Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 44
fréttablaðið háskóladagurinn 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR2 Íslenskir háskólar standa að sameiginlegri kynningu á starfsemi sinni á háskóladag- inn, laugardaginn 17. febrúar. „Markmiðið með háskóladegin- um er að kynna starfssemi háskól- anna,“ segir Jóhann Hlíðar Harð- arsson, markaðsstjóri Háskólans í Reykjavík og einn forsvars- manna háskóladagsins. „Þetta er í fyrsta sinn sem allir háskólar landsins taka þátt í sam- eiginlegri kynningu,“ heldur Jóhann áfram. „Áður fyrr héldu þeir daginn hver í sínu lagi, oft ekki á sama mánaðardegi. Það gerði mörgum erfitt fyrir, til dæmis fólki utan af landi sem þurfti þá kannski að gera sér margar ferðir í bæinn til að kynna sér námið. Einn háskóladagur er því hugsaður til hagræðingar og sem bætt þjónusta fyrir almenn- ing.“ Jóhann segir að margar áhuga- verðar nýjungar verði kynntar á deginum. „Listaháskóli Íslands kynnir til dæmis sérhæfingu í tónsmíðum, þar sem menn geta lært nýmiðlunar, sviðs- og kvik- myndatónlist. Háskólinn í Reykja- vík mun meðal annars kynna nýtt nám í alþjóðaviðskiptum. Þá legg- ur Háskólinn á Bifröst áherslu á sérstöðu sína sem eina háskóla- svæðið þar sem menn geta lært félagsvísindi. Svo eru Háskóli Íslands og Kennaraháskóli Íslands að sameinast. Loks kynn- ir Landbúnaðarháskóli Íslands nýtt nám í hestafræðum og svo mætti lengi telja áfram.“ Háskólarnir munu kynna starf- semi sína á þremur stöðum að sögn Jóhanns. „Háskólinn á Akur- eyri, Háskólinn á Bifröst, Háskól- inn í Reykjavík, Hólaskóli - Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands verða í Borg- arleikhúsinu, þar sem mennta- málaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir setur daginn. Háskóli Íslands verður í Háskóla- bíói og Kennaraháskóli Íslands í núverandi húsnæði skólans við Stakkahlíð. Kynningar hefjast klukkan 11.00 og standa yfir til 16.00.Sams konar dagur verður haldinn á Egilsstöðum, Ísafirði og Akureyri í mars.“ Nánar á www.haskoladagur- inn.is. roald@frettabladid.is Hagræðing fyrir almenning Jóhann Hlíðar Harðarsson, markaðsstjóri Háskólans í Reykjavík, er einn forsvars- manna háskóladagsins sem háskólar landsins standa að. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hólaskóli býður upp á þrjár greinar sem allar eru í sókn í atvinnulífi landsmanna. Þær eru ferðamál, fiskeldi og hesta- mennska. Lilja Pálmadóttir, húsfreyja á Hofi á Höfða- strönd, er nemandi í þeirri síðastnefndu. Lilja byrjaði í skólanum í haust og kveðst hafa lært gríðarlega margt á þeim mánuðum sem liðn- ir eru síðan. „Áherslan á fyrsta ári námsins er á reiðmennskuna og núna erum við að læra svokall- aðar dressúr-æfingar. Þar eru fín- stillingar, fimiæfingar og fleira sem reynir á þolinmæðina en er jafnframt mjög skemmtilegt. Hér eru miklir gúrúar í reiðmennsku sem endalaust er hægt að læra af. Toppreiðkennarar,” segir hún. Spurð hvað hafi orðið til þess að hún fór í Hólaskóla svarar Lilja. „Hestabakterían lét mig ekki í friði. Þetta fag er kjörið fyrir fólk sem hefur gaman af hestamennsku og er með full- komnunarþörf svo það hentar mér vel. Ég hef verið í hestum frá því ég var smákrakki en áhuginn hefur ágerst með aldrinum. Nú fannst mér kominn tími á að ná lengra en vera bara áhugamaður í greininni og reyna að eflast sem fagmaður.“ Lilja segir námið vera strangt. Mikið bóklegt og skóladaginn langan. „Maður þarf að hafa sig allan við,“ viðurkennir hún og segir að persónulega hefði hún viljað hafa verklega þáttinn stærri en þann bóklega. „Á móti kemur að margt af því sem maður lærir af bókinni nýtist vel í öllu hestahaldi,“ bætir hún svo við. Hún kveðst vera með eigin hesta í skólanum og fara á bak þeim á hverjum degi enda séu reiðtímar í skólanum daglega. Þar sem margt rúmast undir hatti hestamennskunnar svo sem reiðmennska, tamningar, keppn- ir, ferðamennska og ræktun er Lilja spurð hvaða greinar heilli hana mest. „Það eru fyrst og fremst reiðmennskan og hrossa- ræktin. Svo auðvitað ferðalög á hestunum sem alltaf eru skemmti- leg.“ Á öðrum vetri námsins er áherslan á tamningar og þriðja árið á þjálfun og reiðkennslu. Skyldi Lilja ætla að klára pakk- ann? „Maður verður nú fyrst að ná í vor,” svarar hún kankvís og bætir svo við: „Það er líklegra en hitt að ég haldi áfram en ég hef ekkert fengist við tamningar fram að þessu.“ Margir nemenda Hólaskóla búa á heimavist en Lilja keyrir daglega milli Hofs og Hóla, 27 kílómetra leið. „Ég er 25 til 30 mínútur í hálku og myrkri.“ segir hún hress og þegar henni eru boðin lokaorð í viðtalið svarar hún að bragði: „Bara – ríðum heim til Hóla!“ gun@frettabladid.is Ríðum heim til Hóla Lilja með einn af hestum sínum sem heitir því hógværa nafni Sigur frá Húsavík. MYND/SÓLRÚN HARÐARDÓTTIR Verð á yfir 1000 prentlausnum. Pantaðu þitt eintak á www.oddi.is Prentsmiðjan Oddi ehf. • Höfðabakka 3-7 • 110 Reykjavík • Sími 515 5000 SKOÐAÐU, VELDU, PANTAÐU! O D D IH Ö N N U N P 07 .0 0. 42 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.