Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 54
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir segir mörg áramót vera sér minnisstæð. Hún er þó á því að áramótin 1994 til 1995 séu þau eftirminnilegustu. „Það voru síðustu áramótin sem amma var á lífi. Við hittumst alltaf á ætt- aróðalinu á Uppsölum í Eyjafjarð- arsveit. Við vörðum fleiri vikum í að safna í brennu sem átti að lýsa allt upp, svo kveiktum við í og hjúfruðum okkur upp að hvert öðru dúðuð í Kraft-gallana. Undir lokin var öllum orðið skítkalt en enginn tímdi að vera fyrstur heim. Yfirleitt tók amma af skarið og lagði af stað heim að bæ til að hita kakó fyrir stóðið sem fylgdi fast á hæla henni. Þessi tilteknu áramót voru sérstök því þetta voru síðustu áramótin mín á Uppsölum.“ Alfa segir það hafa verið venju að hafa brennu á túninu fyrir ofan bæinn. „Í hæfilegri og öruggri fjarlægð að sjálfsögðu. Það tók ekki nema kannski tíu til fimmt- án mínútur að labba á milli, en í kolniðamyrkri og hálku gat það tekið mun lengri tíma. Þessi ára- mót virtist bálið ekki ætla að lýsa neitt, né veita okkur nokkra hlýju, þrátt fyrir stórhættulegar tilraun- ir með alls konar eldfim efni. Við ákváðum því að fara í kapp niður í hús. Stóra systir mín hafði gott for- skot á okkur, enda elst. Hún hljóp niður ísilagt túnið á fleygiferð og hefði örugglega unnið okkur með þó nokkrum mun ef hún hefði ekki gleymt því örlitla smáatriði að hliðið var lokað. En ekki eins og venjulega, heldur einungis með einum litlum vír, strengdum þvert yfir. Hún hljóp á hann á blússandi ferð, fékk hann í magann, kúveltist hring og hálfhékk á vírnum með skelfingarsvip á andlitinu þegar við fikruðum okkur varlega framhjá. Þegar niður í hús var komið hopp- uðum við svo í okkur hita meðan við biðum eftir hinum eldri. Þetta var vissulega mjög eftirminnilegt atvik.“ Alfa segir áramót mikilvæg. „Til- hlökkun fyrir nýju ári, undirbúningur í huganum, ný loforð sem maður er svo viss um að maður standi við og gleðin og treginn yfir árinu sem er að líða.“ - aui/öhö Áramótin með fjölskyldunni Alfa Dröfn Jóhannsdóttir segir áramótin mikilvæg í lífi sínu. Hún segir uppáhaldstíma sinn þegar fjölskyldan kemur saman eftir að flugeldunum hefur verið skotið á loft. Hátíðarkaffi stundin - bragðið - stemningin Lokkandi ljúffengan hátíðarilm leggur frá þessari vönduðu blöndu sérvalinna úrvalskaffibauna. Hátíðarkaffið er í fullkomnu jafnvægi, hefur fágað hunangsmjúkt bragð, mikla fyllingu og eftirkeim af ávöxtum og berjum. Njótið vel ! VERSLANIR: Kringlunni · Smáralind · Laugavegi 27 · Suðurveri · Akureyri · Egilstöðum R OY A L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.