Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 90
Það er ótrúlegt hvað það er alltaf gaman að fá einhverja flík sem er einstök. Með orðinu einstakt er ég að meina að eiga eitthvað sem enginn annar á. Það er til dæmis mjög góð tilfinning að finna flík í „second hand“-búð þar sem ekkert er eins og maður veit að fallegi kjóllinn eða skórnir eru þeir einu á landinu. Ég fékk gullfallegan kjól um daginn og hluti af gleðinni við að fá þennan tiltekna kjól var það að hann var „one of a kind“ eða sá eini sem er til í heiminum. Þá fór ég að spá í hvort það að vera einstakur eða öðruvísi en allir hinir væri tískubóla eða hefur þetta alltaf tíðkast meðal manna? Ísland er lítið land og því líkurnar á því að hitta einhvern sem er í sama bol eða buxum og þú eru miklar. Í gamla daga klæddust konur upphlut og peysufötum, allir eru þeir nú eins sniðnir fyrir utan mismunandi skraut og efni. Konur í þá daga voru ekki að reyna að vera einstakar enda auðvitað vöruúrvalið af skornum skammti. Ég held samt að það mundi auðvelda nútímakonunni lífið til muna ef bara væru tveir eða þrír búningar í fataskápnum. Einn fyrir hvert tilefni. Þegar ég var í gaggó var í tísku að vera alveg eins og allir hinir. Maður var sko aldeilis litinn hornauga ef maður átti ekki tark-buxur, dúnkápu úr Morgan eða gömlu góðu buffalóskóna (sem margir bíða spenntir eftir að sjá koma aftur í tísku). Það var ákveðið element í mér og vinkonum mínum á yngri árum að þykjast vera tvíburar, hafa fyrir því að mæta í skólann í alveg eins fötum frá toppi til táar. Við þurftum líka alltaf að eiga alveg eins föt foreldrum okkar til mikils ama en þetta var eitthvað tímabil. Ég skil ekki alveg ennþá hvaða veiki þetta var. Með árunum hefur þetta sem betur fer vaxið af manni og flestir hafa fundið sinn eigin stíl. Eftir að gelgjan og menntaskólarembingur- inn rennur sitt skeið þá fer maður að vita hvað fer manni og hvað ekki. Í hverju manni líður vel og hverju manni finnst alls ekki við hæfi að klæðast. Eitt er þó víst, að það vilja allir vera einstakir og því er sérstakt að klæðast einhverju sem, eins og maður sjálfur, er einstakt. Einstakt að vera einstakur Það er alltaf ákveðinn hausverkur að finna hið fullkomna áramóta- dress enda er kvöldið alltaf haldið hátíðlegt með partíum og öllu til- heyrandi. Það er eins og hugarfar- ið breytist aðeins fyrir þetta ákveðna kvöld og allar hömlur renna á braut með freyðandi kampavíni og fagnaðarlátum yfir nýju ári. Hinn svarti klassíski kjóll sem hentaði vel í jólaboðun- um fær að víkja fyrir einhverju glitrandi svo hægt sé að vera í stíl við flugeldana sem fylla himinn- inn þetta tímamótakvöld. Það er auðvelt að ramba inn í eiginlega hvaða búð sem er til að finna áramótavæna flík enda hafa glimmer og glitsteinar einkennt vetrartískuna. Gull og silfur eru alltaf vinsælir litir um áramótin ásamt pallíettum og glimmer- skrauti. Nú er úrvalið svo mikið í búðunum að hægt er að finna fylgihluti og skó í stíl við kjólinn eða til að fríska upp á svarta kjól- inn. Ekki brjóta heilann of mikið varðandi fötin og mitt ráð handa öllum er að flippa út þetta síðasta kvöld ársins 2006. Glitrandi áramót Eyðir allt of litlu í föt á mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.