Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 88

Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 88
THE PURSUIT OF HAPPYNESS kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.30 ANNA AND THE MOODS ENSKT TAL kl. 4, 6 og 7 STUTTMYND / ÓTEXTUÐ ANNA & SKAPSVEIFLURNAR ÍSL. TAL kl. 4 og 5 STUTTMYND ROCKY BALBOA kl. 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA VEFUR KARLOTTU ÍSL. TAL kl. 3.40 NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5.40, 8 og 10.20 APOCALYPTO kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA KÖLD SLÓÐ kl. 5.45 B.I. 12 ÁRA !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á FRÁBÆR STÓRMYND SEM SLEGIÐ HEFUR Í GEGN. WILL SMITH ER TILNEFNDUR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA FYRIR LEIK SINN Í MYNDINNI. BYGGÐ Á SANNRI SÖGU UM MANNINN SEM REYNDI ÞAÐ ÓMÖGULEGA! 700 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn Gagnrýni. baggalútur.is SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR ...SÍÐASTA LOTAN! "STALLONE LOKAR SERÍUNNI MEÐ GLÆSIBRAG" V.J.V. - TOPP5.IS PAN´S LABYRINTH kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 14 ÁRA ANNA AND THE MOODS ENSKT TAL kl. 6 og 7 STUTTMYND / ÓTEXTUÐ ROCKY BALBOA kl. 5.40 B.I. 12 ÁRA LITTLE CHILDREN kl. 8 og 10.30 B.I. 14 ÁRA LITTLE MISS SUNSHINE kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA MÝRIN kl. 10.20 B.I. 12 ÁRA KÖLD SLÓÐ/COLD TRAIL kl. 8 ENGLISH SUBTITLES B.I. 12 ÁRA THE PURSUIT OF HAPPYNESS kl. 8 og 10.20 ANNA & SKAPSVEIFLURNAR ÍSL. TAL kl. 6 STUTTMYND DREAMGIRLS kl. 5.40, 8 og 10.20 ÓSKARSVERÐLAUNA TILNEFNING1 25.000 gestir Not Too Late er þriðja sólóplata Noruh Jones, en hinar tvær fyrri Come Away With Me sem kom út fyrir fimm árum og Feels Like Home (2004) náðu miklum vin- sældum. Það segir sitthvað um hæfileika Noruh að þó að hún sé ekki nema 27 ára gömul þá eru liðin fjögur ár síðan hún veitti viðtöku heilum átta Grammy- verðlaunum fyrir Come Away With Me. Að vísu má eflaust skýra þessi átta Grammy-verðlaun að hluta til með því að plötuiðnaðurinn sem hefur barist við samdrátt undanfarin ár hafi verið að verð- launa nýliðann sem öllum að óvör- um seldi 10 milljón eintök af sinni fyrstu plötu, en aðalástæðan er samt ótvíræðir hæfileikar Noruh sem sannast enn einu sinni á þess- ari nýju plötu. Not Too Late er fyrsta plata Noruh sem hefur eingöngu að geyma ný lög samin af henni sjálfri einni eða í samvinnu við hennar nánustu samstarfsmenn. Sjö laganna semur Norah með aðstoð Lee Alexanders sem er unnusti hennar og bassaleikarinn í hljómsveitinni hennar, en hann stjórnar líka upptökum á plöt- unni. Tónlistin á Not Too Late er líkt og á fyrri plötunum sambland af djassi, soul, poppi og kántrí en þetta er samt persónulegri plata þó ekki væri nema fyrir þá stað- reynd að Norah sjálf semur text- ana. Noruh hefur greinilega vaxið sem lagahöfundur. Það er fullt af fínum lögum hér; ég nefni sem dæmi lögin Wish I Could, Until The End, Thinking About You, Wake Me Up og Sinking Soon sem sker sig nokkuð úr og minnir helst á Kurt Weil eða Tom Waits. Það er líka gaman að textunum. Þeir sýna að Norah hefur húmor. Textinn við My Dear Country hefur vakið athygli, en hann lýsir örvilnan- inni sem greip Noruh þegar úrslit síðustu forsetakosninga í Banda- ríkjunum lágu fyrir. Það sem lyftir Not Too Late upp fyrir þessa meðalgóðu popp- plötu er samt fyrst og fremst söngurinn sem er einstakur og svo hljómurinn. Eins og á fyrri plötunum er hann fullkominn og þó að útsetningarnar séu nokkuð fjölbreyttari en áður þá eru það samt sömu grunn-hljóðfærin sem skapa töfrana: Kontra- bassinn, píanóið, ham- mond-orgelið … Not Too Late sýnir að Norah Jones er lista- maður sem maður þarf að reikna með í fram- tíðinni. Eftir vel- gengni fyrstu plöt- unnar spruttu fram ótal eftirlíkingar. Ekki allar vonlaus- ar, en Norah ber af. Hún er ein- stök. Einstök Norah Jones heldur velli Reggíkvöld verður haldið á Café Kulture við Hverfisgötu í kvöld í tilefni þess að hinn 6. febrúar síð- astliðinn voru 62 ár liðin síðan goðsögnin Bob Marley fæddist. Að sögn Mark Anthony, sem stendur að kvöldinu, verður ein- göngu reggítónlist spiluð og hvet- ur hann fólk til að kíkja inn og njóta tónlistarinnar í notalegu umhverfi. Tónlist Bobs Marley verður m.a. spiluð en á meðal vin- sælustu laga hans eru I Shot the Sheriff, No Woman, No Cry, Could You Be Loved og Redemption Song. Reggíkvöldið hefst klukkan 22 og er ókeypis inn. Notalegt reggíkvöld Leikarinn Omar Sharif hefur feng- ið skilorðsbundinn dóm og verið gert að sækja reiðistjórnun- arnámskeið eftir að hann játaði sig sekan um að hafa ráð- ist á bílastæða- vörð. Sharif, sem er 74 ára, er sagður hafa kallað vörðinn „heimskan Mexíkóa“, þegar hann neitaði að taka við 20 evra pen- ingaseðli í Beverly Hills árið 2005. Jafnframt sló hann manninn í nefið. Sharif má ekki koma nálægt verðinum auk þess sem hann þarf að borga honum bætur vegna líkamsárásarinnar. Dæmdur sekur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.