Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 60
fréttablaðið brúðkaup 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR14
Elín Jóna Traustadóttir er
íþróttakennari að mennt, starf-
ar sem kerfisstjóri og saumar
brúðarslör í frístundum. Slörin
selur hún í brúðarkjólaleigur
eða beint til tilvonandi brúða.
„Saumaáhuginn er kominn frá
barnæsku því mamma saumaði
alltaf öll spariföt á mig og fleira
þegar ég var barn og þetta hefur
bara smitast í gegn,“ segir Elín
Jóna og bætir því við að síðar hafi
hún orðið svo hávaxin að hún á í
erfiðleikum með að fá föt í
búðum sem passa á hana
enda er hún 1,86 metrar á
hæð. „Ég er eiginlega til-
neydd að sauma á mig
fatnað,“ segir hún og
hlær.
„Ástæðan fyrir því
að ég fór að sauma
brúðarslör var sú að
ég var að skoða
saumasíður á Net-
inu og datt þar
niður á bók sem ég
pantaði mér. Þar
var sagt frá því
hvernig brúðarkjól-
ar og slör væru saumuð,“
segir Elín, sem í kjölfarið
ákvað að panta sér efni
og saumaði tvö slör. „Ég fór með
slörin í þrjár brúðarkjólaleigur og
Sólveig hjá Brúðarkjólaleigu Dóru
vildi endilega fá að sjá hvað ég
væri að gera. Svo þannig byrjaði
þetta.“
Elín segir vinsælustu slör-
in núna vera það sem hún
kallar smáslör með krist-
öllum. „Þau ná niður á
mitt bak og eru mjög
sígild. Það er skeljamunst-
ur á köntunum og kristals-
dropar saumaðir í.
sigridurh@frettabladid.is
Saumar brúðarslör og hringapúða
Fallegt smáslör úr smiðju Elínar Jónu.
Slör með útsaumi frá Elínu.
Elín Jóna sýndi sjálf brúðar-
kjól og brúðarslör á sýningu í
Smáralind á síðasta ári.
Elín Jóna saumar líka
hringapúða fyrir stóra
daginn og nýtur við
það aðstoðar móður
sinnar, Elínar
Guðfinns-
dóttur.
Tvöfalt slör með fagurri
gyllingu, sem Elín Jóna
saumaði.
Erla Stefánsdóttir
ljósmyndari
www.erlastefans.is