Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 74
Stríðsátök hafa sett sterkan svip á fréttir ársins sem er að líða, eins og reyndar flest önnur ár. Stríðið í Írak hefur verið í frétt- um meira og minna allt árið, en þar hafa sjíar og súnníar barist bæði innbyrðis og gegn banda- ríska herliðinu. Átökin hafa stöðugt harðnað og glundroðinn versnað eftir því sem lengra hefur liðið á árið. Jafnframt hefur staða Bush Bandaríkjafor- seta heima fyrir versnað eftir því sem ráðleysi hans gagnvart ástandinu í Írak hefur orðið aug- ljósara, þannig að í þingkosning- unum í nóvember náðu repúblik- anar meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Tony Blair, forsætisráðherra Breta, á sömuleiðis undir vök að verjast heima fyrir og hefur boðað afsögn sína næsta haust. Óvinsældir hans eru raktar að verulegu leyti til þátttöku Breta í stríðinu í Írak og fylgispektar Blairs við Bandaríkjastjórn, en Blair hefur nú sagst ætla að reyna hvað hann getur til þess að koma friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna í gang á ný áður en hann hættir. Á árinu hafa hins vegar miklar pólitískar breytingar orðið bæði í Ísrael og meðal Palestínumanna. Í ársbyrjun veiktist Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og við tók Ehud Olmert, sem framan af boðaði einhliða brotthvarf Ísra- elshers frá herteknu svæðunum en sendi herinn í heiftúðugt stríð til Líbanons í júlí, og síðan í sumar hefur herinn einnig átt í stöðug- um erjum við Palestínumenn á Gaza-svæðinu. Í janúar voru einnig haldnar kosningar til þings Palestínu- manna þar sem hin herskáu Hamas-samtök unnu afgerandi meirihluta en Fatah-samtökin, sem voru stjórnmálasamtök Yassers Arafats, misstu völdin að verulegu leyti þótt áfram hafi þau forsetaembættið og lögregl- una á sínu valdi. Þá hefur spenna milli mús- lima og Vesturlanda brotist út með ýmsum hætti á árinu, meðal annars í harðvítugum deilum um birtingu skopmynda af Múham- eð spámanni í dönsku dagblaði. Fréttaljósmyndarar eiga stóran þátt í að móta mynd okkar af því sem er að gerast í heiminum hverju sinni. Hér getur að líta ljósmyndir af nokkrum þeirra viðburða sem áberandi hafa verið í erlendum fréttum á árinu sem er að líða. Erlendar fréttamyndir ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.