Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 96
Ég er enn með samning við franska liðið Það er nóg að gera hjá knattspyrnumönnum á Englandi um hátíðarnar og í dag fer fram heil umferð í ensku úrvalsdeild- inni. Ljóst er fyrir þessa umferð að Manchester United verður í efsta sætinu þegar nýja árið geng- ur í garð því liðið hefur fjögurra stiga forskot á Chelsea sem er í öðru sæti. Ensku meistararnir í Chelsea taka á móti Heiðari Helgusyni og félögum hans í Fulham. Chelsea á í talsverðum erfiðleikum með vörn sína en í gær fór John Terry, fyrirliði liðsins, í aðgerð vegna bakmeiðsla og óvíst er hve lengi hann verður frá keppni. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, játaði það á dögunum að hann hafi velt því fyrir sér að setja sóknar- manninn Didier Drogba í vörnina en hollenski varnarmaðurinn Khalid Boulahrouz virðist ekki vera í náðinni hjá Mourinho þessa dagana. Manchester United fær Íslend- ingaliðið Reading í heimsókn í dag en Reading hefur ekki náð að sigra í fimm síðustu leikjum sínum í deild- inni. Fastlega má búast við því að Ívar Ingimarsson leiki í vörn Reading og þá er spurning hvort Brynjar Björn Gunnarsson haldi sæti sínu í liðinu en hann þótti leika vel gegn Chelsea á öðrum degi jóla. Liverpool á erfiðan leik fyrir höndum gegn Tottenham á útivelli en með sigri getur Tottenham náð Liverpool að stigum. Búist er við því að Dirk Kuyt og Craig Bellamy leiki í framlínu Liverpool en Peter Crouch, sem byrjaði inni á gegn Blackburn á dögunum, hefur ekki skorað mark frá því í október. Hjá Tottenham eru þeir Robbie Keane og Aaron Lennon meiddir en búist er við að Mido verði klár í slaginn í dag. Arsenal mætir Sheffield Unit- ed á útivelli. Töluverð meiðsli eru í herbúðum Arsenal en þeir Willi- am Gallas, Thierry Henry og Freddie Ljungberg eru allir frá vegna meiðsla. Þá er gert ráð fyrir að Phillipe Senderos taki stöðu Johans Djourou í vörninni og svo gæti einnig farið að Lauren verði í leikmannahóp Arsenal í fyrsta sinn á leiktíðinni. Hermann Hreiðarsson og félag- ar hans í Charlton taka á móti Aston Villa. Charlton er í næst- neðsta sæti deildarinnar en það hefur aðeins einu sinni í sögu efstu deildar á Englandi gerst að lið sem er í neðsta sæti um áramót hafi bjargað sér frá falli vorið eftir. Það gerðist þegar Bryan Robson bjargaði W.B.A. frá falli árið 2005. Íslendingaliðið West Ham fær Manchester City í heimsókn og með sigri getur West Ham komið sér úr fallsæti í fyrsta sinn í lang- an tíma. Chelsea í vandræðum með öftustu línuna Hinn átján ára gamli Rúrik Gíslason er ekki í sextán manna hópi Charlton sem mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeild- inni í dag. Alan Pardew, sem nýtekinn er við Charlton, hefur þó rætt við Rúrik sem er undir smásjá spænska stórliðsins Valencia og gæti farið þangað að láni í janúar. „Pardew talaði við mig og sagði mér að ég væri næsti framherji inn, ef einhver til dæmis meiðist. Hann sagði að það væri mikill bónus að hafa mig að það væri aldrei að vita hvað myndi gerast,“ sagði Rúrik, sem er ekkert að stressa sig á hlutunum. „Ég ætla að sanna mig fyrir Pardew og leyfa verkunum að tala. Ég einbeiti mér því að Charlton núna en hvað gerist í janúar kemur bara í ljós,“ sagði Rúrik sem útilokar enn ekki að fara til Valencia að láni í janúar. Bíður rólegur Iceland-Express deild kk: KR tyllti sér á topp Iceland-Express-deildar karla í gær eftir góðan sigur á Grinda- víkingum suður með sjó. KR vann leikinn með 89 stigum gegn 78. KR skoraði síðustu tíu stig fyrri hálfleiks en áður en þau komu var liðið í vondum málum, fimmtán stigum undir. Með frábærum þriðja leikhluta lögðu þeir svo grunninn að öruggum sigri þar sem Jeremiah Sola fór á kostum og bar af öðrum leik- mönnum á vellinum. KR-ingar tylltu sér á toppinn Borgnesingar voru á toppi deildarinnar fyrir leikinn en ÍR-ingar hafa verið í töluverðu basli. Þeir unnu sér því inn mikil- væg stig í baráttunni og ætti þessi sigur að veita þeim aukið sjálfs- traust. „Þetta var góður sigur og við spiluðum vel saman sem lið. Okkur gekk erfiðlega með varnarleikinn í fyrri hálfleiknum og þeir skor- uðu grimmt á okkur en þá gerðum við breytingar fyrir seinni hálf- leikinn og það virkaði mjög vel. Við náðum að halda þeim í 32 stig- um í seinni hálfleik eftir að við yfirdekkuðum og tvöfölduðum meira,“ sagði Jón Arnar Ingvars- son, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við höfum verið að spila ágæt- lega í sókn en það var varnarleik- urinn sem skilaði þessum sigri. Hann hefur verið vandamál hjá okkur en vonandi höfum við kom- ist yfir það. Ég ætla rétt að vona að þessi leikur gefi okkur meira sjálfstraust enda vorum við að leggja sterkt lið að velli. Við mætum þeim í bikarnum 9. janúar og tökum þá aftur þá.“ Jón Arnar tók við liðinu ekki alls fyrir löngu. „Mér líst bara vel á þetta lið, þetta eru efnilegir strákar og mjög áhugasamir. Ég held að það sé ekki spurning að það er hægt að gera betur en árangurinn hefur verið í fyrri hluta mótsins,“ sagði Jón. Leikurinn í gær var mjög hrað- ur og skemmtilegur en munurinn milli liðanna var aldrei mikill. Gestirnir voru skrefinu á undan stærsta hluta fyrri hálfleiks og í hálfleiknum höfðu þeir fjögurra stiga forskot. Breiðhyltingar spýttu í lófana í seinni hálfleik, stemningin var þeirra megin og eftir að þeir komust yfir 65-64 létu þeir forystuna ekki af hendi. Þeir höfðu þriggja stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn þar sem kraft- urinn var einfaldlega meiri hjá þeim og skilaði á endanum þrettán stiga sigri. Ómar Örn Sævarsson rak lok- anaglann með fallegri troðslu þegar leiktíminn var að renna út en Nate Brown var stigahæstur í annars jöfnu liði heimamanna sem unnu þennan sigur með liðsheild- ina að vopni. ÍR-ingar fengu mikilvæg stig í Iceland-Express deild karla í körfubolta í gær þegar þeir lögðu Skallagríms- menn 95-82 í Seljaskóla. Góður varnarleikur skilaði Breiðhyltingum sigri á Borgnesingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.