Fréttablaðið - 03.02.2007, Side 32

Fréttablaðið - 03.02.2007, Side 32
Hvað færðu þegar þú blandar saman framenda og framfjöðr- un úr Skoda Fabia, afturfjöðr- un úr gömlum Skoda Octavia, stýrisbúnaði úr nýjum Oct- avia, sendibíl og hálf klaufa- legu nafni? Svarið er Skoda Roomster. Skoda Roomster er forvitnileg blanda af því sem gamalt og þaul- reynt er, og nýrri hugsun. Bíllinn fylgir í fótspor Citroën Berlingo, Renault Kangoo og Fiat Doblo sem allir líta út eins og sendibílar sem búið er að setja í slípirokk og bæta gluggum og sætum aftur í. Roomster ber það utan á sér og mun seint teljast fallegur. Hann hefur hins vegar það sem marga aðra bíla skortir. Karakter sem sker hann frá öllum öðrum í blautu skammdeginu. Hjólin á Roomster eru mjög framarlega og aftarlega á bílnum og gefur það meira pláss innan í bílnum og minnkar sendibílaútlit- ið. Afturgluggarnir ná bæði ofar og neðar en framglugginn og brýt- ur það útlitið upp enn frekar. Hurðaopnarar afturhurða eru á hurðarkarminum í stað hinnar klassísku staðsetningar á miðri hurðinni. Þetta er skemmtilegt í útliti en að sama skapi ekki jafn praktískt og hin hefðbundna stað- setning. Roomster er mjög rúmgóður og höfuðpláss er með því mesta sem gerist. Annað væri hálf slappt miðað við nafngiftina. Fjórir fullvaxta, og þá meina ég fullvaxta en ekki 18 ára ungl- ingsstúlkur, komast auðveldlega fyrir í bílnum en illa færi um þann fimmta í miðjunni. Nóg er af fótaplássi aftur í jafnvel fyrir menn eins og Sigfús Sigurðsson. Mælaborðið er einkar aðlað- andi og er ljóst að Tékkar kunna sitthvað fyrir sér í hönnun. Inn- viðir bílsins virka vandaðir og traustir þrátt fyrir að þeir hlutir í bílnum sem eru úr plasti (sem er nær allur hluti mælaborðsins) sé ekki úr dýrasta hráefni sem völ er á. Bíllinn sem var prufukeyrður var með 1,4 lítra dísilvél. Að segja að bíllinn sé hljóðlátur væri lygi, og að segja hann háværan væri of vægt til orða tekið. Ekki er hægt að eiga sam- tal á meðan bíllinn er á ferð nema slökkva á útvarpinu og brýna raustina. Vélin skilaði ágætis afli þótt hún væri ekki sú snarpasta, eins og gengur og gerist með dís- ilvélar. Hvað varðar aksturseigin- leika kemur bíllinn skemmtilega á óvart. Hann er lipur og lætur vel að stjórn og hentar vel innan borgarmarkanna. Helsti kostur Roomster verð- ur að teljast öryggisbúnaður hans en bíllinn hlaut 5 stjörnur, fullt hús, í EuroNCAP árekstrar- prófinu. Bíllinn er búinn meðal annars loftpúðagardínu auk hlið- arpúða og hefðbundinna púða. Skoda Roomster er í raun fyrsti bíllinn sem er hannaður út frá nýrri hugmynd eftir að Volks- wagen kom fyrirtækinu aftur á kortið. Eins og flestar frumraun- ir lofar hann góðu en ýmislegt þarf að laga. Frumraun sem lofar góðu KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Enginn veit hvað gæði eru fyrr en reynt hefur Omega smurefnin ! Hamraberg ehf Þverholti 2 270 Mosfellsbæ S: 5667450 e-mail: magnusmv@simnet.is Höfum til afhendingar strax Bílexport ehf. www.bilexport.dk • boas@bilexport.dk Upplýsingar gefur Bóas Eðvaldsson s. 0049 1752711783 Scania R500 EURO 3 Man 18.430 Flas EURO 3 Mercedes Benz 2660 EURO 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.