Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 43
Á vefsíðu Flugeldamarkaðar björgunarsveitanna eru talin upp nokkur öryggisatriði í tengslum við meðhöndlun flugelda. Börnum yngri en 16 ára eru ekki seldir flugeldar. Fullorðnir skulu ávallt aðstoða börn með þessa vöru. Athugið að standa ekki nærri er flugeldar eru sprengdir. Hávaði frá þeim getur skaðað heyrnina. Alls ekki má handleika flug- elda eftir að kveikt hefur verið í þeim þar sem þeir geta sprungið fyrirvaralaust. Hella skal vatni yfir þá. Nauðsynlegt er að hafa trausta undirstöðu undir rakettur áður en þeim er skotið upp. Nauðsynlegt er að hafa stöð- uga undirstöðu undir standblys og skotkökur, og athuga þarf að þau þurfa mikið rými. Flugeldar og smádót eru ekki leikföng og ekki skal nota það í hrekki. Oft verða slæm slys af þessum völdum. Börn skulu ávallt vera undir eftirliti fullorðinna í návist flug- elda. Allir eiga að hafa öryggis- gleraugu, einnig þeir sem horfa á. Víkja skal vel frá eftir að búið er að kveikja í flugeldinum. Mikilvægt er að hafa nægt rými þegar valinn er skotstaður. Hæfilegt er að hafa að minnsta kosti 20 metra fjarlægð frá húsum. Aldrei má kveikja í flugeldum meðan haldið er á þeim. Aðeins má halda á sérmerktum hand- blysum. Flest alvarlegustu slysin verða vegna fikts. Mjög hættulegt er að taka flugelda í sundur og búa til heimagerðar sprengjur. Höfum dýrin í huga þegar sprengdir eru flugeldar. Halda skal þeim innandyra þar sem þau heyra sem minnst í sprengingun- um. Hundar, kettir og hestar eru sérstaklega viðkvæmir. Öryggi um áramótin Skotar eiga sér ýmsa áramótasiði. Áramótin í Skotlandi kallast Hogmanay og eiga rætur sínar að rekja til fornra sólstöðuhátíða. Uppruni orðsins er óljós en talið er að hann tengist keltneskum orðum yfir miðnætti og gjöf. Margir siðir tengjast þessari hátíð. Sá sem fyrstur stígur yfir þrösk- uldinn á heimili einhvers ann- ars á að gefa heimilisfólki táknrænar gjafir eins og salt, kol, viskí og svartbollu sem er einhvers konar ávaxtabúðing- ur, en allt á þetta að færa hús- ráðendum mismunandi tegundir gæfu. Gestirnir fá í staðinn mat og drykk. Fyrsta skrefið yfir þröskuld- inn er talið marka lánsemi heimilismanna á nýja árinu svo það er mikilvægt að rétti einstaklingurinn taki hlutverkið að sér. Hávaxinn, myndarlegur og dökk- hærður maður með gjöf er æski- legasti fyrsti gesturinn. Ef mað- urinn er ljóshærður eða rauðhærður gæti hann verið af norrænum uppruna en það þótti ekki happasælt þegar víkingar herjuðu á skoskar strendur. Annar Hogmanay-siður er eldknattleikur sem á sér stað í Norðaustur-Skotlandi. Heimamenn búa þá til kúlur úr hænsnaneti, tjöru, pappír og öðrum eld- fimum efnum og verða kúlurnar allt að því einn metri að ummáli. Kúlan er fest á tveggja metra langa keðju, kveikt í og svo ganga menn eftir aðalgötunni og sveifla logandi knettinum í kringum sig. Ef enn logar í knettinum þegar skrúðgöngunni lýkur er honum varpað í höfnina. Þetta sjónarspil á sér stað eftir að rökkva tekur á nýársdag. Ef minnst er á skoska áramótasiði má ekki gleyma ljóðinu Auld Lang Syne eftir skoska skáldið Robert Burns sem er sung- ið um áramótin um gervallan hinn ensku- mælandi heim. Bein þýðing á titlinum er „Gamalt löngu síðan“ en íbúar Nýja heims- ins hafa margir misskilið hann og halda að Auld Lang Syne sé stórfljót í Skotlandi. Lagið er þekkt á Íslandi sem „Hin gömlu kynni gleymast ei“. Hin gömlu kynni gleymast ei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.