Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 55

Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 55
[Hlutabréf] Stjórnendur House of Fraser, bresku verslanakeðjunnar sem er var yfirtekin af Baugi, FL Group og fleiri fjárfestum í síðasta mán- uði, hafa krafist þess að fá níutíu daga greiðslufrest gagnvart birgj- um. Þar að auki er farið fram á að veittur verði fimm prósenta afsláttur af innkaupum eftir fyrsta janúar næstkomandi. Þetta hefur fallið í grýttan jarð- veg hjá heildsölum sem telja að hér sé um fáheyrða kröfu að ræða á breskum smásölumarkaði, að sögn Scotsman. Forsvarsmenn heildsölukeðjunnar Ted Baker, sem selur vörur til HoF, munu vera æfir yfir þessari kröfu sam- kvæmt heimildum blaðsins. HoF krefst níutíu daga greiðslufrests Bandaríska verslanakeðjan Wal- Mart hefur landað samningi um byggingu verslana á Indlandi í samstarfi við indversku samstæð- una Bharti Enterprises, sem meðal annars rekur stærsta fjarskipta- fyrirtæki á Indlandi. Stærstu verslanakeðjur á Vest- urlöndum hafa lengi horft til þess að komast inn á indverska markað- inn. En stjórvöld hafa fram til þessa sett þeim stólinn fyrir dyrnar. Verslanakeðjur á borð við hina þýsku Metro og frönsku Carrefour hafa báðar rætt við Bharti Enterp- rises um verslanarekstur á Ind- landi án árangurs. Dyrnar opnuð- ust fyrir Wal-Mart þegar slitnaði uppúr viðræðum bresku verslana- keðjunnar Tesco við indverska fjar- skiptarisann skömmu fyrir síðustu helgi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Wal-Mart og Bharti Enterprises segir, að verslanirnar verði í eigu Bharti Enterprises en undir merkj- um bandarísku verslanakeðjunnar. Indverski auðkýfingurinn Sunil Mittal, stjórnarformaður Bharti Enterprises, segir stefnuna að opna allt að 250 verslanir fyrir lok næsta árs og bjóða á lægsta vöruverð í landinu. Samvinna Wal-Mart og Bharti Enterprises er geysistórt verkefni. Breska dagblaðið The Guardian reiknar með að stofnkostnaður hlaupi á um 100 milljónum punda eða 14 milljörðum íslenskra króna. Ef vel reynist muni það skila sér því búist er við að velta í smásölu- verslun á Indlandi muni aukast um fjórðung á næstu fjórum árum. Veltan nemur nú um 155 milljörð- um punda eða 21.000 milljörðum íslenskra króna. - Wal-Mart nemur land á Indlandi FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is 3,4% Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is Fríverslunarviðræður milli Kína og Íslands munu hefj- ast í upphafi ársins 2007. Á fundi í Peking í gær undir- rituðu þau Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Yu Guangzhou, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, viljayfirlýsingu um upphaf viðræðnanna. Með tilkomu fríverslunarsamnings gætu ýmsir möguleikar opnast fyrir Ísland. Líkur eru á að vörur yrðu í auknum mæli fluttar beint inn til landsins í stað þess að notast væri við milliliði eins sem algengt er. Þá gætu skapast hagstæð skilyrði fyrir að Ísland verði milliliður fyrir viðskipti milli Kína og Evrópu, þar sem enginn fríverslunarsamningur er í gildi milli Kína og annarra Evrópulanda. Einnig gæti verið hagkvæmt að flytja vörur frá Kína til Íslands, vinna þær frekar hér og fá á þær íslenskt upprunavottorð og selja þær áfram til annarra Evrópulanda. Á fundinum ræddu ráðherrarnir tvíhliða samskipti Íslands og Kína og aukin umsvif íslenskra fyrirtækja í Kína á undanförnum misserum. Að honum loknum var utanríkisráðherra gestgjafi í mótttöku í tilefni af 35 ára stjórnmálasambandi Íslands og Kína. Síðar um daginn fór Valgerður til Shanghai þar sem hún setti ráðstefnu nýstofnaðs samráðsvettvangs íslenskra fyrirtækja í Kína. Var hún þar að auki vistödd opnun nýrrar skrif- stofu Glitnis en bankinn er fyrsta íslenska fjármála- fyritækið sem opnar skrifstofu í Kína. Fríverslunarviðræður að hefjast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.