Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 33
húsráð}
Glerkarafla frá Georg Jensen
er einstök prýði á borði. Hún er
ætluð fyrir vatn.
Vatnskaraflan frá
Georg Jensen er
hönnuð af Ole Palsby.
Hún er með silfurstút
og er sérstaklega
hönnuð með tilliti til
þess að ekki drjúpi af
henni eftir að hellt
hefur verið í glösin.
Karaflan er frá-
bært dæmi um
stílhreina,
skandinavíska
hönnun.
Stílhrein
hönnun
Árlega velur EISA
– European Imaging and
Sound Association – bestu
raftækin í hverjum flokki.
Ótrúlega mikið er framleitt af
raftækjum. Þegar kemur að því
að finna besta tækið miðað við
verð og gæði er nær ógjörning-
ur að komast í gegnum þann
frumskóg og komast klakklaust
að niðurstöðu. EISA ætti að
geta aðstoðað þegar rata þarf
rétta leið.
EISA – European Imaging
and Sound Association, eru
samtök ritstjóra hljóð-, mynda-
töku-, ljósmyndunar-, heima-
bíó- og bíla-raftímarita. Tíma-
ritin eru um 80 frá 20 löndum,
en samtökin voru stofnuð árið
1982. Árlega veitir EISA verð-
laun fyrir það besta sem kemur
fram á árinu á sviði raftækja.
Þetta er gert út frá ýmsum for-
sendum eins og gæðum, hversu
mikið fæst fyrir peninginn, út
frá útliti og umhverfisvernd.
Neytendur ættu að kanna
heimasíðu EISA, www.eisa-
awards.org, og kanna með
hverju samtökin mæla í hverj-
um flokki. Þegar kemur að því
að velja dýr raftæki sem eiga
að endast er nefnilega öll hjálp
vel þegin.
EISA-verð-
launin Armadillo er brauðkassi sem hannað-ur er eftir útliti beltisdýrsins.
Brauðkassinn Armadillo er til sölu á vef-
síðunni wheredidyoubuythat.com og
hefur hlotið mikla athygli.
Armadillo er enskt heiti á beltisdýri,
og líkir kassinn eftir útliti dýrsins. Kass-
inn er úr áli, tré og plasti og passar utan
um einn góðan brauðhleif eða nokkra
osta.
Brauðkassinn hentar einnig til að bera
brauðið fram á kaffiborðið þar sem hægt
er að láta hann standa opinn en botn kass-
ans er eins og brauðbretti og því vel hægt
að skera brauðið í kassanum.
Beltisdýrið sem geymir brauðið