Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 50

Fréttablaðið - 15.02.2007, Síða 50
fréttablaðið háskóladagurinn 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR8 „Ég valdi þennan skóla vegna þess að námið sem boðið er upp á vakti áhuga minn,“ segir Smári Jónas Lúðvíksson sem er á fyrsta ári á umhverfisskipulagsbraut í Landbúnaðarháskóla Íslands. Áður hafði Smári lokið einu ári í líffræði við Háskóla Íslands en ákvað að skipta yfir. „Ég er ánægður með valið, þetta er mjög áhugavert og skemmtilegt nám. Skólinn er góður sem og aðstaðan. Svo er náttúrulega alltaf verið að bæta við og laga,“ segir Smári en Land- búnaðarháskóli Íslands tók til starfa 1. janúar 2005 eftir sam- einingu þriggja stofnana: Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnað- arins og Garðyrkjuskólans á Reykjum. „Þetta er nýlegur skóli svo það er alltaf verið að finna hvað betur megi fara. Nemandinn getur haft áhrif á hvað gert er innan skól- ans, sem ég tel vera mjög gott. Þetta er ekki eins niðurneglt eins og í eldri skólum, það er stöðugt verið að þreifa sig áfram.“ Landbúnaðarháskólinn er á Hvanneyri í Borgarfirði sem Smári telur vera kost. „Persónulega er ég mjög sátt- ur við að vera úti á landi fremur en í kraðakinu í borginni. Það er þó mjög stutt í bæinn ef maður þarf að fara þangað.” Smári segir félagslífið vera virkt og ýmsar ferðir farnar í tengslum við það. „Um síðustu helgi fórum við til dæmis að skoða sveitabæi,“ segir Smári og bætir við að helsta áhersla skól- ans sé á landbúnaðinn. „Þetta eru auðvitað náttúruunnendur upp til hópa enda eru flest fögin náttúru- tengd.” mariathora@frettabladid.is Náttúruunnendur upp til hópa Smári Jónas Lúðvíksson er nemandi í Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann telur einn af kostum skólans vera þann að hann er utan borgarmarkanna. NÝ NÁMS- OG KENNSLUSKRÁ Á næsta skólaári verður kennt samkvæmt nýrri námsskipan í Kennaraháskóla Íslands og verður fyrirkomulagið kynnt á háskóladeginum á laugar- dag í húsakynnum skólans í Stakkahlíð en skólinn verður opinn gestum frá 11 til 16. Undanfarin tvö og hálft ár hefur verið unnið að endur- skipulagningu alls náms við Kennaraháskóla Íslands í þeim tilgangi að auka gæði námsins og bregðast við breyttum samfélagsaðstæð- um. Meginmarkmið breyting- anna er að efla þá starfs- menntun, bæta aðgang að framhaldsnámi við skólann og laga nám við skólann að Bologna-samþykktinni. Helstu breytingar á nám- inu eru þær að möguleikar á sérhæfingu í grunn- og fram- haldsnámi eru meiri, nám- skeið eru almennt umfangs- meiri og nemendur geta farið beint í tveggja ára meistara- nám að loknu grunnnámi og lokið meistaragráðu áður en þeir hefja störf. Námsframboð Kennaraháskólans verður kynnt á laugardag í húsa- kynnum skólans í Stakkahlíð. F í t o n / S Í A Þjónustustöð ESSO er opin allan sólarhringinn Komdu við hjá okkur og byrjaðu daginn á heitu kaffi og glóðvolgu bakkelsi á nýrri og glæsilegri þjónustustöð ESSO, á mótum Hringbrautar og Njarðargötu. Matvörur, smávörur, eldsneyti og allt fyrir bílinn. Frábær þjónusta. Bæði Subway og Serrano á staðnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.