Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 30
Stuðningspúðar og hálskragar
eru meðal þess sem fæst í bara
list-iðju Bjargeyjar Ingólfsdótt-
ur iðjuþjálfa sem opnuð verður
í dag kl. 14 að Háhæð 10 í
Garðabæ.
Bjargey hefur hannað ýmsa stuðn-
ingspúða og að hennar sögn er til-
gangurinn sá að framleiða vöru
sem getur átt þátt í að fjölga
verkjalausum gæðastundum við
ýmiskonar iðju eða í hvíld. Bara 6
kallar hún nýjustu afurðina. Sá
púði er sérhannaður í samráði við
sjúkraþjálfara á Reykjalundi og
einkum ætlaður þeim sem eru
slæmir í mjöðmum.
Bjargey bendir réttilega á að
margir þjáist af stoðkerfisvanda
eins og þrálátum verkjum í öxlum
en stuðningur undir framhand-
leggina geri fólki kleift að slaka á
í herðum og handleggjum. Því
hefur hún einnig gert sérstakan
púða sem minnkar vöðvaspennu
þar og verki sem henni fylgja.
„Púðinn er hentugur þegar setið
er við handavinnu og mér er líka
hugsað til þeirra sem vilja njóta
þess að sitja og lesa góða bók um
jólin,“ segir hún brosandi.
Svo er það ormurinn langi sem
þarfnast smá útskýringa. „Ormur-
inn langi hjálpar þér að bera höf-
uðið hátt,“ segir hún sposk og
sýnir hvernig hann á að hringast
um hálsinn og veita höfðinu stuðn-
ing. Hún leitar gjarnan í fjársjóð
bókmenntanna þegar hún finnur
framleiðslu sinni nöfn og hér er
það sjálf Heimskringla Snorra
Sturlusonar. „Hálskraginn ber
nafn hins vandaða skips Ólafs
Tryggvasonar Noregskonungs og
ég vona að nútíma víkingar vilji
nota hann á sínum ferðalögum,“
segir hún. „Hann er ákjósanlegur
ferðafélagi fyrir farþega sem vilja
hvílast þegar þeir sitja í bíl eða
flugvél. Einnig nýtist hann fólki
sem vegna fötlunar eða slysa þarf
stuðning til að geta látið sér líða
betur,“ bendir
hún á.
Gengið
er inn í bara list-iðju Bjargeyjar
að norðanverðu að Háhæð 10 í
Garðabæ. Þar hefur hún hreiðrað
um sig með hönnun sína og hand-
verk sem er af ýmsum gerðum og
hægt er að prófa, skoða og kaupa.
Þar opnar hún í dag, þann 5.
desember, „á fullu tungli“ eins og
hún tekur fram og opið er frá 14
til 20 alla daga fram til 23.
desember.
Ormurinn hjálpar fólki
að bera höfuðið hátt
Allt söfnuðust 88 milljónir á
Degi rauða nefsins.
Landsmenn tóku höndum saman
og stóðu vel á bak við söfnunar-
átakið Dagur rauða nefsins sem
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,
UNICEF, stóð fyrir 1. desember.
Alls söfnuðust 88 milljónir króna
og er þar með talinn ágóðinn af
sölu rauðra trúðanefja, geisladiski
Baggalúts „Brostu“, söfnunar-
átaki Bylgjunnar og framlög
þeirra heimsforeldra á ársgrund-
velli sem skráðu sig meðan á átak-
inu stóð, auk 30 milljóna króna
framlags frá utanríkisráðuneyt-
inu.
3.950 heimsforeldrar bættust í
hóp þeirra sem fyrir voru meðan
söfnunarátak UNICEF stóð yfir.
Þar með eru íslenskir heimsfor-
eldrar orðnir 11.600 og á ársgrund-
velli styrkja þeir börn í sárri neyð
um 139 milljónir króna. Árangur-
inn fór fram úr björtustu vonum
og söfnuðust tæpar 11 milljónir
króna í gegnum sölu á rauðum
trúðanefjum, geisladiski Bagga-
lúts og með frjálsum framlögum.
Utanríkisráðuneytið veitti 30 millj-
ónir króna til landssöfnunarinnar
og verður þeim varið til mennta-
verkefna UNICEF í Síerra Leóne.
Vel heppnuð söfnun
Hreinsar loftið
Eyðir lykt
Drepur bakteríur
ECC Bolholti 4
Sími 511 1001