Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 42
fréttablaðið brúðkaup 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR8 Það er stór ákvörðun að velja hinn eina sanna brúðarkjól. Hann þarf að vera einstakur, persónulegur og að sjálfsögðu gullfallegur. Í kjólaversluninni Fix, Skóla- vörðustíg 4ab, er auðvelt að finna einstaka kjóla og þar eru þó nokkr- ir brúðarkjólar. Bæði eru þetta kjólar sem eru sérhannaðir sem brúðarkjólar og svo kjólar sem geta líka hæft öðrum tilefnum en eru þó kjörnir sem hinn eini sanni. Þeir eru frá ýmsum tímabilum, allt frá stríðsárunum fram til átt- unda áratugarins og því öruggt að þeir eru ekki á hverju strái. Sumir þeirra eru í raun antík. Hvort sem tilvonandi brúður vill vera hefð- bundin og rómantísk eða aðeins poppaðri og öðruvísi þá má upp- fylla þær óskir. Einnig sakar ekki að verðið er vel viðráðanlegt. Ekki er síður mikilvægt að brúðarvöndurinn hæfi kjólnum og falli að óskum brúðarinnar. Mögu- leikarnir í þeim málum eru nær óþrjótandi en þá er helst að finna góðan blómameistara til verksins. Við fengum okkar fallegu vendi frá Blómastofunni á Eiðistorgi og er annar þeirra rómantískur dropavöndur með liljum og bleik- um rósum en hinn er aðeins nútímalegri kúluvöndur með djúp- rauðum rósum sem standa alltaf fyrir sínu. Einnig eru blómameist- ararnir á Eiðistorgi mjög snjallir við að útbúa hárskraut úr blómum sem og flest annað sem hugurinn girnist. Fyrirsæta er Hildur Sunna Pálmadóttir. Það er því um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og athuga hvort ekki sé hægt að uppfylla þær óskir sem hin tilvon- andi brúður hefur fyrir stóra dag- inn. Ævintýralegir kjólar og heill- andi blóm eru þar í lykilhlutverki. - hs Blóm og brúðarkjólar Þessi kjóll er frá sjötta áratugnum en er með klassísku sniði sem fellur aldrei úr gildi. Kjörinn í sumarbrúðkaupið. Efnið er með upphleyptum hvítum og bleikum borðum og bleikri slaufu að aftan sem setur mjög fallegan svip á kjólinn. Hana má hafa hangandi lausa eða næla hana upp við bakið. Hattur- inn fæst einnig í Kjólaversluninni Fix en skórnir eru í einkaeigu. Hér má sjá klassískan brúðarkjól frá fyrri tíð. Hann er með löngum slóða, púffermum og síðu slöri. Slörið er fest við glæsilega perlukórónu með blómamunstri. Hún er háreist og konungleg að sjá og ber með sér glæsileika. Slörið fellur fyrir andlitið en það má taka upp fyrir kórónuna og minnir þá svolítið á okkar sígilda skautbúning. Skórnir eru í einkaeigu. Þessi dásamlegi græni blúndukjóll er ómótstæðilegur. Hann er hlýralaus og njóta því axlir og háls sín vel í honum. Hann er aðsniðinn í mittið og með víðu pilsi sem nær niður að ökklum. Kjörinn til að dansa og skemmta sér í og gengur við ýmis tækifæri. Þessi kjóll er einstakur í sinni röð. Þetta er elsti kjóllinn og var líklega saumaður í kringum 1940. Hann er úr léttu krepefni með blúnduermum og brjóstasaumum sem bylgjast yfir barm- inn. Hann er dálítið opinn í bakið og að aftan er nokkurs konar stél eða stuttur slóði úr blúndu og bláum borða sem gefur kjólnum mjög sérstakan svip. Sniðið er sérlega dömulegt. Háhvítur síðerma blúndukjóll með slaufu að framan. Klassískt „sixtís“-snið sem er alltaf jafnsætt. Fer sérstaklega vel með rauðum vendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.