Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 30.12.2006, Blaðsíða 99
 Þrír hörkuleikir fóru fram í NBA-deildinni í fyrrinótt og unn- ust þeir allir á heimavelli. Dallas Mavericks vann nauman sigur á Phoenix Suns, 101-99, San Antonio Spurs tók Utah Jazz í bakaríið, 106-83, og Denver Nuggets átti ekki í vandræðum með Seattle Supersonics, 112-98. Dirk Nowitzki skoraði sigur- körfuna fyrir Dallas gegn Phoenix þegar rétt rúm ein sekúnda var eftir af leiknum og tryggði þar með sigur Dallasliðsins, 101-99. Nowitzki skoraði samtals 27 stig í leiknum og hirti 10 fráköst en Jason Terry var maður leiksins með 35 stig fyrir Dallas, sem þar með vann sinn áttunda leik í röð. „Terry var leiðtogi okkar. Nowitzki og ég áttum í smá vand- ræðum, en þegar mest lá við þá fann Terry okkur báða og við kláruðum sóknirnar fyrir hann,“ sagði Josh Howard, framherji Dallas, eftir leikinn en Howard skoraði 16 stig og hirti 12 fráköst í leiknum. Stórleikur fór fram í San Ant- onio þar sem heimamenn í Spurs tóku á móti Utah Jazz og fóru með sigur af hólmi, 106-83. San Anton- io Spurs hafa nú unnið fimmtán leiki í röði gegn Utah Jazz á heima- velli sínum. Tony Parker var stigahæstur í liði Spurs með 22 stig og Tim Duncan skoraði 20 stig. Hjá Utah voru þeir Deron Williams og Gor- don Giricek stigahæstir með ein- ungis 11 stig. „Spurs-liðið tók okkur í kennslu- stund í kvöld. Þeir komu í veg fyrir allt sem við ætluðum að gera. Við fórum að taka erfið skot og náðum ekki að klára sóknirnar,“ sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah Jazz. Allen Iverson kann greinilega vel við sig hjá sínu nýja félagi, Denver Nuggets. Iverson átti stór- leik þegar Denver vann Seattle á heimavelli, 112-98, og skoraði 44 stig og átti 10 stoðsendingar. Leikurinn var sigurleikur númer 800 hjá George Karl, þjálf- ara Denver. „Þetta er eitthvað sem maður kann að meta. Það er heið- ur að hjálpa honum að ná þessum sigri,“ sagði Iverson eftir leikinn í fyrrinótt. Áttundi sigur Dallas í röð Lið Memphis Grizzlies hefur ekki farið vel af stað í NBA- deildinni í vetur og á fimmtudag- inn ákvað stjórn félagsins að reka þjálfara liðsins, Mike Fratello. „Okkur fannst vera kominn tími á breytingar, byggt á árangri okkar í vetur og framtíðarmark- miðum,“ sagði Jerry West, forseti Memphis Grizzlies sem hefur aðeins unnið sex af þrjátíu fyrstu leikjum tímabilsins. Memphis rak Mike Fratello Spænska blaðið Marca sagði frá því í gær að ítölsku risarnir í AC Milan hefðu mikinn áhuga á að fá varnarmanninn Sergio Ramos til liðs við sig frá Real Madrid. Samkvæmt fréttinni funduðu forráðamenn AC Milan með René Ramos, bróður og umboðsmanni Sergios Ramos, nýlega. AC Milan er tilbúið að bjóða Sergio Ramos fimm ára samning en René Ramos segir bróður sinn ekki hafa áhuga á að fara til ítalska liðsins og að hann sé ánægður í herbúðum Real Madrid. AC Milan vill fá Sergio Ramos Svissneska tennisdrottn- ingin Martina Hingis og Tékkinn Radek Stepanek opinberuðu nýverið trúlofun sína. Hingis var um tíma efst á styrkleikalista alþjóða tennissambandsins og hóf keppni að nýju á síðasta tímabili eftir þriggja ára hlé. Stepanek er sem stendur í 19. sæti á styrk- leikalistanum. Stepanek og Hingis trúlofuð Ítalskt dagblað hafði samband við sjö þjálfara í efstu deildinni þar í landi og fékk þá til að taka þátt í stuttri könnun nú þegar vetrarfrí er í gangi. Roberto Mancini, þjálfari Ítalíumeistara Inter sem eru í efsta sætinu núna, var meðal þeirra sem tók þátt í könnuninni. Athyglisvert er að hann er sá eini sem nefnir ekki Roma þegar spurt er út í það lið sem hafi spilað skemmtilegasta fótboltann. Í stað þess að nefna það lið sem er í mestu baráttunni við Inter um titilinn velur hann fyrrver- andi lærisveina sína hjá Lazio. Nokkrir þjálfaranna neituðu að svara hvaða lið hefði valdið mestum vonbrigðum, þar á meðal var Carlo Ancelotti sem þjálfar AC Milan. Allir sem svöruðu þeirri spurningu völdu einmitt Milan en þar á meðal var Mancini. Þegar kom að því að velja besta leikmann tímabilsins til þessa voru svörin mismunandi en sóknarmennirnir Amauri, Adrian Mutu og Cristian Riganò voru allir nefndir. Mancini valdi Tommaso Rocchi. Roma spilar besta boltann Shaquille O´Neill skaut föst- um skotum á fyrrverandi þjálf- ara sinn, Phil Jackson, eftir 101- 85 sigurleik Miami Heat á Los Angeles Lakers á jóladag. Jack- son gagnrýndi O´Neill, þegar hann lék með Lakers, fyrir að vera of þungur sem og fyrir slaka nýtingu á vítalínunni. Jackson sagði svo nýverið að Shaq væri eini leikmaðurinn sem hefði ekki nennt að leggja neitt á sig undir sinni stjórn. „Það gekk erfiðlega að fá hann til að leggja eitthvað á sig. Aðrir leikmenn – Michael [Jordan], Scottie [Pippen], Dennis Rodman, Horace Grant – og allir hinir lögðu mjög hart að sér á æfingum og í leikjum,“ er haft eftir Jackson í L.A. Times. O´Neill er greinilega ekki sátt- ur við þessi ummæli. „Hvernig er hægt að taka orð Benedicts Arnold trúanleg?“ spurði O´Neill aðspurður um orð Jackson eftir leikinn gegn Lakers á jóladag. Frasi þessi, um Benedict Arnold, er þekktur til að lýsa svikurum í Bandaríkjunum. O´Neill spilaði ekki með í leiknum sem var sá 21. í röð sem hann missir af vegna hnémeiðsla. Hann var í borgaralegum fötum þegar hann lét orð sín falla á leið sinni úr búningsherberginu og mátti því ekki koma í formlegt viðtal. Hann skýrði orð sín ekki frekar. Gömlu risarnir í orðasennu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 7 8 3 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.