Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 83
Siðfágaðasta mannæta fyrr og síðar, dr. Hannibal Lecter, mætir í kvikmyndahús hér á landi annað kvöld þegar Hannibal Rising verð- ur frumsýnd. Að þessu sinni er ljósinu brugð- ið á uppvaxtarár Lecters í Litháen og hvaða atburðir leiddu til þess hann breyttist smám saman í blóð- þyrsta ófreskju. Myndin hefst í lok seinni heims- styrjaldar, þegar Hannibal er enn á barnsaldri. Hann horfir upp á nasista murka lífið úr foreldrum sínum en kemst sjálfur lífs af ásamt systur sinni, sem síðar mætir örlögum sínum á hinn hryllilegasta máta. Lecter elst upp á munaðarleysingjahæli en flýr til Parísar á unglingsaldri í leit að frænda sínum. Sá reynist látinn en ekkja hans tekur vel á móti Hanni- bal. Hann reynist vera fluggreind- ur og kemst inn í læknaskóla og safnar þar þekkingu sem hann notar til að ná sér niðri á þeim sem myrtu fjölskyldu hans. Anthony Hopkins, sem hingað til hefur túlkað Lecter (fyrir utan kvikmyndina Manhunter þar sem Brian Cox lék hann), er fjarri góðu gamni en aðalhlutverkið er í hönd- um hins franska Gaspard Ulliel, sem er þekktastur fyrir að leika unnusta Audrey Tatou í Un long dimanche de fiançailles (Trúlof- unin langa). Eins og hinar fyrri byggir myndin á bók Thomas Harris, en hann skrifaði kvik- myndahandritið með fram bók- inni, sem kom út í ársbyrjun. Leik- stjóri er Peter Webber, sem hlaut mikið lof fyrir síðustu mynd sína, The Girl With a Pearl Earring. Lecter finnur til lystar sinnar Myndin Letters from Iwo Jima í leikstjórn Clint Eastwood verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi á föstudagskvöld. Um er að ræða systurmynd Flags of our Fathers og voru þær báðar teknar hér á landi eins og þekkt er orðið. Þegar langt var liðið á seinni heimsstyrjöld mættust Banda- ríkjamenn og Japanir í frægri orrustu á eyjunni Iwo Jima. Í Flags of our Fathers var sagan sögð frá sjónarhóli Bandaríkja- manna en nú er ljósinu varpað á japönsku hermennina og upplifun þeirra en flestir þeir sem sendir voru til eyjunnar vissu að þeir myndu ekki eiga afturkvæmt. Þeirra á meðal eru bakarinn Saigo sem óskar einskis nema að fá að hitta nýfædda dóttur sína; Baron Nishi, þekktur knapi sem hefur keppt á Ólympíuleikum; Shimizu er fyrrum herlögreglumaður sem hefur enn ekki kynnst hörmung- um stríðsins og liðþjálfinn Ito, sem sviptir sig fyrr lífi en að gef- ast upp. Hershöfðingi þeirra er sigldur maður, hefur meðal annars komið til Bandaríkjanna og þótt hann geri sér grein fyrir fánýti styrj- alda veit hann hvernig hægt er að gera innrásarhernum skráveifu. Letters from Iwo Jima er til- nefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Helstu hlutverk eru í höndum Ken Watanabe (The Last Samurai), Ryo Kase og Shidou Nakamura. Hin hliðin á sögunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.