Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 71
byrjaði á því að brjóta á mér stóru tána. Það er auðvitað asnalegt að vera að leika í spennumynd og hlaupa á hurð og tábrjóta sig,“ segir Þröstur, hlær og heldur áfram að rekja raunir sínar og annarra. „Ég kvið- slitnaði svo við að hanga einhverja klukku- tíma á hvolfi. Elva Ósk velti snjósleða og Lilja Guðrún var heppin þegar hún rann á hálu virkjunargólfinu og skall með hnakk- ann í steypuna. Þetta fór sem betur fer allt vel en það er aldrei of varlega farið við kvikmyndatökur. Þetta hlýtur samt að vera búið hjá mér. Ég var keyrður niður á mót- orhjóli fyrir tveimur árum og hlýt að vera búinn með þennan óhappapakka, annars veit ég ekki hvar þetta endar.“ Björn Brynjúlfur Björnsson leikstýrir Kaldri slóð. Hún er fyrsta bíómyndin sem hann gerir í fullri lengd. Þröstur Leó kunni vel við að vinna undir stjórn þessa reynda auglýsingaleikstjóra en hann hafði kynnst Birni lítillega áður en hann réð sig í hlut- verk blaðamannsins Baldurs. „Ég lék aðeins í Njálu sem hann gerði fyrir sjón- varp en þekkti annars ósköp lítið til hans. Hann er þægilegur maður í samstarfi og býr yfir mikilli reynslu. Kunningi minn benti mér á það að Bjössi hafi sennilega gert flestar bíómyndir allra Íslendinga og studdi það með þeim rökum að auglýsing sé ekkert annað en lítil mynd. Ég get alveg fallist á þetta og Bjössi veit alveg hvað á að gera til þess að halda athygli áhorfenda.“ Björn lagði mikið upp úr æfingum fyrir tökur og leikararnir voru hafðir með í ráðum þegar handritið var sniðið að per- sónum þeirra. „Við æfðum í mánuð og það var frábært að geta fengið tækifæri til þess að vinna í handritinu en við krufum það í öreindir með Bjössa. Hann var opinn fyrir öllum tillögum og það var mjög ánægjulegt að fá að taka svona virkan þátt í ferlinu en fyrir vikið finnst manni maður eiga meira í þessu öllu saman.“ Þegar talið berst að söguþræði myndarinn- ar verður Þröstur var um sig og vill alls ekki segja of mikið. Ég leik blaðamanninn Bald- ur sem fæst við ýmis mál á Síðdegisblaðinu sem er ekki alveg merkilegasti pappír í heimi. Honum líður ekkert voðalega vel í vinnunni sem er ekki gefandi en hann lætur sig hafa það. Það dúkkar upp mál í tengslum við slys í virkjun úti á landi og í framhaldinu kemst hann að því að sá sem lést í slysinu er faðir hans. Hann þekkti föður sinn ekkert en ákveður að fara á staðinn til þess að fá einhverja nasasjón af því hver faðir hans hafði verið í lifanda lífi. Þegar hann er kom- inn norður fer ýmislegt að gerast í virkjun- inni og þá fer sagan almennilega í gang en ég má ekki segja meira.“ Persóna Baldurs var lögreglumaður á ákveðnu stigi handritsgerðarinnar en höf- undarnir breyttu honum í blaðamann þar sem þeim þótti það fara betur. Þröstur segir Baldur ekki geta talist dæmigerður blaða- maður eða einkaspæjari eins og þeir þekkj- ast í reyfurum. „Hann reykir ekki og drekk- ur ekkert í myndinni. Hann er ósköp venjulegur náungi. Kannski ekki alveg dæmigerður Íslendingur en alls ekki steríó- týpa.“ Þröstur segir þá Baldur eiga ýmis- legt sameiginlegt þó ætla megi að leikarinn sé öllu flóknari en persónan sem hann túlk- ar í Kaldri slóð en á meðan Baldur situr fast- ur í starfi sem gefur honum lítið er Þröstur ósmeykur við að breyta til og skipta um vettvang. „Leiklistin er mitt aðalstarf en ef ég finn fyrir leiða hætti ég og hef þá oft skellt mér á sjóinn. Ég ætlaði mér alltaf að verða sjó- maður,“ segir Þröstur sem ólst upp við fiskirí á Bíldudal. „Það er ágætt að hafa möguleika á því að snúa sér að einhverju allt öðru. Það er öllum hollt þótt það sé auð- vitað misjafnt hversu góða möguleika fólk hefur til þess að breyta til.“ Taugin milli leiklistargyðjunnar og Þrastar slitnar þó aldrei þó hann sigli á miðin og hann hefur verið iðinn við kolann á fjölunum og framan við tökuvélarnar frá því hann kom síðast í land árið 1999. „Það er auðvitað ágætt að einhverjir vilji fá mann aftur og það er orðið svolítið síðan ég fór síðast á sjóinn. Árið 1999 slasaðist ég um borð og sjómennskan fór öll í klessu og verður varla mikil úr því sem komið er.“ Þröstur Leó er fastráðinn við Þjóðleikhúsið og leikur þessa dagana í Bakkynjum Evríp- ídesar en verkið var frumsýnt annan dag jóla. Honum líður vel á sviði þótt honum bregði reglulega fyrir í kvikmyndum. „Þótt þetta tengist auðvitað, sviðsleikurinn og kvikmyndaleikurinn, þá finnst mér þetta eins og svart og hvítt. Vinnan er allt, allt öðruvísi og maður veit að tíminn í kvik- myndaleiknum fer meira og minna í bið. Það getur verið þreytandi en það venst. Mér finnst ágætt að blanda þessu saman og það mætti alveg vera meira um bíómyndir hérna. Það væri betra ef framboðið á kvik- myndahlutverkum væri reglulegra þar sem maður dettur dálítið úr þjálfun á milli mynda. Sjónvarpið gerir náttúrlega ekki neitt og mætti alveg fara að taka sig á í kvikmyndagerð en þar er lítið gert annað en áramótaskaup.“ Leiklistin er vertíðarvinna hjá Þresti og hann líkir henni við sjómennskuna. „Þetta er svipað því og að vera á sjónum. Ég er til dæmis að æfa tvö leikrit núna en svo koma róleg tímabil inn á milli. Ég stekk samt eiginlega á flest allt sem mér býðst ef ég get og hef tíma og það eru ein- hverjar myndir í farvatninu þannig að það virðist eitthvað vera að glæðast í þessum bransa.“ Ég var keyrð- ur niður á mótorhjóli fyrir tveim- ur árum og hlýt að vera búinn með þenn- an óhappa- pakka, ann- ars veit ég ekki hvar þetta endar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.