Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 31
Stór standlampi keyptur í Fríðu frænku og málverk eftir Gabríelu Friðriksdóttur lista- konu eru í sérstöku uppáhaldi hjá Margréti Vilhjálmsdóttur, leikkonu. Margrét hefur í nógu að snúast þessa dagana því hún tekur þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á Ivanov eftir Tsjekov og kvikmynd sem verið er að gera eftir sama handriti í leikstjórn Baltasars Kormáks. Þegar hún er ekki að vinna getur hún hins vegar haft það notalegt heima hjá sér þar sem hún á marga hluti sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Ein af uppáhalds eigum Mar- grétar er myndverk eftir Gabríelu Friðriksdóttur listakonu. „Við hjónin keyptum þetta verk fyrir brúðkaupspeningana okkar,“ segir hún og hlær. Margrét og Gabríela eru góðar vinkonur og Margrét fékk því að sjá verkið þegar það var í vinnslu. „Ég féll alveg fyrir því þá. Þetta er bara frábært verk og hún formar fígúruna með því að láta lakkið leka í ótrúlega fallegum formum. Verkið virkar því svona upphleypt og ég skil ekkert hvernig hún fer að þessu.“ Annað sem er í uppáhaldi hjá Margréti er lampi sem var keypt- ur í Fríðu frænku og er stór og mikill. „Lampinn er eiginlega meira eins og loftljós en gólfljós því að hann gnæfir yfir allt í stof- unni og það er eiginlega hægt að kalla hann Gnæfuna,“ segir Mar- grét og hlær. Hún segir að henni finnist oft mjög gaman að leita að einhverju spennandi í Fríðu frænku. „Maður finnur stundum alveg ótrúlega hluti og alls konar fallegt hönnunardót á ágætu verði.“ Draumahúsgagnið hennar Mar- grétar er svo sófi sem hún ætlar sér að eignast einhvern daginn. „Sófinn heitir Toga og er frá fyrir- tæki sem heitir Ligne Roset og er ítalskt hönnunarfyrirtæki. Þessi sófi er draumahúsgagnið en það er náttúrulega ýmislegt drauma hérna hjá mér. Maður safnar bara draumadóti og er alltaf að sanka einhverju að sér,“ segir Margrét og hlær. Málverk fyrir brúð- kaupspeninginn F U L L M Ó T A Ð U P E R S Ó N U L E I K A H E I M I L I S I N S H Ö N N U N - R Á Ð G J Ö F - Þ J Ó N U S T A Hafnarfjörður 2006 Síðumúla 35 108 Reykjavík Sími 517 0200 heild@heild.is www.heild.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.