Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 80
!
Kl. 22.00
Hljómsveitin South River Band
heldur tónleika á Café Rosenberg
í Lækjargötu. Sveitin er að hljóð-
rita nýtt efni um þessar mundir og
mun leika það í bland við eldri lög.
Á efnisskránni eru lög frá ýmsum
heimshornum, auk laga og texta
eftir meðlimi sveitarinnar. Ókeypis
aðgangur á meðan húsrúm leyfir.
Vetrardagskrá djassklúbbsins
Múlans hefst á ný á Domo Bar í
kvöld en sextán tónleikar eru fyr-
irhugaðir þar á næstunni. Múlinn
er samstarfsverkefni Félags
íslenskra hljómlistarmanna og
Jazzvakningar. Klúbburinn heitir
í höfuðið á helsta djassgeggjara
þjóðarinnar, Jóni Múla Árnasyni,
sem jafnframt var heiðursfélagi
og verndari Múlans.
Dagskráin er að vanda bæði
metnaðarfull og fjölbreytt og er
gott dæmi um þá miklu grósku
sem einkennir íslenskt djasstón-
listarlíf og eiga allir straumar og
stefnur heima í Múlanum. Auk
tónleikanna sextán sem endast
munu fram í júní verða sérstakir
glæsilegir afmælistónleikar síðar
í febrúar með hinum þekkta
danska trommuleikara Alex Riel
ásamt tríói hans.
Í mars leikur Jazzbræðings-
sveitin Gammar sem og tríó
Ómars Guðjónssonar gítarleikara
auk þess sem saxófónleikarinn
Haukur Gröndal heldur tvenna
tónleika ásamt félögum í kvintett
og kvartett. Blúshátíð í Reykjavík
fer fram á Domo Bar í apríl en
Múlinn skipuleggur tónleika
Kvintetts Jóels Pálssonar, tón-
leika til heiðurs Ahmad Jamal
tríóinu um miðjan aprílmánuð.
Tregasveit Kristjönu Stefánsdótt-
ur söngkonu rekur síðan lestina
og flytur uppáhalds blúslög söng-
konunnar 26. apríl. Með vorinu
lætur Tómas R. Einarsson sjá sig
ásamt Latínkvartett sem og Kvint-
ett Andésar Þórs en í maí treður
einnig upp óvenjulegur kvartett
sem kennir sig við OC/DC en hans
helsta aðalsmerki er músík saxóf-
ónleikarans Ornettes Coleman.
Það er þó glæný hljómsveit
sem ríður á vaðið í kvöld en
bandið The Riot skipa samt
kunnuglegir kappar. Gítarleik-
ararnir Björn Thoroddsen og
Halldór Bragason leiða sveitina
en sá síðarnefndi syngur jafn-
framt, með þeim leika Jón
Ólafsson píanóleikari, Jón
Rafnsson bassaleikari og
trommuleikarinn Ásgeir Ósk-
arsson. Tónlistin sem þeir félag-
ar leika verður „uppreisn gegn
poppi, blús og djasstónlist,
undir áhrifum frá kosmískum
kröftum. Snarstefjaður sígauna-
seiður að hætti galdramanna af
ströndum við ljóð Snorra á Hús-
felli og Roberts Johnson með
takthrynjandi voodoo-galdra-
manna Missisippi og seiðmanna
Afríku“.
Allir tónleikarnir hefjast kl. 21
en nánari upplýsingar um dag-
skrá Múlans verður að finna á
heimasíðunni jazz.is.
Múlinn steðjar af stað
Hinn eftirsótti Terem-kvartett
heldur tónleika í Salnum í kvöld en
þeir rússnesku snillingar hafa hlot-
ið nafnbótina þjóðargersemi Rúss-
lands hjá gagnrýnendum auk þess
að fá blessun frá páfa og móður
Theresu. Uppselt er á tónleikana í
kvöld en vegna frábærrar aðsókn-
ar hefur aukatónleikum verið bætt
við á sama tíma annað kvöld.
Þessi fjörugi og lífsglaði tónlist-
arhópur kom fyrst fram á Íslandi á
rússneskri menningarhátíð í Kópa-
vogi fyrir tveimur árum og sló þá
eftirminnilega í gegn. Þeir nutu
dvalarinnar hér og vildu gjarnan
koma á ný í Salinn og leika fyrir
Íslendinga. Að þessu sinni óskuðu
þeir eftir að fá söngkonuna Diddú í
lið með sér og mun hún koma fram
með þeim um helgina.
Terem-kvartettinn var stofnað-
ur í Pétursborg árið 1986 en hefur
frá upphafi fetað ótroðnar slóðir í
tónlistarflutningi sínum. Félagarn-
ir leika á þjóðleg rússnesk hljóð-
færi og hafa fundið nýjar leiðir til
að laða fram hvers kyns tónlist en
sköpunargleði hópsins er annáluð
um allan heim sem og agi þeirra,
kæti og leikræn tilþrif.
Hópurinn viðar að sér tónlist úr
ýmsum áttum og leikur allt frá
umskrifunum fyrir breytta hljóð-
færaskipan til þversagnakenndra
tónævintýra sem byggð eru á
þekktum stefjum eftir meistara á
borð við Bach, Mozart, Rossini,
Bizet og Piazzolla.
Eftir hlé syngur Diddú með
kvartettinum og þá eru einnig
íslensk lög á efnisskránni.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 í
kvöld og annað kvöld en nánari
upplýsingar um flytjendurna má
finna á heimasíðu Salarins.
Terem-kvartettinn snýr aftur
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR