Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 6
 Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar mótmæltu því við upphaf þriðja dags aðalmeðferðar í Baugsmálinu í gær að tíma- áætlun væri þegar komin verulega úr skorðum, þrátt fyrir að stutt væri liðið á réttarhöldin. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, sagði ljóst að ákæruvaldið hefði engan veginn staðið við eigin áætlanir um hversu langan tíma tæki að taka skýrslu af Jóni Ásgeiri fyrir rétti. Gert hefði verið ráð fyrir tveimur og hálfum dögum samtals, og tvo þriðju þess tíma fyrir ákæruvaldið. Sækjandi hefði hins vegar þegar notað tvo heila daga, og sæi nú fram á tvo heila til viðbótar. Gestur sagði að takmarka þyrfti þann tíma sem notaður er ef takast ætti að ljúka þessum gríðarlega umfangsmiklu réttarhöldum fyrir lok mars eins og reiknað er með, en ella mætti búast við að þurfa að fjalla um málið fram í júní. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksókn- ari í málinu, sagði að upphaflega hefði verið gert ráð fyrir því að Tryggvi Jónsson kæmi fyrstur ákærðu í vitnastúku, og því reiknað með mestum tíma fyrir hann. Nú væri hægt að stytta þann tíma sem þyrfti til að spyrja Tryggva, og þar með ná áætlun á ný eftir næstu viku. Sigurður minnti á að áætlanir ættu það til að fara í vaskinn, og nefndi sem dæmi spurningar Gests til Jóns Geralds Sullenberger, sem var vitni í upphaf- legu Baugsmáli, sem hefðu farið langt umfram áætlaðan tíma. Tekist var á um prósentureikninga í dómsaln- um í gær, vegna ákæruliðar þar sem Jón Ásgeir og Tryggvi eru sakaðir um að hafa haft áhrif á bókhald Baugs með því að mynda tilhæfulausa skuld Kaupþings við félagið. Aðspurður af verjanda sínum sagði Jón Ásgeir að um hefði verið að ræða skuld Kaup- þings vegna þess að Baugur hefði tekið þátt í að selja bréf í félaginu, sem Kaupþing hafði umsjón með að mestu, og því hefði hluti af söluþókn- un Kaupþings, 18,45 prósent, átt að endur- greiðast. Það sama hefði verið gert með sambærilega þóknun sem FBA fékk vegna kaupanna. Séu 18,45 prósent reiknuð af þóknun Kaupþings kæmi í ljós sú tala sem ákært er vegna, rúmar 13 milljónir, og því síður en svo um tilhæfulausa skuld að ræða, sagði Jón Ásgeir. Þessu mótmælti sækjandi, og sagði upphæðina ekki standast alveg, þar munaði um 3.000 krónum. Þessi nákvæma prósentutala gæti því ekki staðist. Dagskráin úr skorð- um eftir þrjá daga Verjendur í Baugsmálinu hafa áhyggjur af því að tímaáætlun sé komin úr skorðum, en sækjandi segir að tafir jafnist út í næstu viku. Ágreiningur var um prósentureikninga í réttarsalnum í gær þegar fjallað var um þrjá ákæruliði. BAUGS M Á L I Ð Jón Gerald Sullenberger, einn sakborninga í þeim þætti Baugsmálsins sem nú er til umfjöllunar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, segir að brotið sé gegn grundvallarmannréttindum sínum með því að meina sér að sitja í réttarsal á meðan teknar eru skýrslur af öðrum sakborn- ingum í málinu. Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, lagði fram bókun við aðalmeðferð Baugsmálsins í héraðsdómi í gær þar sem fram kemur að Jón Gerald efist um hlutleysi dómsformannsins, þar sem dómarinn hafi á þriðjudag vikið honum úr dómsal án laga- stoða, og hafi neitað að rökstyðja þá ákvörðun sína. Í yfirlýsingu frá Jóni Gerald segir að dómarinn hafi vísað honum úr réttarsal með dónaleg- um hætti, og málsmeðferðin sé ranglát og óskiljanleg með öllu. Ákvörðun dómara sé efnislega röng, þar sem lög segi að sakborn- ingar megi sitja aðalmeðferð nema undantekningar eigi við, sem sé ekki í þessu tilviki. „Þegar litið er til alls þessa er skiljanlegt að ég dragi í efa óhlut- drægni dómsins í máli þessu eins og ég gerði þegar ég krafðist að dómsformaður viki sæti við með- ferð þessa máls,“ segir í yfirlýs- ingu Jóns Geralds. Hann segir óskiljanlegt að sömu dómarar séu í málinu nú og í fyrri hluta Baugs- málsins. Brotið gegn mannréttindum Nýtt orð yfir kaffitímann ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 3 59 76 0 2 /0 7 Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, naut í gær dyggrar aðstoðar Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar borgarstjóra þegar skóflu var stungið í jörð í fyrsta sinn vegna byggingar nýs hjúkrunar- heimilis. Heimilið mun rísa við Suður- landsbraut 66 og verða í því hjúkrunarrými fyrir alls 110 aldraða borgara, þar af eru fjörutíu rými ætluð heilabiluðum. Tíu rýmanna verða innan sérhæfðrar hjúkrunardeildar fyrir geðsjúka eldri borgara og er það fyrsta hjúkrunardeildin hér á landi sem er sérstaklega ætluð þeim. Nýtt heimili fyrir aldraða rís Ert þú andvíg(ur) fóstureyðing- um? Hélst þú upp á Valentínusar- daginn? Hreinar eignir líf- eyrissjóðanna námu 1.496 millj- örðum króna í árslok samkvæmt efnahagsyfirliti lífeyrissjóða sem Seðlabankinn birtir. Jukust þær um 277 milljarða á milli ára eða um 22,8 prósent. Í Morgunkorni Glitnis er bent á að væri eignum lífeyrissjóð- anna skipt upp á milli lands- manna fengi hvert mannsbarn um 4,9 milljónir króna að meðal- tali í sinn hlut. Á árinu 2006 juk- ust eignir hvers og eins því um 800 hundruð þúsund krónur að meðaltali. Til samanburðar benda Glitnismenn á að hver Norð- maður eigi sem svarar 3,9 millj- ónum króna í norska ríkislífeyris- sjóðnum, sem áður kallaðist Olíusjóðurinn. Innlendar eignir voru 1.033 milljarðar króna og jukust um 17,2 prósent. Erlendar eignir hækkuðu mun meira, þær voru komnar í 443 milljarða sem er um 48 prósenta aukning frá árslokum 2005. Hækkun erlendu eignanna skýrist annars vegar af lækkun á gengi íslensku krónunnar og hins vegar af hækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum í fyrra. Síðasti mánuður ársins var góður fyrir lífeyrissjóðina en þá jukust eignir þeirra um 57,4 milljarða á milli mánaða. Frá árslokum 2004 hafa eignir lífeyrissjóðanna aukist um 500 milljarða króna, eða um helming. Miðað hversu árið hefur farið vel af stað á hlutabréfamörkuðum má búast við góðri ávöxtun á þessu ári. Fimm milljónir á hvern Íslending
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.