Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 8

Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 8
F í t o n / S Í A F I 0 2 0 1 2 9 Forelduð Partírif frá SS. McCain Superfries, franskar kartöflur. Blástursofn forhitaður í 180–200° C. Franskar settar í efri skúffu, rifin í neðri skúffu. Hitað í 20 mín. eða þar um bil. Eldsnögg lausn á góðum kvöldmat. Tónninn í samskiptum Bandaríkjastjórnar við ráðamenn í Íran hefur harðnað til muna að undanförnu og óttast sérfræðing- ar að lítið megi út af bera til að til stríðsátaka komi. Nicholas Burns, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkjanna – sá sem hringdi í Geir H. Haarde þann 15. mars í fyrra til að tilkynna um brottför varnarliðsins frá Kefla- víkurflugvelli, sagði í gær að bandarískir hermenn hefðu hand- tekið í Norður-Írak nokkra Írana sem grunaðir væru um að hafa útvegað uppreisnarmönnum úr röðum sjía-múslima í Írak háþró- uð vopn og sprengiefni. Íranar halda því fram að mennirnir séu diplómatar. George W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði fyrr í vikunni að herlið Bandaríkjamanna í Írak myndi grípa til aðgerða gegn Írönum sem staðnir væru að verki í Írak. „Auki Íran við hernaðarleg afskipti sín í Írak, hermönnum okkar eða sak- lausum Írökum til skaða, munum við svara fyrir okkur af festu,“ sagði Bush. Hann lagði þó áherslu á að engin áform væru uppi um að ráðast inn í Íran. Írak er orðið vettvangur fyrir átök Írana og Bandaríkjamanna. Íranar ögra tilkalli Bandaríkja- manna til hernaðarlegra yfirráða á Persaflóasvæðinu. Spennan sem þetta skapar veldur Íraksstjórn áhyggjum, en sjíinn Nouri al-Mal- iki forsætisráðherra treystir jafn- framt á góð tengsl við ráðamenn í Teheran. Hinn 20. janúar var fjórum bandarískum hermönnum rænt og þeir drepnir í Karbala, helgri borg sjía í Mið-Írak, og fimmti hermað- urinn féll í skotbardaganum. Ónafngreindur bandarískur her- málafulltrúi greindi frá því að meðal þess sem verið væri að kanna væri hvort íranskir útsendarar hefðu annað hvort framkvæmt árásina eða staðið á bak við hana. Væru þær grun- semdir byggðar á óvenjulegum aðferðum sem beitt var, þar með talið vopnum og einkennisbúning- um sem kunna að hafa verið banda- rísk. Getum hefur verið leitt að því að árásin í Karbala væri hefnd- araðgerð vegna handtökunnar á Írönunum fimm nokkrum dögum fyrr. Bandaríkjaher í Írak er sagður ætla að efla til muna gæslu við landamærin að Íran, í því skyni að hindra vopnasmygl, og efld við- vera bandarískra herskipa á Persa- flóa er einnig ótvíræð viðvörun til ráðamanna í Teheran. Vaxandi hætta talin á átökum við Írana Ásakanir bandarískra ráðamanna um að Íranar kyndi undir uppreisn í Írak og átök við bandaríska hermenn þar í landi, efld viðvera bandarískra herskipa á Persaflóa og fleira veldur spennu sem talin er auka hættu á að til átaka komi. Skólayfirvöld Iðn- skólans í Reykjavík og Fjöltækni- skóla Íslands kynntu hugmynd að sameiningu skólanna tveggja á um tvö hundruð manna fundi í Iðnskólanum í gær. Hugmyndin að sameiningunni er komin frá Baldri Gíslasyni, skólameistara Iðnskólans, og Jóni B. Stefáns- syni, skólameistara Fjöltækni- skólans. Ef af sameiningunni verður er ein tillagan að nafni nýja skólans, 2tTækniskólinn, segir Baldur, og bætir því við að önnur breyting á rekstrarfyrirkomulaginu sé sú að skólinn verði einkarekinn en fái áfram fjárstuðning frá ríkinu, svipað og Verslunarskóli Íslands. Baldur segir að næsta skrefið í sameiningarferlinu verði að menntamálaráðuneytið muni taka afstöðu til hugmyndarinnar. „Hversu hratt þetta ferli mun ganga fyrir sig ræðst af því hversu vel gengur að gera sam- komulag við ráðuneytið um sam- eininguna,“ segir Baldur og bætir því við að ráðuneytið hafi tekið vel í hugmyndina. „Allar viðræð- ur við ráðuneytið eru vel á veg komnar en það á eftir að loka samningunum.“ Hann segir að kennslan innan skólanna verði að mestu óbreytt til að byrja með af sameiningunni verður og að nýi skólinn verði áfram til húsa í skólabyggingun- um tveimur, Iðnskóla Reykjavík- ur á Skólavörðuholti og húsi Fjöl- tækniskólans, gamla Stýrimannaskólanum. Skólarnir tveir sameinist Óbyggðanefnd hefur hafnað frávísunarkröfu Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlög- manns, sem hann setti fram fyrir hönd nokkurra skjólstæðinga sinna, á þjóðlendukröfum ríkisins á aust- anverðu Norðurlandi. Í svari óbyggðanefndar kemur fram að Ragnar nefni ekki tiltekn- ar jarðir þegar hann krefst frávís- unar þjóðlendukrafna ríkisins. Þess vegna svarar nefndin bréfi Ragn- ars eins og hann eigi við allar þjóð- lendukröfur ríkisins á austanverðu Norðurlandi. Í bréfinu kemur fram að rök- stuðningur Ragnars fyrir frávísun- arkröfunni, að ríkið hefði ekki fært fram nægjanleg gögn fyrir þjóð- lendukröfum sínum á svæðinu þegar það setti þær fram, sam- ræmdist ekki þjóðlendulögunum, því rannsóknin á kröfunum hefði ekki hafist. Ef nefndin myndi vísa kröfunni frá væri hún að leggja efnislegt mat á hana án þess að það lægju fyrir nægilegar upplýsingar um réttmæti hennar. Eins kemur fram í bréfinu, og er vísað í dóm því til stuðnings, að ekkert í þjóð- lendulögunum bendi til þess að óbyggðanefnd geti ekki gert kröfur í landssvæði sem jarðeigendur hafi þinglýstar eignarheimildir fyrir. Tveimur varakröfum Ragnars var einnig hafnað. Ragnar sagði í gær að hann væri ekki búinn að taka ákvörðun um hvernig hann myndi bregðast við höfnunni, hvort hann færi með málið fyrir dómstóla eða ekki. Hann ætlar að bera höfnunina undir skjólstæðinga sína. Nefndin hafnaði kröfunni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.