Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 86

Fréttablaðið - 02.02.2007, Page 86
Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp til laga um að afhenda Landsvirkjun til eignar land og vatnsréttindi á svæði Búrfellsvirkj- unar. Þetta land sem um ræðir er um 25 ferkílómetrar og auðlindir sem á því eru falla innan marka þjóðlendna sem nú hefur verið úrskurðað um. Með því að gera land innan þjóðlendna að séreignarlandi er verið að varpa sprengju inn í sjóðheita þjóðlendu- umræðu. Þau áform ganga í berhögg við röksemdirnar og hugmyndafræðina að baki þjóðlendulögunum. Hugtakinu þjóðlenda er ætlað að afmarka land og auðlindir sem verði ævarandi sameign þjóðarinnar og megi því ekki afhenda öðrum til eignar. Landsvirkjun getur á hinn bóginn hæg- lega haldið nauðsynlegum réttindum til mannvirkjagerðar og vatnstöku fyrir Búr- fellsvirkjun án þess að eignast landið Einkavæðing Landsvirkjunar er hafin. Orkuver og virkjanaréttur geta gengið kaupum og sölum. Markaðsvæðing raforku- kerfisins er á fullu. Það reyna lands- menn nú þegar í hækkuðu verði víða um land. Almennir raforkunotendur og fyrirtækin í landinu greiða niður raforku til stóriðjunnar. Það virðist þó ekki duga því nú á að afhenda Landsvirkjun eignarrétt á landi og auðlindum innan þjóðlendna til að bæta eiginfjárstöðu hennar. Vissulega er fjárhagur Lands- virkjunar bágborinn vegna stór- iðjunnar. En þar sem ríkið á enn Landsvirkjun er það bara millifærsluatriði. Auðvitað sjá allir hvað vakir fyrir ríkis- stjórnarflokkunum; að gera Landsvirkjun seljanlegri með ævarandi eignarréttindum á auðlindum landsins. Forystumenn í Fram- sóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafa lýst því yfir að ráði þeir ferð sé ekki spurningin um hvort heldur hvenær Landsvirkjun verður seld. Er það þetta sem þjóðin vill? Ég held ekki. Að mínu mati hafa hvorki rík- isstjórn né Alþingi heimild til að afhenda til eignar land og réttindi innan þjóðlendna nema þjóðlendulögunum verði fyrst breytt. Ein rök ríkisstjórnarinnar fyrir afhend- ingu á landinu er að ekki megi skerða láns- hæfi Landsvirkjunar og þess vegna verði að tryggja fyrirtækinu eignarréttinn. Hvað mega aðrir segja sem nú berjast fyrir rétti sínum? Gilda ekki sömu rök varðandi aðra landeigendur? Hvar er nú jafnræðisreglan? Hvert verð- ur fordæmisgildið ef ríkið selur úr þjóð- lendum? Landið sem nú á að afhenda Landsvirkj- un hefur verið úrskurðað þjóðlenda. Skiptir gagnvart lögunum nokkru máli hver á í hlut, hvort sama land hafi einhvern tíma verið gefið eða selt? Ég er hlynntur því að dregin séu skýr mörk eignarlanda og þjóðlendna. Ég tel einnig að auðlindir eins og vatn, hvort sem það er heitt eða kalt, eigi að vera í sameign þjóðarinnar. Landeiganda sé heimilt að nýta þessar auðlindir með skilgreindum hætti en ekki verði um séreignarhald að ræða. Þau áform ríkisstjórnarinnar að brjóta gegn öllum rökum og hugmyndafræði að baki þjóðlendulaganna er hreint glæfraspil. Þessi einkavæðing á landi innan þjóð- lendna er annaðhvort meðvituð aðgerð til að hleypa þjóðlendumálinu endanlega í upp- nám eða ríkisstjórnin er rekin áfram af erlendum álfyrirtækjum sem halda stjórn- völdum í heljargreipum og krefjast varan- legs eignarhalds á auðlindum landsins. Engan þarf að undra þótt bændur og margir aðrir landeigendur – sem upp til hópa eru náttúruverndarsinnar – treysti ekki ríkisstjórn í helgreipum erlendra álbræðslna fyrir dýrustu náttúrperlum landsins. Ekki vekur furðu þótt einstaka ráðherrar Framsóknarflokksins sem gagn- rýna digurbarkalega utan þingsala sína eigin framkvæmd á þjóðlendulögunum skuli styðja þetta mál. Þeir hafa dregið einkavæðingarvagninn í raforkukerfinu og álbræðslurnar krefjast eignarhalds á auð- lindunum. Hins vegar er mikið í húfi fyrir framtíð- arhagsmuni þjóðarinnar að áform ríkis- stjórnarinnar um framsal eignarhalds á auðlindum og landi úr þjóðlendum til Lands- virkjunar verði stöðvuð. Höfundur er alþingismaður. Ríkisstjórnin vill gefa Landsvirkjun þjóðlendur! Ísumar gaf OECD út skýrslu um háskólastigið á Íslandi, þar var m. a. fjallað um fjármögnun háskól- anna. Þegar stjórnmálamenn tala um fjármál háskólanna þá vitna þeir iðu- lega í skýrsluna eina og sér til að rökstyðja mál sitt í stað þess að segja „mér finnst...“ eða „ég vil...“. Ef stjórnmálamenn álíta að þeir þurfi ekki að taka fram hvað þeim finnst þá hljóta rök skýrsl- unar að vera það góð að þau nægja ein og sér. Í skýrsl- unni er mælt með skólagjöldum jafnvel þó höfundar taki fram að þeir vilji ekki taka afstöðu til fjármögnun- ar háskólastigsins. Þrátt fyrir þessa mótsögn þá er ljóst að sérfræðingar OECD eru hlynntir skólagjöldum í opinberum háskólum og eru rökin eftirfarandi: 1. Rök OECD: Skólagjöld þurrka út skakka sam- keppnisstöðu. Hægt er að þurrka út skakka samkeppnisstöðu með því að auka fjárframlög til opinberra háskóla umfram þá einkareknu eða draga skólagjöld frá ríkisframlag- inu til einkareknu skólanna, slíkt tíðkast víða. 2. Rök OECD: Háskólanemendur eru sá hópur sem mun njóta mestu forréttinda í samfélaginu. Vilja stjórnmálamenn einungis einblína á þá sem mestra forréttinda njóta þegar rætt er um háskóla- menntun? Ef forréttindi eru tekjur að loknu námi þá eru auðvitað ekki allir tekjuháir að háskólanámi loknu. Þannig að þessi staðhæfing er í meira lagi varhuga- verð einföldun fyrir stóran hóp samfélags- ins. 3. Rök OECD: Samfélagið hagnast á auk- inni menntun vinnuafls, sá ávinningur vegur hins vegar minna en yfirburðirnir sem ein- staklingar öðlast. Hvaða viðmið eiga stjórnmálamenn að hafa þegar þeir taka ákvörðun um skólagjöld, er það samfélagslegur ávinningur eða ábati einstaklingsins? Skólagjöd auka misskiptingu í skólakerfinu og því munu hinir efnaminni síður fá tækifæri til að efla yfirburði sína. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra fagnaði því eitt sinn á Alþingi að Háskól- inn á Akureyri skyldi innrita nemendur sem ekki höfðu stúdentspróf og þar með gera samfélagið ríkara og auðugara með hærra menntastigi. Ófullnægjandi röksemdafærsla OECD Hvorki eru rök sérfræðinga OECD fyrir skólagjöld- um fleiri né ýtarlegri en þeim er lýst hér á undan. Það er alltof algengt að stjórnmálamenn noti skýrsluna eina og sér til að rökstyðja þörf á skólagjöldum. Nýlegt dæmi er: „Ég tel að erfitt verði að horfa framhjá þeim sjónarmiðum [um skólagjöld] sem þarna [í skýrslu OECD um háskólastigið] koma fram.“ (Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir á málþingi um úttekt OECD á íslenska háskólastiginu 8. september 2006.) Menntamálaráð- herra hefur margsinnis lýst því yfir að hún sé hlynnt skólagjöldum og í því ljósi þykir okkur röksemda- færsla sem þessi alls kostar ófullnægjandi. Höfundar eru nemar við HÍ og eiga sæti á listum Röskvu til háskólafundar og stúdentaráðs. Órökrétt skólagjöld Ég tel einnig að auðlindir eins og vatn, hvort sem það er heitt eða kalt, eigi að vera í sameign þjóðarinnar. Fagmennsku í skólum Enn má finna fólk sem skilur ekki hvernig nokkur nennir að agnú- ast út í Vinaleiðina í ljósi þess að henni er aðeins ætlað að hjálpa nemend- um og enginn er neydd- ur til að nýta sér þjón- ustu prests eða djákna í skólum. Þeir eru þó sífellt fleiri sem skilja að trúarleg starfsemi á ekkert erindi inn í grunnskóla, sér í lagi í ljósi þess að grunn- skólalög leggja blátt bann við mismunun nemenda vegna trú- arbragða. En kristileg sálgæsla snýst umfram allt um trú, sam- kvæmt skilgreiningu biskups. Þegar ég benti skólastjóra Hofsstaðaskóla á þá meinbugi sem eru á starfi prests í skólan- um fullvissaði hann mig um að presturinn færi ekki inn í tíma til barnanna. Það taldi ég eðlilegt í ljósi þess að engin leið er að vita um trúfélagaskráningu for- eldra barna í hverjum bekk (sú skráning ætti vitaskuld ekki að skipta neinu máli). Nýjar tölur þjóðskrár herma að einn af hverjum fimm sé ekki í þjóð- kirkjunni og einn af hverjum tíu ekki í kristnum söfnuði. Það eru 3-5 í hverjum bekk! Í þættinum Ísland í bítið 9. janúar fullyrti Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur Garðasóknar, líka að fulltrúar Vinaleiðar færu ekki inn í bekki. Því miður er sannleikurinn í málinu allt annar. Til eru lýsingar Þórdísar Ásgeirsdóttur, djákna í Mosfellsbæ, á því þegar hún fer inn í bekki til að kynna starfsemi sína og líka til að sækja nemendur í viðtöl. Þá rétta gjarnan fleiri upp hönd til merkis um að þeir vilji ræða við hana, jafnvel þótt það sé til þess eins að losna úr tíma! Og í Garðabæ er presturinn ötull við að koma sér í mjúkinn hjá börn- unum í frímínútum og á matar- tíma en hann fer líka í tíma. Hann raðar nemendum í hring og biður þá svo að sýna sér ör á líkama sínum og segir að þessi ör beri þeir alla tíð. Svo fer hann að tala um sálina og að við getum borið ör á henni líka. Spjallinu lýkur svo með því að prestur segir að hann geti fjarlægt þessi ör af sál- inni ef börnin komi að máli við hann! Lýsingu á þessu má lesa á vef Siðmenntar (www.sidmennt.is) og jafnframt er greint frá óánægju móður með þessa nálgun prests- ins, og skal engan undra. Það er ekki lítið sem presturinn virðist lofa börnunum. Í hvaða aðstöðu eru foreldrar komnir ef grunlaus börn þeirra vilja nýta sér þetta kostaboð prestsins? Margir foreldrar telja prestinn alls ekki hæfan til að sinna svona þjónustu. Í kynningu á Vinaleiðinni er tekið fram að við- töl við nemendur séu stuðnings- viðtöl en ekki meðferðarviðtöl. Sannleikurinn virðist annar því enginn veit hvernig presturinn ætlar að gæta þess að fara ekki út í meðferð og það má vera öfl- ugur stuðningur sem fjarlægir ör af sálinni. Þarna er presturinn kominn út í allt aðra sálma en hann er fróður um og ættu skóla- sálfræðingar, námsráðgjafar og aðrir fagmenn í skólum að spyrna hér við fótum. Einhverjir foreldrar eru líka annarrar trúar en presturinn eða engrar og geta ekki hugsað sér að boðberi boðandi kirkju krukki í börnum þeirra. Af hverju ekki? Vegna þess að yfirlýst markmið og stefna kirkjunnar með Vina- leiðinni er að gera alla að læri- sveinum Krists, enda eru prestar og djáknar í skólum „erindrekar Krists“ og eiga að „miðla“ krist- inni trú með störfum sínum. Allt þetta má lesa í ályktun Kirkju- þings, æðsta valds þjóðkirkjunn- ar, frá því í haust. Sumir eiga bágt með að trúa að starfsemi Vinaleiðarinnar sé trúboð, þrátt fyrir ofangreindar upplýsingar, enda hafa biskup Íslands og fulltrúi Biskupsstofu þrætt fyrir það í blöðum. Í kjölfar gagnrýni á Vinaleiðina voru samdar siðareglur þessa fyrir- bæris og eitt ákvæðið í þeim hljóðaði svo: „Vinaleiðin er ekki trúarleg boðun.“ Ég benti á að það væri kirkjunnar mönnum til háðungar að neita því að boðun væri hluti af starfi og köllun presta og djákna. Ágætir kirkj- unnar menn hafa enda tekið undir þá gagnrýni mína. Nú bregður svo við að ofangreint ákvæði er horfið úr siðareglunum á vef kirkjunnar. Það hvarf í skjóli nætur enda neyðarlegt fyrir kirkjuna að viðurkenna trúboð í skólum. En þessi breyting er auð- vitað slík viðurkenning. Það vill svo grátlega til að kærleiksþjón- ustan átti að auka trúverðugleika kirkjunnar en trúverðugleiki fæst ekki með lögbrotum, undan- brögðum, blekkingum og ósann- indum þeim sem einkennt hafa framgöngu kirkjunnar manna í Vinaleiðarmálinu. Nú ætti öllum að vera ljóst að Vinaleiðin er vel meint en illa ígrundað klúður og kristilegt fúsk. Börnin okkar og íslenskt menntakerfi á betra skilið. Höfundur er sálfræðingur. Trúverðugleiki fæst ekki með lögbrotum, undanbrögðum, blekkingum og ósannind- um þeim sem einkennt hafa framgöngu kirkjunnar manna í Vinaleiðarmálinu. Rafræn bókaútgáfa Félag íslenskra bókaútgefenda býður til morgunverðar- fundar þar sem litið verður yfir stöðu rafrænnar bókaútgáfu á Íslandi og rædd helstu úrlausnar- efni og tækifæri á þeim vettvangi. Morgunverðarfundur á Grand Hótel 9. febrúar kl. 8.30 Dagskrá: Rafræn útgáfa – hvernig fer hún fram? Tryggvi Jakobsson útgáfustjóri Námsgagnastofnunar gerir grein fyrir reynslu fyrirtækisins af rafrænni útgáfu. Innskönnun og varðveisla Ingibjörg Sverrisdóttir, sviðsstjóri varðveislusviðs Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, fjallar um áform safnsins um stafræna endurgerð íslensks prentefnis og varðveislu rafrænna texta. Að verja og selja rafbækur Hildur Anna Hjartardóttir framkvæmdastjóri og Rúnar Oddur Rafnsson stjórnarformaður Urðar ehf. fjalla um möguleika á verndun fyrir ólöglegri afritun og dreifingarmöguleika rafrænna bóka. Nýting rafræns efnis Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, fjallar um hvernig nýta má rafræna texta til rannsókna og kennslu. Umræður Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel föstudaginn 9. febrúar nk. og hefst kl. 8.30. Fundarstjóri er Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda Allir velkomnir Vinsamlegast staðfestið þátttöku fyrir 7. febrúar í tölvupósti á tölvupóstfangið baekur@simnet.is eða í síma 5118020
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.