Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 13
Palestínumenn ætla fljót-
lega að hefja samningaviðræður um nýja þjóð-
stjórn með þátttöku beggja helstu fylkinga
þeirra, Hamas og Fatah. Mörg erfiðustu deilu-
efni þeirra eru þó enn óleyst, eins og til dæmis
hver fari með yfirsstjórn öryggissveitanna og
hvað verði um vopnaðar sveitir Hamas-
samtakanna.
Sömuleiðis er enn alls óvíst hver viðbrögð
Ísraelsstjórnar verða. Ísraelar hafa hingað til
viljað ræða við Mahmoud Abbas, leiðtoga
Fatah og forseta Palestínustjórnar, en neitað
að eiga orðastað við Ismail Haniyeh, leiðtoga
Hamas og forsætisráðherra stjórnarinnar, sem
segir af sér í dag. Þeir Haniyeh og Abbas hitt-
ast síðar í dag til að hefja viðræður sínar, en
þeir þurfa að ljúka stjórnarmyndun innan
fimm vikna.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels,
hefur sagt að Ísraelsstjórn muni hugsanlega
slíta öll tengsl við Abbas, telji hún þjóðstjórn-
ina ekki ætla að uppfylla þau skilyrði að viður-
kenna tilverurétt Ísraelsríkis, viðurkenna
fyrri friðarsamninga og hafna öllu ofbeldi.
Hörð átök hafa verið milli liðsmanna Fatah
og Hamas svo legið hefur við borgarastríði,
en á fundi leiðtoga beggja fylkinganna í
Mekka í Sádi-Arabíu um helgina tókst sam-
komulag milli þeirra, sem þó er óvíst hversu
auðvelt verður að framkvæma.
Á mánudaginn næsta ætlar Condoleezza
Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að
hitta bæði Haniyeh og Abbas á sameiginleg-
um fundi þeirra þriggja, og þá gæti verið að
málin skýrist eitthvað.
Mörg erfiðustu deiluefnin enn óleyst
Forfallakennari í
bandarískum smábæ á yfir höfði
sér allt að 40 ára fangelsisdóm
eftir að hafa verið sakfelldur
fyrir að sýna nemendum klám.
Hin fertuga Julie Amero segist
lítið hafa kunnað á tölvur og því
verið ráðalaus þegar gluggar með
klámfengnu efni tóku að birtast í
sífellu á skjá skólatölvunnar í
miðri kennslu.
Saksóknari dró þetta í efa
ásamt kviðdómi sem sakfelldi
Amero.
Tölvusérfræðingar hafa
gagnrýnt úrskurðinn og segja
þetta geta komið fyrir hvern sem
er. Óumbeðnum forritum sé oft
komið fyrir í tölvum sem geti
síðan birt auglýsingar á borð við
þær sem komu á skjá Amero.
Klám birtist á
tölvuskjá í tíma
Bæjarstjórnir
Bolungarvíkur og Ísafjarðar lýsa
yfir fögnuði sínum með nýja
samgönguáætlun Sturlu Böðvars-
sonar samgönguráðherra sem
kynnt var á mánudag.
Óshlíðarjarðgöng, milli
bæjanna tveggja, koma til með að
leysa af hólmi viðsjárverðan veg
og sameina sveitarfélögin í eitt
atvinnu- og þjónustusvæði, segir í
yfirlýsingu frá bæjarstjórnunum
tveimur.
Þverun Mjóafjarðar og
Reykjarfjarðar er einnig fagnað
þar vestra sem og fyrirsjáanlegri
vegagerð um Arnkötludal.
Að lokum segja bæjarstjórn-
irnar það fagnaðarefni að gert sé
ráð fyrir því í áætluninni að
leggja göng milli Dýrafjarðar og
Arnarfjarðar, því þannig tengist
norður- og suðursvæði Vestfjarða
með öruggum hætti.
Sameinaðar í
fögnuðinum
Aflinn í janúar
2007 var 80.014 tonn sem er nær
tvöfalt meiri afli en í janúar 2006
en þá var aflinn 41.536 tonn.
Munar mest um meiri loðnuafla í
ár. Botnfiskaflinn í janúar var
33.370 tonn sem er álíka og
botnfiskaflinn í janúar í fyrra en
þá var aflinn 32.368 tonn.
Landað var 40.565 tonnum af
loðnu í nýliðnum janúar. Loðnu-
aflinn var minni í janúar 2006 en
þá var aðeins landað 8.546
tonnum af loðnu. Nú var líka
landað 5.329 tonnum af sumar-
gotssíld af íslenskum skipum en í
janúar 2006 var síldaraflinn 569
tonn. Heildarafli fiskveiðiársins
2006/2007 var kominn í tæplega
436 þúsund tonn í lok janúar.
Meiri fiskafli nú