Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 33

Fréttablaðið - 02.02.2007, Side 33
Kaffi Hljómalind býður bestu kökur bæjarins og dásamlegt kaffi á aðeins sex hundruð krónur í tilefni af löngum laugardegi á Laugavegi. Í tilefni af löngum laugardegi ætlar Kaffi Hljómalind að bjóða upp á heitan drykk og köku að eigin vali á aðeins sex hundruð krónur. Kökurnar á Kaffi Hljómalind eru með þeim bestu í bænum en meðal þeirra má nefna; eplaböku, möndluköku, súkkulaðiköku, döðluköku með karamellu og ban- anaköku sem inniheldur engar mjólkurvörur. Þau sem hafa einu sinni smakkað heimagerða Hljómalindarköku eiga erfitt með að fara annað, því þær hreinlega bráðna í munninum og því um að gera að nýta sér þetta góða tilboð. Á Kaffi Hljómalind er allt hrá- efni sem notað er í mat, kökur og drykki lífrænt ræktað og þar er reynt að skipta sem mest með „fair trade“ viðskiptaháttum, „svo ekki sé níðst á verkamönnum í þróunarlöndunum“, segir Einar Rafn Þórhallsson, starfsmaður á kaffihúsinu, og bætir því við að allt kaffi staðarins komi frá Súm- ötru en með því að kaupa kaffi þaðan vilja eigendurnir styrkja Súmötru eftir flóðbylgjuna sem skall þar á fyrir þremur árum. „Við erum einnig með úrval af gómsætum mat og drykkjum; súpu, lasagna, hummus, brauð, safa, kökur og kaffi ásamt heima- gerðu engiferöli.“ Til að standa undir nafni stend- ur Hljómalind reglulega fyrir tón- leikum, tvisvar til þrisvar í hverri viku. „Hér er opið fram eftir kvöldi en við framreiðum samt ekki áfengi. Þetta gerir okkur kleift að halda tónleika sem allir geta komið á því það er ekkert ald- urstakmark þar sem ekkert áfengi er veitt. Allur ágóði af kaffihúsinu fer svo í góðgerðarmál, eða í að lækka vöruverðið, því Kaffi Hljómalind er ekki rekið í gróðra- skyni. Reyndar er þetta líka sam- vinnurekið í þeim skilningi að allir sem hér vinna eiga kaffihúsið. Núna eru sjö eigendur að kaffi- húsinu,“ segir Einar. Þessa dagana eru liðsmenn Hljómalindar að leita sér að nýju húsnæði þar sem eigandi þess ætlar sér að rífa það og reyna að byggja verslunarmiðstöð. Einar er ekki mjög hress með þetta, enda erfitt að finna hentugt hús- næði í miðbænum. Spurður að því hvort Kaffi Hljómalind sé hippakaffihús svar- ar hann svo hlæjandi: „Þetta er allavega ekki það sem maður kall- ar „posh“.“ Heitir drykkir og dásamlegar kökur Sumarlína Orginal 2007 er komin í Verksmiðjuna að Skólavörðustíg 10 í Reykjavík. Það er hönnuðurinn Heiða Eiríksdóttir sem stendur á bak við Orginal, sem nú er í verslun- um bæði hjá frændum vorum í Danmörku og Finnlandi. Heiða lærði fatahönnun í Danmörku og lýsir fatnaðinum sem kvenleg- um, þó fönkí með dúkkulegu yfirbragði. Kvenlegt með dúkku- legu yfirbragði Laugavegi 51 • s: 552 2201 3000 2000 1500 1000500 Fallegar íslenskar peysur Handprjónasambandið Skólavörðustíg 19 • Iðu, Lækjargötu 2A. s. 552 1890 • www.handknit.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.