Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 70

Fréttablaðið - 05.12.2006, Síða 70
Erum langbesta botnlið á Íslandi í dag Norska félagið Molde féll úr norsku úrvalsdeildinni á dögunum og var í kjölfarið búist við því að félagið myndi missa eitthvað af sínum bestu mönnum enda einir sex landsliðsmenn á samningi hjá félaginu og þar á meðal Íslendingurinn Marel Jóhann Baldvinsson. Svo er nú aldeilis ekki því síminn hjá Molde hefur ekki beint verið rauðglóandi síðustu daga. Ekki ein fyrirspurn hefur komið í leikmenn félagsins frá því það féll. Enginn sýnir þeim áhuga Átta leikja sigurganga Detroit Pistons í NBA-deildinni var stöðvuð í Charlotte um síðustu helgi er Bobcats gerði sér lítið fyrir og landaði sigri gegn hinu sjóðheita Pistons-liði, 97-89. Það var fyrst og fremst frábær frammistaða varamanna Bobcats sem lagði grunninn að sigrinum en varamenn heimamanna skoruðu 46 stig gegn 14 hjá varamönnum Pistons. Þetta var aðeins fimmti sigur Charlotte í vetur en flestir sigranna hafa komið gegn betri liðum deildarinnar á borð við San Atnonio og Cleveland. Stöðvaði Detroit Pistons Gunnar Sigurðsson, knattspyrnufrömuður á Akranesi og Viðar Halldórsson úr Hafnar- firði sögðu við Fréttablaðið í gær að þeir væru að íhuga alvarlega að bjóða sig fram til formanns Knatt- spyrnusambands Íslands á árs- þingi sambandsins í febrúar næst- komandi. Nú þegar hefur Geir Þorsteins- son, framkvæmdastjóri KSÍ, ákveðið að bjóða sig fram. Önnur framboð hafa ekki verið tilkynnt en Steinar Þór Guðgeirsson og Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, hafa útilokað framboð. Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir þar að auki við formann- sembættið má nefna Guðna Bergs- son, fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu, Jónas Kristinsson, formann KR Sports, og Bjarna Benediktsson alþingismann. „Ég hef verið hvattur til að gefa kost á mér,“ sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær en í síðasta mánuði sagði hann vel getað hugs- að sér að bjóða sig fram. Þá var ekki orðið ljóst hvort Eggert myndi hætta. „Ég er þó ekki búinn að taka endanlega ákvörðun en mun vænt- anlega gera það fljótlega,“ sagði Gunnar. Hann hefur lengi starfað í knattspyrnuhreyfingunni á Akra- nesi og hefur verið orðaður sem fulltrúi landsbyggðarinnar í kom- andi formannskjöri. Viðar Halldórsson er sömuleið- is vel þekktur innan knattspyrnu- hreyfingarinnar en hann er gall- harður FH-ingur og faðir þeirra Arnars Þórs, Davíðs Þórs og Bjarna Þórs Viðarssona sem allir eru þekktir knattspyrnumenn. Arnar og Bjarni eru atvinnumenn og Davíð spilar með FH. Jón Rúnar, bróðir Viðars, er formaður knattspyrnudeildar FH. Viðar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir KSÍ á undanförnum árum. „Ég er að íhuga alvarlega að bjóða mig fram,“ sagði Viðar en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Sem fyrr segir er Geir Þor- steinsson sá eini sem er búinn að tilkynna sitt framboð og er hann talinn hafa stuðning núverandi knattspyrnuforystu. Halldór B. Jónsson varaformaður segist styðja Geir. „Ég reikna fastlega með því að ég muni styðja Geir ef eftir því verður leitað,“ sagði Halldór við Fréttablaðið í gær. Fráfarandi for- maður, Eggert Magnússon, hefur ekki lýst opinberum stuðningi en víst má telja að hann styðji einnig Geir í sínu framboði. Geir hefur þegar sagt að hvern- ig sem niðurstöður formanns- kjörsins verði mun hann láta af störfum sem framkvæmdastjóri KSÍ. Það er því ljóst að tveir valda- mestu menn íslenskrar knatt- spyrnu undanfarin ár munu hverfa úr sínum embættum á næstu mán- uðum. Eggert Magnússon hefur eins og alkunna er fest kaup á enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United í félagi við Björgólf Guð- mundsson bankastjóra. Mun Egg- ert gerast stjórnarformaður West Ham þegar kaupin eru formlega gengin í gegn. Hann er þegar flutt- ur búferlum til Englands. Aðeins Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur tilkynnt framboð sitt til formanns sambandsins. Tveir til viðbótar, Gunnar Sigurðsson og Viðar Hall- dórsson, íhuga framboð. Halldór B. Jónsson varaformaður styður Geir. Eggert Magnússon, verðandi stjórnarformaður West Ham, sagði í enskum fjölmiðlum í gær að Argentínumennirnir Carlos Tevez og Javier Mascherano færu ekki frá félaginu í janúar þegar félaga- skiptaglugginn opnar á ný. Þeir hafa átt erfitt með að aðlagast enskri knattspyrnu síðan þeir komu til West Ham í haust. „Eftir að yfirtakan er gengin í gegn vilja þeir örugglega sýna okkur hvers kyns heimsklassa- leikmenn þeir eru,“ sagði Eggert og hældi Tevez fyrir frammistöðu sína gegn Everton um helgina. Mascherano og Tevez fara ekki Hvert ár stendur ítölsk útvarpsstöð fyrir kosningu á versta leikmanni ársins sem er að líða og veitir sigurvegaranum hina svokölluðu „gullnu rusla- fötu“. Í ár var brasilíski fram- herjinn hjá Inter, Adriano, þess vafasama heiðurs aðnjótandi. Af tíu þúsund atkvæðum fékk hann 32,5% „kosningu“. Hann hefur þótt skelfilegur í haust og ekki skorað síðan í mars síðastliðnum. Í fyrra hlaut Christian Vieri verðlaunin og hefur lítið spilað í ár. Hinir sem voru nefndir til sögunnar í ár eru Alberto Gilardino, Ricardo Oliveira, Jean- Alain Boumsong og Raul. Fékk gullnu ruslafötuna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.