Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.02.2007, Qupperneq 4
Sæludagar framundan Veldu létt og mundu eftir ostinum! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA „Ég er næsta viss um að hann láti þessu líferni hér með lokið. Hann var hættur þessu áður en hann fór út en var í ákveðinni stöðu og þurfti að leysa peninga- mál sem urðu til, þó ekki beint af hans hálfu. Hann hreinlega varð að fara í þessa sendiferð, hvort sem honum líkaði betur eða verr. Eða þá að borga sig út úr því sem var innan seilingar, en hann hafði ekki peninga til þess,“ segir Sig- urður Þorvaldsson, faðir Hlyns Smára Sigurðarsonar, sem situr í brasilísku fangelsi vegna fíkni- efnasmygls. Nýlega kom í ljós að meginþorri þeirra efna sem Hlynur var tekinn með voru ekki fíkniefni heldur ein- hvers konar barnapúður. Sigurður segir það afar ánægjulegar fréttir. „Þetta snýst um það að hann fái mun vægari dóm en til stóð í upp- hafi miðað við það magn sem hann var talinn vera með. Nú eru þetta bara 100 grömm af fíkniefnum, í staðinn fyrir 2.100 grömm. En það er gott að málið sé farið að þokast eitthvað áfram því þetta er búið að vera rosalega erfitt. Ég þykist vita að lögmaðurinn hans muni reyna allt til þess að ná honum frá þessu.“ Katrín Einarsdóttir, sendiráðs- ritari í utanríkisráðuneytinu, hefur haft umsjón með samskipt- um og aðstoð ráðuneytisins við Hlyn og annan Íslending sem situr einnig í haldi í Brasilíu vegna inn- flutnings á tólf kílóum af hassi til landsins. Hún segir ráðuneytið hafa reynt að aðstoða mennina eftir bestu getu og nú sé í raun verið að bíða eftir því að dómur falli í málum þeirra. Hún segir hinn manninn vera í fangelsi í Sao Paolo þar sem sé ræðismaður og að það mál sé í réttum farvegi. Hlynur er hins vegar í fangelsi í Porto Seguro í norðurhluta landsins þar sem ástæður eru mun verri og erfið- ara að hafa samskipti við hann. „Hinn lét ekkert illa af sér þannig lagað. Hann situr í hefðbundnara fangelsi og við aðstæður sem eru kannski meira viðunandi.“ Hlynur var leiddur fyrir dómara í gær og Katrín segist spennt að heyra niðurstöðuna. Þegar búið verði að dæma hann sé hægt að vinna í málum hans og fá hann flutt- an í annað fangelsi eða jafnvel heim. Hún segir það þó alveg fara eftir Hlyni sjálfum hvort óskað verði eftir því að fá hann fluttan heim til afplánunar. „En auðvitað munum við gera það ef hann óskar eftir því. Það er engin spurning. Það getur líka vel verið að þeir vilji losna við hann.“ Hlynur var neyddur til að fara til Brasilíu Faðir Hlyns Smára Sigurðarsonar segir hann hafa verið tilneyddan að fara í ferðina sem hann var handtekinn í. Hann vonar að málinu fari senn að ljúka. Utanríkisráðuneytið segir ekki loku fyrir það skotið að fá Hlyn framseldan. Evrópuþingið samþykkti í gær lokagerð skýrslu um leynilegt fangaflug á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA með grunaða hryðjuverkamenn. Þeir voru fluttir til leynilegra fangelsa í Evrópu og víðar þar sem grunur leikur á að þeir hafi mátt sæta pyntingum. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur rannsakað málið í meira en ár og kemst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnir sumra Evrópusambandsríkja hafi vitað af fangaflug- inu, þrátt fyrir að það sé brot á evrópskum mannréttindasáttmálum. Einnig segir í skýrslunni að stjórnvöld í sumum Evrópuríkjum hafi ekki sýnt nefnd- inni samvinnu við rannsóknina. Þá segir í skýrslunni, eins og þingið samþykkti hana, að Javier Solana, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, hafi „látið ógetið“ um ýmislegt í vitnisburði sínum til nefndarinnar. Skýrslan var samþykkt á Evrópuþinginu, sem að þessu sinni kom saman í Strassborg í Frakklandi, með 382 atkvæðum gegn 256, en 72 þingmenn sátu hjá. Þingmenn voru engan veginn á eitt sáttir um niðurstöðuna, því ýmsum þótti nefndin ekki hafa nægilega sterkar sannanir fyrir ásökunum sínum. Orðalagið var mildað nokkuð frá því nefndin sendi frá sér lokadrög að skýrslunni, en það dugði ekki til þess að hún hlyti einróma samþykki. Fangaflugið brot á mannréttindum Hillary Clinton í flokki Demókrata, og Rudy Giuliani, í flokki Repúblikana, hafa afgerandi forskot í heima- borg sinni, New York, framfyrir aðra keppinauta um tilnefningar sinna flokka til forsetaframboðs segja nýjar kannanir. Þegar fylgi þeirra er skoðað gagnvart hvoru öðru hefur Clinton fimmtíu prósenta fylgi á móti fjörutíu prósenta fylgi Giuliani og virðist Demókrata- flokkurinn því hafa vænlegri stöðu í ríkinu. Árið 2000 stefndi í að Clinton og Giuliani myndu mætast þegar Clinton bauð sig fyrst fram til öldungadeildar Banda- ríkjaþings en Giuliani dró sig úr baráttunni vegna krabbameins og hjónaskilnaðar. Clinton vinsælli en Giuliani Utankjörstaðarat- kvæðagreiðsla vegna íbúakosn- inganna í Hafnarfirði, þar sem kosið verður um deiliskipulag sveitarfélagsins og þar með hugsanlega stækkun álvers Alcan í Straumsvík, hefst í dag klukkan þrjú. Utankjörstaðaratkvæða- greiðslan fer fram í Ráðhúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu, 2. hæð. Kjördeildin verður opin alla daga milli níu og fjögur. Í mars verður einnig opið um helgar. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarð- ar, segir að sömu reglur gildi um utankjörstaðaratkvæðagreiðsl- una og venjulega í sveitarstjórn- arkosningum. Allir kosninga- bærir Hafnfirðingar geti komið og greitt atkvæði ef þeir framvísa skilríki með mynd. Hefjast í dag utan kjörstaðar Hættan á hryðju- verkaárásum í Evrópu er mikil og fer stöðugt vaxandi. Þetta stað- hæfir franskur rannsóknardóm- ari, sem hefur sérhæft sig í hryðjuverkamálum. Dómarinn Jean-Louis Brugui- ere tjáði AP-fréttastofunni í New York að sérstök ógn stafi um þessar mundir af nýtilkomnu bandalagi milli al-Kaída-hryðju- verkanetsins og norður-afrískra hryðjuverkasamtaka sem þekkt eru undir frönsku skammstöfun- inni GSPC. Talið er að þetta nýja bandalag hafi einkum áhuga á að koma áformum sínum fram á þéttbýl- um svæðum Evrópu, og beinist áhugi þeirra einkum að Frakk- landi, Ítalíu og Spáni. Mikil hætta á hryðjuverkum Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra styrkir verkefni Rauða krossins vegna baráttu gegn barnaher- mennsku í Síerra Leóne um rúmar tíu milljónir króna. Framlagið fer að hluta til í að byggja endurhæfingar- athvörf þar sem börn og ungmenni fá kennslu og sálræna aðstoð vegna afleiðinga borgarastyrjaldarinnar. Þetta segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Markmiðið með verkefninu er að hlúa að stríðshrjáðum börnum, veita þeim menntun, sálfræði- aðstoð og kennslu í iðngreinum til að gera þeim betur kleift að takast á við eðlilegt líf. Tíu milljónir til Síerra LeóneHann hreinlega varð að fara í þessa sendiferð, hvort sem honum líkaði betur eða verr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.