Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 36
Hvað gerist þegar góður tor- færubíll er hækkaður upp og settur á stærri dekk? Svarið er einfalt: Góður verður betri. Land Rover 3 var afar vel tekið er hann kom á markað árið 2004. Hann hlaut tugi verðlauna og við- urkenninga og var meðal annars valinn bíll ársins af hinu virta bíla- tímariti WhatCar? Discovery er vel heppnaður að nær öllu leyti. Útlitið er einstakt og ótrúlegt hvernig Land Rover komst upp með að nota allar þess- ar beinu línur og kubbaform og gera heildstætt, sérstakt og kröft- ugt útlit. Hæfilegur munaður ligg- ur í innréttingum og sætum og er bíllinn mjög rúmgóður, hvort sem horft er til framsæta eða aftur- sæta. Helsti kostur Discovery liggur hins vegar ekki í útliti eða þæg- indum, þótt nóg sé af þeim. Hann liggur í hversu aðgengilegur hann er hverjum sem upp í hann sest. Gildir þá einu hvort um sé að ræða reyndar háfjallageitur eða villu- ráfandi miðbæjarrottur. Bíllinn er furðu léttur í meðförum og þökk sé Terrain Response kerfinu getur hver sem er hætt sér í torfærur og treyst á bílinn. Terrain Response er í grunninn einföld stjórnun á flóknum drif- búnaði. Kerfið gefur manni kost á að hækka og lækka bílinn, skipta milli háa og lága drifs, og velja nokkrar mismunandi stillingar eftir aðstæðum. Þetta er gert með einum takka og það besta við kerf- ið er að öfugt við marga flókna hluti sem gerðir eru einfaldir, þá virkar það. Hægt er að fá Discovery með tveimur breytingarpökkum. Ann- ars vegar 32“ breytingapakka, en þá er undirvagninn hækkaður og 32“ dekk sett undir bílinn, og hins- vegar G4 breytingapakka. Í G4 er innifalin 32“ breyting, langbogar og þverbogar, dráttarbeisli, kastar- ar, og motta í skott. Pakkinn kostar 390.000 þúsund og er hann fáanleg- ur fyrir allar týpur Discovery. Það er kannski óþarfi að segja það að með breytingunum er bíll- inn orðinn enn hæfari í torfærurn- ar. Að sama skapi missir hann hluta af léttleikanum og verður erfiðari er nálgast löglegan hámarkshraða. Þetta er einfald- lega spurning um hvernig maður vill nota bílinn, hvort hann sé keyptur fyrir lúxusinn eða tor- færuhæfileikana. Þegar öllu er á botninn hvolft er Discovery á malbiki eins og klettaklifrari í skrifstofustarfi, hann dauðlangar að komast á fjöll því þar er hann á heimavelli. Góður verður betri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.