Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 1
56% 37% 42% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006. Laugardagur LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið B la ð ið B la ð ið 30 20 10 50 40 0 60 Smáauglýsingasími550 5000 Jóel Kristinn Pálsson var vanur að lenda í slysi um áramót og því fastagestur uppi á slysavarðstofu á gamlárskvöld. Þegar Jóel er spurður hvað sé það fyrsta sem honum dettur í hug í sambandi við áramótin er það slysavarðstofan. „Það varð einhvern veginn fastur liður hjá mér um áramót að fara upp á slysavarðstofu,“ segir Jóel. „Eitt árið datt ég og annað fékk ég eitthvað í augað og það þriðja fékk ég gat á hausinn.“ Eitthvað hefur Jóel róast með árunum og hefur slysun- um fækkað í takt við það. Vaknar þá sú spurning hvort þessi fækkun sé samfara minnkandi áhuga á flugeldum og tengdu fikti. „Ég var alltaf mikið fyrir flugelda þegar ég var yngri en það voru ekki þeir sem ollu slysunum,“ segir Jóel sem kann enga skýringu á fyrri áramótaklaufaskap. Jóel á tvo drengi með konu sinni Bergþóru Guðnadóttur og með þeim hefur minnkandi áhugi á flugeldunum vaknað aftur. „Sá eldri er orðinn átta ára og hann heimtar stærsta flugeldapakkann í ár,“ segir Jóel. „Ég fann alveg fyrir því í fyrra að sprengiáhuginn kviknaði aftur gegnum son minn. Þetta er svolítið eins og með jólin. Maður upplifir þau aftur upp á nýtt gegnum börnin sín.“Jóel ætlar sér að eyða áramótunum á Ægisíðunni en það hefur hann gert allt frá barnæsku. „Við röltum út að brennu og þar hittir maður mikið af fólki sem maður þekkir,“ segir Jóel. „Svona eru þessir vesturbæingar. Þeir snúa alltaf aftur.“ Er óheppinn á áramótum í aldanna skaut [ SÉRBLAÐ UM ÁRAMÓTIN – LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 ] HATTUR Á HVERN HAUSEngin eru áramót án fallegs höfuðskrauts SJÁ BLS. 6 ÁRAMÓTIN MEÐFJÖLSKYLDUNNIAlfa Dröfn Jóhannsdóttir SJÁ BLS. 10 EFNISYFIRLIT ÁRAMÓTAÚTSÝNISSTAÐIRBesta sætið í ReykjavíkBLS. 2 DÝRIN UM ÁRAMÓTINHræddir ferfætlingar BLS. 4 MEÐHÖNDLUN FLUGELDAÖryggið ofar öllu BLS. 4 KJÓLL OG HVÍTT Áramótaklæðnaður BLS. 6 Engin áramót án skemmtilegs höfuðfats Þrisvar sinnum fleiri sitja nú í fang- elsum hér á landi vegna fíkniefnabrota en fyrir tólf árum. Árið 1994 afplánuðu 34 dóma vegna slíkra brota, eða 10,7 prósent heildar- hlutfalls allra fanga það árið. Í bráðabirgða- tölum frá Fangelsismálastofnun fyrir árið 2006 kemur fram að fjöldi þeirra sem sitja inni fyrir slík brot í dag sé 110 manns, eða 33,6 prósent heildarhlutfalls fanga. Dómar í fíkniefnamálum þyngdust mjög frá því að fíkniefnalöggjöfin var sett og fram til 2002 en frá 2003 hafa þeir heldur mildast. Refsiramminn vegna fíkniefnabrota hefur verið hækkaður úr tíu árum í tólf. Lagt hefur verið hald á meira magn fíkni- efna á árinu sem er að líða en nokkru sinni fyrr. Tæplega þrettán kíló af kókaíni hafa verið gerð upptæk og rúmlega 46 kíló af amfetamíni. Þá hefur hlutfall kókaínneytenda sem leita sér hjálpar á Vogi tuttugufaldast á örfáum árum og amfetamínfíklar í meðferð þar aldrei verið fleiri. Að sögn Valtýs Sigurðssonar, forstjóra Fangelsimálastofnunar, er þessi þróun svipuð og sú sem er að eiga sér stað á hinum Norður- löndunum og víða annars staðar. „En það er ekki nóg að dæma menn í fangelsi. Ekki nóg að taka þá bara úr umferð. Þess vegna höfum við lagt áherslu á það að reyna að sinna með- ferðum sem fyrst þegar menn koma í afplán- un.“ Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- fræði, efast um að áherslur í baráttunni gegn fíkniefnum séu réttar. „Það fylgir því auðvit- að mikill kostnaður fyrir samfélagið að vera með þunga fangelsisdóma yfir borgurum sínum í ríkum mæli. Það er að sjálfsögðu alveg spurning hvort ekki sé hægt að verja því fé öðruvísi til að takast á við fíkniefna- vandann í samfélaginu, því það blasir við að fíkniefnin eru ennþá á markaðnum.“ Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að hert löggæsla og aukið eftirlit hafi leitt til þess að fleiri náist en ella og að hertar refsingar leiði síðan til þess að fleiri séu dæmdir til lengri setu í fangelsi. „Mestu skiptir að búa þannig um hnúta að ná til fólks á undan þeim sem leitast við að gera það að fíklum. Í því efni duga forvirkar aðgerðir best hvort sem er á vegum lögreglu eða ann- arra aðila. Markmið refsivörslu á að vera betrun og að henni verður best staðið innan fangelsa af þaulreyndu fólki og menntuðu.“ Þrefalt fleiri sitja í fangelsi vegna fíkniefnabrota Fjöldi þeirra sem sitja í fangelsi hér á landi vegna fíkniefnabrota hefur þrefaldast á síðustu 12 árum. Það er svipuð þróun og á Norðurlöndunum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir forvirkar aðgerðir vegnast best. Mikil fjölgun hefur orðið á erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands í kringum jól og áramót. Á nýársnótt munu 3.300 ferðamenn dvelja hér. Að sögn Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur þeim fjölgað jafnt og þétt sem kjósa að dvelja á Íslandi yfir jól, áramót eða á milli hátíða. Ber þar markaðsstarf ferðaþjónustunnar ávöxt. Um 1.200 ferðamenn voru hér um jólin og fjölgaði þeim um 50 prósent á milli ára. Fjölgun þeirra sem verða hér yfir áramót nemur um tíu prósentum frá í fyrra. „Hvergi í heiminum er að finna viðlíka flugeldasýningu og hér og það hefur spurst út meðal,“ segir Erna. Dvalið er í velflestum her- bergjum helstu hótela og gisti- heimila höfuðborgarinnar um ára- mót. Dagskrá flestra gestanna er með svipuðu móti. Snæddur verð- ur hátíðarkvöldverður og ekið með hópbílum á milli brenna. Þeir útlendingar sem hér dvelja um áramótin koma víða. Erna segir að samkvæmt hefð verði hér fjöldi Breta, Bandaríkjamanna, Þjóðverja og Skandinava en athygli veki að Rússar og Japanar séu einnig fjölmennir. Margir Rússar og Japanar Opið 10–18 í dag Fæddi dóttur á fimmtudag Dönsk og sænsk yfirvöld hafa nú miklar áhyggjur af Eyrarsundsbrúnni því sprung- ur hafa myndast í steinsteypunni og steypuklumpar eru farnir að hrynja í sjóinn. Hafa áhafnir skipa og báta verið varaðar við að sigla undir skemmd svæði brúarinnar, því óttast er að steinsteypubútar geti fallið á skip og valdið slysum eða miklu tjóni. Við athugun nýverið kom í ljós að sprungurnar myndast í steypuna þegar lestir fara yfir brúna. Viðgerð mun hefjast 8. janúar og talið er að hún muni taka minnst hálft ár, segir í frétt sænska blaðsins Dagens Nyheter. Brúin, sem opnuð var árið 2000, er tæplega sextán kílómetra löng og tengir Danmörku við Svíþjóð. Hrynur úr Eyrarsundsbrú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.