Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 72

Fréttablaðið - 05.12.2006, Side 72
 Breskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um meint ósætti á milli Arsene Wenger, stjóra Ars- enal, og fyrirliða liðsins, Thierry Henry. Fyrirliðinn segist ekki hafa rifist við Wenger sem hefur gefið í skyn að ekki sé allt með felldu á milli þeirra tveggja. „Ég verð frá í mánuð, kannski einn og hálfan,“ sagði Henry við franska blaðið L´Equipe en hann á að hafa rokið heim af æfingu síð- asta föstudag þegar í ljós kom að hann myndi ekki spila gegn Tottenham. „Ég varð reiður því þar með get ég ekki hjálpað liðinu mínu á vell- inum. Það fer í taugarnar á mér en ég reifst ekki við Wenger.“ Henry missti líka af leiknum gegn Bolton fyrir rúmri viku og nú hefur komið í ljós að hann er líka meiddur á læri. Tímabilið í fyrra virðist hafa tekið sinn toll af Henry en hann fór í úrslit meist- aradeildarinnar með Arsenal og í úrslit HM með Frakklandi. „Eftir að hafa leikið 60 leiki sama árið þá kemur að því að lík- aminn segir stopp og þá verður maður að hlusta,“ sagði Henry og Wenger tekur undir að hann verði að fá sína hvíld. Sögusagnir um ósætti þeirra fengu byr undir báða vængi þegar Wenger sagðist ekki ætla að kaupa leikmenn í janúar degi eftir að Henry hafði sagt hið gagnstæða. „Við erum ekki með sömu breidd og hin liðin. Arsene mun reyna að ná góðum samningum í janúar,“ sagði Henry og þegar Wenger var spurður af hverju Henry hefði sagt þetta svaraði Wenger: „Ég veit það ekki. Þið verðið að spyrja hann.“ Henry segist ekki hafa rifist við Wenger Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér sýningarrétt á beinum útsendingum frá Evrópumótaröð karla í golfi. Birgir Leifur Haf- þórsson varð fyrsti íslenski kylf- ingurinn í karlaflokki sem tryggði sér þátttökurétt á mótaröðinni og mun hann keppa á tveimur mótum í Suður-Afríku nú síðar í mánuðin- um. Sýnt verður frá öllum keppnis- dögum í báðum mótum en Sýn mun svo vera með beinar útsend- ingar frá fleiri mótum á næsta ári. Fyrra mótið sem Birgir Leifur keppir í er Alfred Dunhill-mótið sem hefst núna á fimmtudaginn. Viku síðar hefst opna Airways- mótið. Eftir formannafund GSÍ í nóv- ember var ákveðið að sambandið myndi sækja um A-styrk til Afreksmannasjóðs ÍSÍ fyrir Birgi Leif en þátttöku hans á mótaröð- inni fylgir mikill kostnaður. Hann hefur í rúmt ár búið í Lúxemborg þar sem hann á auð- velt með að ferðast á milli móta. Birgir Leifur tryggði sér þátt- tökurétt á Evrópumótaröðinni með því að vera meðal þrjátíu efstu á lokaúrtökumótinu sem fór fram á Spáni í síðasta mánuði. Var það í tíunda skiptið sem hann reyndi að ná í „kortið“ svokallaða en tvívegis áður hefur hann verið aðeins einu höggi frá því. Birgir Leifur í beinni á Sýn Ísland endaði í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppni HM í handbolta kvenna en mótinu lauk á sunnudaginn. Markmið liðs- ins fyrir undankeppnina var að vinna alla leikina og komast upp úr riðlinum en Júlíus Jónasson þjálfari íslenska liðsins viður- kennir að það hafi verið háleitt markmið. „Við settum okkur markmið um að fara áfram úr riðlinum. Við vissum jafnframt að það væri háleitt markmið og það þyrfti allt að ganga upp. Leikurinn gegn Portúgal situr svolítið í manni, við spiluðum illa framan af í þeim leik og lentum í vandræðum. Við lékum svo nokkuð vel gegn Rúmenum en töpuðum því á nokkrum mínútum og á þeim mín- útum sá maður ef til vill muninn á styrk liðanna. Ég var samt mun sáttari við spilamennskuna í þeim leik en svo var ég ósáttur við fyrri hálfleikinn gegn Ítölum. Þannig að á heildina litið er ég ekkert alltof sáttur. Í fyrsta lagi vegna þess að við náðum ekki markmiðinu okkar, ég veit að það var háleitt en við náðum því ekki, og í öðru lagi þá hefði ég viljað fá aðeins meira út úr mótinu, ég hefði t.d. viljað sjá Portúgalsleikinn enda öðruvísi,“ sagði Júlíus en hann sagði að liðið væri komið lengra en í æfinga- ferðinni í Hollandi í síðasta mán- uði. Júlíus sagði jafnframt að mark- mið íslenska kvennalandsliðsins væri að komast á stórmót á næstu árum. „Það eru allir sammála um það að næsta markmið kvenna- landsliðsins sé að komast í stór- keppni á næstu tveimur til þrem- ur árum. Svo þarf líka að horfa á hvað þarf til svo að það markmið náist. Við höfum verið að velta þessu mikið fyrir okkur og ef við miðum okkur við t.d. Rúmeníu sem er eitt besta kvennalandsliðið í heimin- um þá eru þar fleiri alhliða leik- menn. Við Íslendingar erum svo- lítið fastir í því að ef leikmaður er t.d. vinstri skytta þá er leikmaður- inn bara vinstri skytta og fer ekk- ert mikið úr þeirri stöðu. Við sjáum það bara þegar alþjóðlegur bolti er skoðaður að leikmenn eru mikið að spila fleiri en eina stöðu og það er kannski of lítið um það hjá okkur.“ En hver er ástæðan fyrir þessari stöðu í íslenskum handbolta? „Ég held að hún liggi að hluta til í því að það eru fjórtán leik- menn í liði heima á Íslandi. Það má alveg taka það til skoðunar hvort það sé ekki of mikið og hvort ekki sé betra að hafa bara tólf leik- menn á skýrslu. Eins og staðan er dag þá getur þjálfari félagsliðs valið tvo leikmenn í hverja stöðu en þarna þyrfti þjálfarinn að velja t.d. leikmann sem getur leyst tvær, þrjár eða jafnvel fleiri stöð- ur. Þá þarf þjálfarinn að þjálfa leikmenn í því að verða alhliða leikmenn. Það er líka annað í þessu sam- bandi að á Íslandi eru að mínu mati félög sem eru með of marga góða leikmenn, bæði í kvenna- og karlahandboltanum. Það er frá- bært fyrir félagsþjálfara en það er slæmt fyrir landsliðsþjálfara og handboltann í heild sinni. Þarna safnast saman margir góðir leik- menn sem spila minna og vantar leikform og það er erfiðara að taka tvo leikmenn sem spila sömu stöðu úr sama félagsliðinu,“ sagði Júlíus og á hann þar við Stjörnuna og Val í kvennaboltanum og Val í karlaboltanum. Júlíus bætti við að markvarða- staðan í íslenskum kvennahand- bolta væri ekki nógu góð. „Í íslenskum kvennahandbolta eru of margir erlendir markverðir að spila í deildinni. Við erum með tvo frábæra markverði, þær Írisi og Berglindi, en ég fór að velta því fyrir mér um daginn hvað gerist ef önnur þeirra verður ófrísk. Þá erum við komin í skrítna stöðu. Það eru vissulega einhverjir mark- menn til en það er mjög lítið af þeim. Íslenskir markmenn fá of lítið að spila,“ sagði Júlíus að lokum. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lauk keppni í undankeppni HM á sunnudaginn og Fréttablaðið sett- ist niður með Júlíusi þjálfara liðsins og ræddi við hann um árangurinn og stöðu kvennahandboltans. Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Kristín Rós Hákonardóttir vann í gær sín önnur bronsverð- laun á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fer fram í Suður-Afríku. Hún varð í gær þriðja í 100 m bringusundi en vann bronsverðlaun í 100 m baksundi í fyrradag. Annað brons Iceland Express deild karla Snæfell vann í gær sigur á Grindvíkingum á útivelli, 75-68, og fóru þar með á topp Iceland Express deildar karla. Liðið hefur unnið átta leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir KR í fyrstu umferðinni. Hlynur Bæringsson skoraði flest stig Snæfellinga, fimmtán, tók tíu fráköst, gaf fimm stoð- sendingar og stal fjórum boltum. ÍR vann svo mikilvægan sigur á Haukum, 103-90. Snæfell eitt í efsta sæti Leikmenn Bengaltígranna frá Cincinnati hafa verið duglegir að komast í kast við lögin síðustu ár og enn einn leikmaður félagsins var handtekinn um helgina. Sá heitir Reggie McNeal og er nýliði hjá Bengals. Hann var handtekinn í Houston fyrir utan næturklúbb þar sem hann var með dólgslæti. Hann er sjöundi leikmaður félagsins sem er handtekinn á einu ári. Margir sitja í steininum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.