðuð. Reykingafólki fækkar stöðugt Alla þriðjudaga til laugardaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.