Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 32

Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 32
Hugleikur gefur jólabónus. Nú fer aðventan í hönd og þá er hefð fyrir því að leikfélagið Hugleikur bregði sér í jólafötin og skemmti sér og öðrum sem aldrei fyrr. Jóladag- skrá Hugleiks heitir að þessu sinni Jólabónus og Sigurður H. Pálsson, formaður félagsins, var inntur eftir því hvað þar fer fram. „Á dagskránni eru fjórir nýir frumsamdir leikþættir, þar af er einn örsöngleikur sem fjórir höf- undar eru skrifaðir fyrir,“ segir hann. „Svo verður alls konar tón- list með ýmsum flytjendum, söng- sveitin Hjárómur treður upp sem og hin gamalkunna stórsveit Ljótu hálfvitarnir. Svo er aldrei að vita nema gripið verði í jólaföndur.“ Leikfélagið Hugleikur fékk á dögunum viðurkenningu á degi íslenskrar tungu fyrir nýsköpun í leikritun, útúrsnúning ýmiskonar á tungumálinu og alls kyns með- ferð á menningararfinum. Í vetur hefur félagið látið ljós sitt skína í Þjóðleikhúskjallaranum einu sinni í mánuði með dagskrá undir yfir- skriftinni Þetta mánaðarlega þar sem félagsmenn leika einþáttunga eftir félagsmenn í leikstjórn félagsmanna. Jólabónusinn er hluti af þeirri dagskrá. „Höfundarnir eru allir þekktir hugleikshöfundar og allir þættirn- ir hafa meiri eða minni tengingu við jólin þó að sumt sé kannski þess eðlis að maður myndi ekki kalla það beinlínis jólalegt í hefð- bundnum skilningi. En við reyn- um okkar besta til að koma fólki í jólaskap,“ segir Sigurður. Jólalævintýri Hugleiks var sýnt í fyrra við gríðarlega aðsókn og var ein best sótta sýning félags- ins frá upphafi. „Félagið setti fyrst upp jóladagskrá árið 2000 þegar nokkur jólabörn innan félagsins tóku sig til og settu saman dagskrána Rauð jól, sem sýnd var í Kaffileikhúsinu,“ segir Sigurður. „Síðan hefur tíðkast að Hugleikur jóli fyrir landsmenn á aðventunni, þó ekki síðan 2003 svo það er víst að margir hlakka til.“ Jólabónusinn verður framinn í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og á fimmtudaginn og hefst klukkan níu. Ákaflega gaman þá Það er ekki hlaupið að því að taka gæludýrin með sér þegar maður bregður sér í frí. Sér- staklega í kringum jólin. Fæst dýr er hægt að taka með sér í frí út á land eða erlendis svo þá er oft gott að eiga vissan samastað fyrir besta vininn eða litlar kisur. Smádýr í búri og meira segja fiska er auðveldlega hægt að taka með sér í frí út á land, hvort sem er í bíl eða flugi. Það borgar sig að hringja í flugfélögin og athuga með reglur um gæludýr á ferða- lagi og undirbúa það ferðalag með smá fyrirvara. Langflestir hunda- eigendur taka með sér félagann í frí ef því er viðkomið, en samt eru margir sem fá að vera í góðu yfir- læti á hóteli yfir hátíðarnar. Kisurnar eru flestar heima, enda þær margar hverjar sjálf- stæðar en þurfa einhvern sem kemur til að gefa þeim mat og hleypir þeim út. Þó eru margir sem vilja að kisa sé á hóteli í trygg- um höndum yfir hátíðarnar ef eig- endur þurfa að bregða sér af bæ. Það tíðkast ekki að taka með sér gæludýr í jólafrí til útlanda, enda strangar reglur um sóttkví á dýrum sem fara milli landa. Katt- holt rekur kattahótel sem tekur við kisum yfir hátíðarnar í lengri eða skemmri tíma. Kattagæslan fer þannig fram að eigandinn pantar gæslu fyrir dýrið. Kisa þarf að uppfylla skilyrði um bólu- setningu við kattafári og orma- hreinsun. Þar fær hún rúmgott búr og hefur allt sem hún þarfn- ast. Nauðsynlegt er að dýrunum fylgi allar upplýsingar um matar- æði. Gæludýrin á hótel um hátíðarnar happdrætti } Hátíðlegar og nýtilegar jólagjafir af öllum stærðum Vertu í sambandi og settu saman þína eigin sælkerakörfu Osta- og Sælkeraborðinu Hagkaupum í Kringlunni og Smáralind Hringdu og fáðu upplýsingar í síma 511-4466 eða sendu tölvupóst á kokkarnir@kokkarnir.iswww.kokkarnir.is Karfa 1. Kr. 1.980.- Karfa 2. Kr. 2.690.- Karfa 3. Kr. 3.690.- Karfa 5. Kr. 7.890.- Karfa 7. Kr. 9.590.- Karfa 6. Kr. 5.990.-Karfa 4. Kr. 4.990.- H ön nu n: S pö r - Ra gn he ið ur Á gú st sd ót ti r

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.