Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 28
Þann 12. júlí kynnti Nanjing-bíla- framleiðandinn áætlanir um að verða fyrstur kínverskra bíla- framleiðenda til að opna verk- smiðjur í Bandaríkjunum. Til- kynningin var gefin út í Oklahóma, þar sem verksmiðjan mun fram- leiða MG TF Coupe bifreiðar, sem voru upphaflega framleiddar í breskri verksmiðju sem varð gjaldþrota 2005 og var keypt af Nanjing í kjölfarið. Fyrirsjáanlegri samkeppni var ekki vel tekið í Detroit, samkvæmt fréttum New York Times, sökum þess að 2006 hafði reynst banda- rískum bílaframleiðendum þungt í skauti. Hátt eldsneytisverð kom sérstaklega illa niður á Ford og GM, þar sem þær verksmiðjur höfðu lagt megináherslu á fram- leiðslu eyðslufrekra aldrifsbíla, meðan erlendir framleiðendur á borð við Toyota buðu upp á meira úrval af litlum bílum og fjölnota bílum. Fyrstu lýðræðislegu forsetakosn- ingarnar voru haldnar í lýðveldinu Kongó þann 30. júlí með aðstoð og undir eftirliti Bandaríkjamanna. Alls buðu 33 sig fram til forseta- embættisins. Þrátt fyrir ásakanir um kosningasvindl sagði fréttarit- ari New York Times það afrek út af fyrir sig að halda kosningar í ríki á stærð við Vestur-Evrópu, þar sem vegakerfi væri varla til og stöðugar ýfingar meðal hinna 60 milljón íbúa landsins eftir ára- langt blóðugt borgarastríð sem varð til þess að herir nágranna- ríkja skárust í leikinn. Þann 27. nóvember úrskurð- aði Hæstiréttur Kongó að Joseph Kabila, forseti bráða- birgðastjórnar landsins hefði sigrað í kosningunum. Stuttu áður en 80 ára afmæl- isdagur Fidels Castro Kúbu- leiðtoga rann upp þann 31. júlí, tilkynntu þarlend stjórnvöld að hann hefði gengist undir aðgerð vegna óskilgreinds sjúkdóms og að Raul bróðir hans stýrði land- inu á meðan. Í fyrsta sinn frá kúbönsku byltingunni 1959, var Fidel Castro ekki við völd í landinu. Flestir fréttaskýrendur hallast að því að Raul Castro muni gegna for- setaembættinu til frambúðar. Margir kúbanskir flóttamenn höfðu vonast til að Kúbverjar myndu rísa upp gegn kommúnista- stjórninni í fjarveru Fidel Castro, og ryðja brautina fyrir lýðræðis- lega stjórnarhætti. Allt var hins vegar með kyrrum kjörum á Kúbu. Þann 8. ágúst opnaði Systec Akaz- awa heimsins fyrstu „heilsugæslu- stöð“ eða viðgerðarverkstæði fyrir vélmenni í mannsmynd í Osaka í Japan. Þó svo að viðgerðir á alls konar vélmennum sé löngu útbreidd starfsgrein hafði Yohei Akasawa forseti félagins veitt því athygli að erfitt var að fá gert við vélmenni í mannsmynd sem eink- um eru ætluð til skemmtunar. Meðferðin felst meðal annars í endurhæfingu vélmennanna þar sem þeim er kennt að hreyfa sig á ný með nýjum hætti. Vélmenni í mannsmynd eru mjög lík mannskepnunni að sögn Akazawa og þess vegna fannst honum viðeigandi að kalla verk- stæðið heilsugæslustöð. Og þrátt fyrir að ekki kæmu nema fjórir viðskiptavinir fyrstu sex vikurnar á Akazawa von á betri tíð. Hann sér fyrir sér að eftir því sem Jap- önum fækkar bindi margir vonir við að vélmennin bæti upp skort- inn á ungu fólki og ali þannig önn fyrir eldri borgurum. Þann 23. ágúst tilkynntu samtök múslima í Norður-Ameríku, sem eru stærstu regnhlífarsamtök múslimahópa í Norður-Ameríku, að Ingrid Mattson frá Kanada, sem snerist til íslamstrúar um tvítugt, hefði verið kjörin fyrsti kvenfor- seti samtakanna og um leið fyrsti forsetinn sem ekki væri innflytj- andi. Kosning Mattson kom ekki á óvart þar sem hún hefur verið varaforseti samtakanna í fimm ár og var ein í framboði. Margir mús- limar vona að úrslit kosningarinn- ar verði til þess að breyta stöðluð- um hugmyndum Bandaríkjamanna og Kanadamanna um múslima. Mattson sem er prófessor í íslömskum fræðum við Hartford Seminary í Connecticut, gerir ekki ráð fyrir að kjörið á henni boði miklar breytingar á siðum mús- lima. Þótt hún hafi til dæmis skip- að svo fyrir að konum verði auð- veldað að heyra og sjá imaminn almennilega í moskum samtak- anna, hefur hún ekki trú á að kona eigi að stjórna bænum karla. Þann 26. ágúst lýstu talsmenn stjórnvalda í Úganda og and- spyrnuhreyfingar drottins yfir vopnahléi sín á milli í fyrsta sinn, en borgarastríð hefur staðið í landinu í 19 ár. Andspyrnuhreyfingin trúaða undir forystu Josephs Kony, sem er aðallega skipuð mönnum úr Acholi-ættbálknum, hefur myrt hundruð þúsunda borgara og hrakið um tvær millj- ónir á flótta í baráttu sinni fyrir því að koma á ríki sem á að stjórna eftir boðorðunum tíu. Samkvæmt upplýsingum UNICEF rændi hreyfingin yfir 20 þúsund börnum til að fjölga í sveitum sínum, neyddi drengi til að vopnast og stúlkur til að þjóna sveitunum, meðal annars sem kynlífsþrælar. Bush Bandaríkjaforseti stað- festi í fyrsta sinn þann 6. sept- ember tilveru leynilegra fang- elsa CIA þar sem fangar eru yfirheyrðir með sérstökum aðferðum og sumir segja pynt- aðir. Almennt er álitið að þessi fangelsi séu staðsett í Mið-Evr- ópu, Asíu og í Mið-Austurlönd- um, þótt Bush hafi fullyrt að þau væru mannlaus um þessar mund- ir. Hann lýsti þessu yfir til að þrýsta á þingið um að samþykkja frumvarp til laga þess efnis að fangar þessara fangelsa skyldu meðhöndlaðir í samræmi við Gen- farsáttmálann, en dæmdir af her- dómstóli, sem tryggði þeim ekki sömu réttindi og bandarískir dóm- stólar myndu gera. Frumvarpið var samþykkt sem lög þann 17. október með minniháttar breyt- ingum. Breska verkalýðshreyfingin til- kynnti í október að hún ætlaði að stofna sérstaka deild fyrir verka- menn úr hópi innflytjenda, aðal- lega Pólverja, en samkvæmt The Guardian ku þetta vera fyrsta deild þessarar tegundar í Bret- landi síðan á árum síðari heims- styrjaldarinnar. Verkamenn frá Mið-Evrópu, sér í lagi frá Póllandi, hafa streymt í stríðum straumum til Bretlands eftir síðustu stækkun Evrópusam- bandsins. Eru þeir nú taldir vera um ein og hálf milljón í landinu. Þrátt fyrir áhyggjur manna af því að innflytjendurnir myndu sætta sig við lægri laun en Bretar, bend- ir flest til þess að þeir séu unn- vörpum að ganga í bresk verka- lýðsfélög sem krefjast sömu launa og réttinda fyrir þá og breska starfsbræður þeirra. Þann 9. október sprengdu Norður- Kóreumenn fyrstu kjarnasprengju sína og urðu þar með áttunda þjóð heims til að ganga í kjarnorku- klúbbinn. Sprengjan sem var innan við eitt kílótonn var plútóníum- sprengja en efnið var fengið í kjarnakljúf landsins. Jarðskjálftinn frá sprenging- unni mældist á jarðskjálftamæl- um allt frá Ástralíu til Wyoming, en tilkynningu stjórnvalda í Norð- ur-Kóreu um að tilraunin hefði tekist með ágætum var tekið með fyrirvara. Miðað við hversu lítil sprengingin var töldu margir sér- fræðingar að þetta hefði allt eins getað verið hefðbundin sprengja í stærra lagi. Rannsóknir í and- rúmsloftinu staðfestu hins vegar skömmu síðar að um kjarna- sprengju hefði verið að ræða. Tilraunin var fordæmd um allan heim og öryggisráð Samein- uðu þjóðanna samþykkti umsvifa- laust einróma refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu í formi viðskipta- hafta. Þann 12. október gerðu franskir læknar fyrstu skurðaðgerðina á mannveru í þyngdarleysi er þeir fjarlægðu góðkynja æxli úr hand- legg hins 46 ára gamla Philippes Sanchot. Þar með afsönnuðu þeir hrakspár gagnrýnenda sem full- yrtu að útilokað væri að gera slík- ar aðgerðir úti í geimnum. Aðgerðin var gerð um borð í sérútbúinni flugvél af gerðinni Airbus A-300 og flugu flugmenn hennar vélinni í kröppum dýfum til að skapa aðstæður þyngdar- leysis meðan fimm manna lækna- lið búið klifurbúnaði skar sjúkling- inn upp. Aðgerðin veitti gagnlegar upplýsingar um blóðflæði og þau áhöld sem notuð eru til aðgerða við aðstæður sem þessar. Þann 22. október, stuttu eftir að íslenska ríkisstjórnin tilkynnti að Íslendingar ætluðu að hefja hval- veiðar í atvinnuskyni á ný, skutl- uðu hvalveiðimenn fyrstu langreyðina. Ríkisstjórnir og umhverfissamtök víða um heim fordæmdu veiðarnar, en Ísland er fyrsta þjóðin sem gerðist aðili að alþjóðlegu banni á hvalveiðum í atvinnuskyni 1986 sem brýtur opinberlega gegn banninu. Íslenska sjávarútvegsráðuneyt- ið heimilaði veiðar á 39 hvölum, þar á meðal níu langreyðum, sem eru á lista Alþjóða dýraverndar- ráðsins um dýrategundir í útrým- ingarhættu. Samkvæmt New York Times hættu margir ferðamenn við að heimsækja Ísland í kjölfar þessara aðgerða. Þann 4. nóvember kom saman í fyrsta sinn um 40 manna hópur fólks sem var afsprengi tilrauna nasista í síðari heimsstyrjöldinni til að búa til kynstofn ofurmenna. Hópurinn hittist í Wernigerode í Þýskalandi og rætti opinskátt um reynslu sína. Áætlunin sem gekk undir heitinu Lebensborn gekk út á það að ófrískar konur með arískt útlit sem svarið höfðu nasisman- um hollustu sína gátu fætt börn sín á stofnunum sem komið var á fót víða um Þýskaland og hernáms- lönd Þjóðverja. Þrátt fyrir þessa tilraun til kyn- ræktunar hermdu fregnir að fólk- ið sem kom til fundarins hefði verið ósköp venjulegt fólk. Sumir sögðu frá því að þeir hefðu verið misnotaðir í æsku og orðið fyrir ýmis konar aðkasti fólks sem vissi um uppruna þeirra. Öðrum hafði ekki verið sagt frá uppruna sínum fyrr en á fullorðinsárum. Þann 5. desember tilkynnti Rein- hard Böhm loftslagsfræðingur á Veðurstofu Austurríkis að nýjar rannsóknir sýndu að hitastig í Ölp- unum hefði ekki mælst hærra í 1300 ár. Skíðamönnum kom þessi til- kynning ekki á óvart því búið var að fresta þremur mótum í heims- bikarkeppninni á skíðum vegna snjóleysis, enda stóðu blóm í full- um skrúða í skíðabrekkunum. Ýmsir hvöttu skíðamenn til að fara í gönguferðir í staðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.