Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 25

Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 25
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is Þessa dagana er haldin tískuvika í London en þar sýna hönnuðir það sem koma skal á næstu misserum. Um þessar mundir stendur yfir tískuvika í London en þangað koma margir af færustu hönnuðum heims til að kynna nýjustu afurðir sínar og keppa í hönnun. Meðal þeirra eru Marc Jacobs, Basso & Brooke, Paul Smith, Again NYC, Jojo & Malou og margir fleiri. Á árum áður voru tískuvikurnar aðallega ætlaðar fólki sem tengdist iðnaðinum og fáir fengu að sitja sýningarnar miðað við það sem tíðkast í dag. Nú á dögum eru tísku- vikur víða um heim miklir fjölmiðlaviðburðir þar sem tónlistarfólk, leikarar og fleiri stjörnur koma saman til að sjá það nýjasta í tískustraumunum. Hápunktur tísku- vikunnar eru sýningarnar þar sem fyrirsætur spígspora niður pallana og sýna það sem koma skal í verslanir nokkrum mánuðum síðar. Undanfarið hefur mörgum verið tíðrætt um holdafar fyrirsætanna enda ákveðin vitundarvakning að fara af stað um þau mál. Þau mál voru í brennidepli þegar tísku- vikan hófst en verkum tískuhönnuðanna hefur þó tekist að stela athyglinni. Meðal þeirra sem vöktu sérstaka athygli á tískuvikunni í ár var indverski hönnuðurinn Manish Arora, en hann er afar dáður í heimalandi sínu og eru vinsældir hans og fatamerkis hans Fish Fry sífellt að aukast. Hönnun hans þykir sameina auðugt ímyndunar- afl, fegurð og notagildi, þá þykir hún stundum hafa tilvís- un í indverska menningu. Á sýningunni í ár líkt og í fyrra notaðist Manish tölvuert við andlitsmálningu með ævin- týralegri útkomu. Meira er fjallað um hönnuðinn á síðu 2 en auk þess er hægt að skoða heimasíðuna www.manis- harora.ws Framtíðin í London FREESTY LEKEPPN I - TÓNAB ÆJAR SKRÁNING STENDUR YFIR 1. - 15. FEBRÚAR Í TÓNABÆ Upplýsingar í síma 5108800 og á www.tonabaer.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.