Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 12

Fréttablaðið - 15.02.2007, Side 12
 Ef nýtt lagafrumvarp Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, verður samþykkt á Alþingi verður hægt að dæma starfsmenn eða stjórnarmenn fyrirtækja í allt að sex ára fang- elsi ef þeir framkvæma eða hvetja til samráðs á markaði. Í greinar- gerð með frumvarpinu kemur fram að þetta sé ein helsta breyt- ingin með lögunum: Að refsi- ábyrgð einstaklinga verði afmörk- uð nánar en gert er í gildandi lögum. Frumvarpinu var útbýtt á Alþingi í lok janúar og var vísað til efnahags- og viðskiptanefndar. Frumvarpið felur í sér skýrari ákvæði en gildandi lög um refsi- ábyrgð einstaklinga í brotum gegn samkeppnislögum en helsta ástæð- an fyrir því að ákæru á hendur Einari Benediktssyni, Geir Magnússyni og Kristni Björns- syni, forstjóra olíufélaganna Olís, Skeljungs og Olíufélagsins á árun- um 1993 til ársins 2001, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag, var sú að ekki væri hægt að sakfella einstaklinga fyrir brot gegn samkeppnislögum. Þremenn- ingarnir eru ákærðir fyrir að hafa haft með sér ólögmætt samráð á árunum 1993 til 2001. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari ríkissaksóknara, segir að úrskurðinum verði vísað til Hæstaréttar og að hugsanlega verði gefin út ný ákæra á hendur forstjórunum. Aðspurður segir Jón Sigurðs- son að olíumálið sé ekki undirrót frumvarpsins. Hann segir að megininntak þess sé ný verka- skipting á milli lögreglunnar og samkeppniseftirlitsins. Jón segir að frumvarpið sé vinna sameigin- legrar nefndar dómsmálaráðu- neytisins og viðskiptaráðuneytis- ins sem meðal annars var skipuð vegna olíumálsins. „Það gefur augaleið að olíumálið hefur gildi fyrir þetta frumvarp því það mál snertir verkaskiptingu þessara stofnana,“ segir Jón. Í frumvarpi Jóns er refsi- ábyrgð einstaklinga skýr. Í grein- argerð með frumvarpinu kemur fram að í ljósi þeirra miklu hags- muna sem í húfi eru fyrir neyt- endur og atvinnulífið í málum þar sem grunur leikur á samráði sé eðlilegt að einstaklingum verði refsað fyrir samkeppnislagabrot. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, gagnrýnir frumvarpið vegna þeirra breytinga á refsiákvæðum sem felast í því. Hann telur að það sé óeðlilegt, eins og kemur fram í frumvarpinu, að bæði sé hægt að sekta fyrirtæki með stjórnvalds- sektum og að sækja þá einstaklinga til saka sem alfarið framfylgja stefnu fyrirtækisins og brjóta í þágu þess en ekki í eigin þágu. Vil- hjálmur segir að samkvæmt gild- andi lögum sé aðeins hægt að dæma mann í fangelsi ef hann hefur hagn- ast á broti sínu persónulega en að þessu verði breytt ef lagafrumvarp Jóns verður samþykkt. Refsiábyrgð manna skýrari í frumvarpi Lagabreytingar í frumvarpi Jóns Sigurðssonar kveða skýrt á um refsiábyrgð ein- staklinga í brotum gegn samkeppnislögum. Vinnan við frumvarpið hófst meðal annars vegna olíusamráðsmálsins. Vilhjálmur Egilsson gagnrýnir frumvarpið. Sjö fyrir- tæki fengu gögn í forvali fyrir útboð á eftirliti og viðhaldi á fast- eignum á Keflavíkurflugvelli fyrsta daginn eftir að sala á for- valsgögnum Þróunarfélags Kefla- víkurflugvallar hófst. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 28. febrúar. Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræði- stofu Suðurnesja, segir að áhug- inn sé í samræmi við væntingar. Suðurnesjamenn hafi fyrst og fremst sótt gögnin fyrsta daginn en búast megi við áhuga af höfuð- borgarsvæðinu á næstunni. Um er að ræða forval á reglu- bundnu eftirliti með öllum fast- eignum sem heyra undir Þróunar- félag Keflavíkurflugvallar og nauðsynlegt viðhald á þessum eignum ásamt vöktun brunakerfa og öryggisvaktar á svæðinu. Brynjólfur segir að miðað sé við að gerður verði þriggja ára samningur við einn aðila og að samningurinn taki gildi í maí. „Þetta er spurning um reglulegt eftirlit með öllum fasteignum á svæðinu,“ segir hann. „Við miðum við að farið sé inn í hverja íbúð kannski einu sinni í viku. Viðhaldið er hins vegar óskrifað mál. Það fer bara eftir þörfum. Ef í ljós kemur að það þarf að skipta um rúður eða ljósa- perur þá gerum við ráð fyrir að það verði gert.“ Sjö hafa sótt forvalsgögnin Mál Keflvíkings, sem var ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð og vörslu fíkniefna auk annarra brota, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hinn 6. október síðastliðinn fann lögregla tæp þrettán grömm af amfetamíni, 95 grömm af hassi og einn skammt af LSD í bíl hans. Þegar leitað var á manninum á lögreglustöð fannst Taurus 357 Magnum skammbyssa, sem hann hafði ekki leyfi fyrir. Hinn 26. sama mánaðar ók maðurinn síðan yfir á rauðu ljósi og fundust tæp fjörutíu grömm af amfetamíni, fjögur grömm af hassi auk annarra fíkniefna þegar lögregla stöðvaði hann. Þá var hann með gasvopn í fórum sínum sem hann framvísaði við leit. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og fíkniefnin og vopnin, auk sprengi- efnis í járnhylki sem hann var með, verði gerð upptæk. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa haft á sér vopnin auk hluta fíkniefnanna og ekið gegn rauðu ljósi, en neitaði annars sök. Mál- inu var frestað til 9. mars á meðan frekari gagna er aflað um fíkni- efnin sem fundust. Þrír bílar óku út af á Vestur- landsvegi í fljúgandi hálku í gærmorgun. Einn bílanna valt en enginn slasaðist. Hægðist nokkuð á umferð um Vesturlandsveginn í gærmorgun vegna slysanna sem og hálkunnar. Einn bíll fór út af norðan við Grundarhverfi þar sem hann var á leið til Reykjavíkur. Ökumaður- inn missti stjórn á bílnum, ók út af veginum og valt. Annar fór af veginum við Saltvík á Kjalarnesi. Sá þriðji fór út af rétt sunnan Hvalfjarðarganganna, undir svipuðum kringumstæðum. Ökumenn voru allir einir í bílnum. Lögregla biður ökumenn að fara sérstaklega varlega þegar hálka er á veginum en umferðar- þungi er jafnan mikill á Vestur- landsvegi. Þrír fóru út af Vesturlandsvegi Viðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum hefur verið frestað þangað til í apríl. Að því er kemur fram á heimasíðu Farice er orsökin vont veður, en ekki hefur tekist að hefja viðgerðir síðan viðgerðarskipið Pacific Guardian kom á staðinn um miðjan janúar. Skipinu hefur því verið snúið til hafnar enn á ný. Þetta er í annað skipti sem viðgerð er frestað á strengnum, sem bilaði 17. desember á síðasta ári. Bilunin gerir það að verkum að hægt er að flytja töluvert minna af gögnum um hann en undir venjulegum kringumstæð- um. Viðgerð frestað þangað til í apríl

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.