Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 8
Hvaða handknattleiksmað- ur er nýkjörinn íþróttamaður ársins? Fyrrverandi forstjóri hvaða fyrirtækis liggur undir grun um morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko? Hvað heitir félagið sem skilaði Alcan geisladiski með Björgvini Halldórssyni í gær? Hæstiréttur hefur stað- fest farbannsúrskurð Héraðs- dóms Suðurlands yfir tæplega þrítugum pólskum karlmanni sem var dæmdur í 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að þröngva þrettán ára stúlku til kynferðismaka við sig í lok jan- úar í fyrra og fyrir að halda að henni áfengi. Manninum er gert að sæta far- banni meðan áfrýjunarfrestur rennur út í máli hans, en þó ekki lengur en til 18. janúar. Nauðgunin átti sér stað á her- bergi á gistiheimili. Stúlkan var að horfa á sjónvarpið í einu her- berginu ásamt kærasta sínum, vini hans sem og nauðgaranum. Kærasti stúlkunnar og vinur hans fóru út úr herberginu og byrjaði maðurinn þá að halda að henni „landa“. Maðurinn reyndi að fá hana til að drekka meira og hafi hún verið orðin ringluð. Þá hóf maðurinn að klæða hana úr fötunum og hækkaði í sjónvarp- inu til að ekki heyrðist í henni. Stúlkan reyndi að komast undan en maðurinn hélt henni niðri; kyssti hana á munninn, brjóstið, kynfærin og setti fingur upp í leggöng hennar. Stúlkan náði að slíta sig lausa og hlaupa út úr herberginu. Manninum var gert að greiða stúlkunni 900 þúsund krónur í miskabætur, sem og allan sakar- kostnað í málinu: rúmar 800 þús- und krónur. Nauðgaði 13 ára stúlku Friðriksmót Landsbankans í dag kl. 13:00 Friðriksmót Landsbankans 2006, Íslandsmótið í hraðskák, verður haldið í Aðalbanka Landsbankans við Austurstræti í dag, laugardaginn 30. desember, og hefst kl. 13:00. Allir sterkustu skákmenn landsins keppa til sigurs á mótinu. Friðrik Ólafsson, stórmeistari, er sérstakur heiðursgestur mótsins. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir! Hver verður Íslandsmeistari í hraðskák? ÍS L E N S K A S IA .I S / L B I 35 52 6 12 /0 6 Ögmundur Jónasson þingmaður Reykvíkinga síðustu þrjú kjörtímabil verður í fram- boði fyrir flokk sinn, Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð, í Suðvesturkjördæmi í kosningun- um í vor. Kolbrún Halldórsdóttir þing- kona og Katrín Jakobsdóttir, vara- formaður flokksins, fara fyrir listunum í Reykjavíkurkjördæm- unum. Kjörstjórn VG á höfuðborgar- svæðinu leggur þetta til. „Mér líst mjög vel á þetta og hef fengið geysilega góð við- brögð,“ segir Ögmundur sem rómar félaga sína á listanum og telur framboðið sterkt. VG á ekki þingmann í Suðvest- urkjördæmi en Ögmundur er bjartsýnn á góðan árangur í kosn- ingunum í vor. „Ég tel að við eigum eftir að ná fleiri en einum þingmanni en það mun kosta baráttu.“ Tillögur kjörstjórnar ná til fimm efstu sætanna en eftir er að skipa í neðri sæti. Tillögurnar verða bornar upp til samþykktar á félagsfundum, sem að líkindum verða í síðari hluta janúar. Í takt við niðurstöður nýlegs prófkjörs verða Árni Þór Sigurðs- son, Álfheiður Ingadóttir og Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir í næstu sætum listanna og þar á eftir þau Paul Nikolov, Auður Lilja Erlings- dóttir og Gestur Svavarsson. Horfið var frá því að hrófla við niðurstöðum forvalsins en í regl- um þess kvað á um að gæta skyldi að jafnræði kynjanna á listunum. Samkvæmt þeim hefði Gestur Svavarsson átt að skipa annað sæti á lista í stað Álfheiðar Inga- dóttur. Ögmundur segir að með skipan sinni á lista í Suðvesturkjördæmi sé VG að staðfesta að flokkurinn sé stiginn inn í nýja framtíð þar sem litið er á höfuðborgarsvæðið allt heildstætt. „Við komum til með að reka sameiginlega kosn- ingabaráttu á höfuðborgarsvæð- inu og gerum ekki greinarmun á kjördæmunum.“ Líst vel á nýja kjördæmið Ögmundur Jónasson fer fyrir lista VG í Suðvestur- kjördæmi. Katrín Jakobsdóttir skipar fyrsta sætið í Reykjavík norður og Kolbrún Halldórsdóttir í suður. Tveir lögregluþjón- ar og einn útfararstjóri fórust þegar þeir urðu fyrir lest í vesturhluta Austurríkis í gær, en mennirnir höfðu verið að fjarlægja lík manns sem talið er að hafi framið sjálfsmorð á lestarteinunum. Slysið varð skömmu eftir klukkan 10 að staðartíma nærri bænum Lochau am Bodensee skammt frá þýsku landamærun- um, en lestin var á leið frá München til Zürich. Að sögn Manfreds Bliem, talsmanns lögreglu, er talið að mennirnir hafi látist samstundis. Nokkrir aðrir opinberir starfs- menn sem voru á staðnum fengu áfallahjálp eftir slysið. Þrír fórust eftir sjálfsmorð Rúmenskur karl- maður sem hlaut fangelsisdóm í byrjun desember fyrir að hafa sett upp leynilegan afritunarbún- að á þrjá hraðbanka á höfuðborg- arsvæðinu var handtekinn á Reykjavíkurflugvelli á miðviku- dag þegar hann reyndi að flýja land á fölsuðu vegabréfi. Maður- inn var í farbanni en áfrýjunar- frestur hans var ekki útrunninn og því gekk hann enn laus. Að sögn Ómars Smára Ármannsson- ar aðstoðaryfirlögregluþjóns var maðurinn handtekinn þar sem hann reyndi að komast í flug til Færeyja. Hann var með falsað vegabréf sem sýndi ítalskt þjóð- fang. Vegabréfið hafði áður verið notað af öðrum manni til að fá íslenska kennitölu. Ómar segir að rökstuddur grunur leiki á því hvar maðurinn hafi keypt vega- bréfið en að enginn hafi þó verið handtekinn vegna þess enn sem komið er. Rúmeninn ákvað í kjölfar handtökunnar að una dómi sínum og hefur þegar hafið afplánun. Hann var handtekinn ásamt félaga sínum 11. nóvember síð- astliðinn. Í dómi yfir mönnunum segir að brot þeirra hafi verið þaulskipulögð og hefðu getað leitt til verulegs fjártjóns ef háttsemi þeirra hefði ekki uppgötvast. Áform þeirra hafi verið þau að koma kortaupplýsingunum í hendur erlendra aðila sem ætluðu síðan að misnota þau til fjársvika með grófum og umfangsmiklum hætti. Krakkarnir í 7. GS í Glerárskóla á Akureyri ákváðu að gera góðverk fyrir jólin í ár og styrktu Ástu Lovísu Vil- hjálmsdóttur, einstæða þriggja barna móður sem berst við krabbamein, um 9.500 krónur sem lagðar voru inn á reikning hennar. Í stað þess að skiptast á jólapökkum samkvæmt venju á litlu jólunum lögðu þau andvirði pakkanna saman og var upphæð- in hækkuð úr 300 krónum í 500 krónur. Kennari krakkanna tók einnig þátt í góðverkinu. Gerðu góðverk fyrir jólin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.