Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.02.2007, Blaðsíða 56
fréttablaðið brúðkaup 15. FEBRÚAR 2007 FIMMTUDAGUR10 Sífellt fleiri velja brúnkuspraut- un frekar en ljósabekki. Mörgum þykir brún og sælleg húð vera fallegri en sú fölleita og þetta hefur leitt til þess að hér á norður- hjara veraldar eru margir sem sækja í ljósabekki, þrátt fyrir aðvaranir heilbrigðisyfirvalda. Undanfarin ár hafa þó sólbrúnku- dýrkendur átt kost á annari leið til að öðlast þennan eftirsótta lit – með því að nota sjálfbrúnkandi krem. Mörgum hefur þó vaxið það í augum að bera á sig slík krem, enda getur það klúðrast ef ekki er rétt staðið að málum. Húðin getur orðið flekkótt og liturinn ójafn. Til að gulltryggja fallegan húð- lit fyrir sérstök tilefni, til dæmis á brúðkaupsdaginn, er hins vegar líka hægt að fara til sérfræðings sem einfaldlega sprautar brúnkunni á líkamann. Sólveig Birna Gísladóttir er ein þeirra sem hefur fært sér „air- brush“-tæknina í nyt og var meðal þeirra fyrstu sem gerðu það hér- lendis fyrir um fimm árum. Sól- veig á að baki víðtæka menntun sem förðunarfræðingur og hefur oftar en einu sinni hlotið verðlaun fyrir sín störf. Liturinn sem Sólveig notar við brúnkusprautunina, Bali Sun, er með öllu skaðlaus og hefur jafnvel jákvæð áhrif á húðina. Hægt er að velja um nokkrar gerðir af litnum, allt eftir því hvort viðkomandi kýs dökka eða ljósa útkomu. Þegar farið er í brúnkuspraut- un er best að koma daginn fyrir stóra tilefnið, en liturinn þarf að bíða á í um það bil átta klukku- stundir á líkamanum áður en farið er í sturtu. „Útkoman er einstaklega eðli- legt, heilbrigt og fallegt útlit. Ég hef fengið alveg rosalega góð við- brögð við þessum lit og margar sem áður fóru í ljósabekkina, eru farnar að koma hingað reglulega í staðinn. Þá koma þær aðallega til að fríska sig upp, enda klæða fötin mann betur, tennurnar virka hvítari og allt yfirbragðið verður einhvern veginn heilbrigðara. Sumar stelpurnar kalla þetta ódýra og sársaukalausa lýtaað- gerð,“ segir Sólveig og hlær. Tíminn hjá Sólveigu í Airbrush & Makeup Gallery, Dalshrauni 11, kostar 3.500 fyrir sprautun á allan líkamann, en 2.500 fyrir efri hluta- líkamans. Liturinn endist að með- altali í eina viku en til að viðhalda honum er gott að bera reglulega rakakrem á húðina. -mgh Brún og sælleg án sólar Sólbrún og sælleg án sólar. Liturinn end- ist í um það bil eina viku. Sólveig mundar hér sprautuna í sérstökum klefa sem ætlaður er fyrir úðunina. Sólveig Birna Gísladóttir segir margar konur hafa alveg sagt skilið við ljósabekki og komi nú í brúnkusprautun í staðinn. Myndband af brúðkaupsdeginum er alveg nauðsynlegt. Það borgar sig að fá til þess fagaðila og passa að gera fleiri en eitt eintak svo að enginn taki yfir stóra daginn. Hver man ekki eftir þættinum Allir elska Raymond þar sem hús- bóndinn tók yfir brúðkaup þeirra hjóna þegar hann var í örvænt- ingu sinni að leita að lausri spólu til að taka upp ruðningsleik. Það getur verið gaman að fá fagaðila til að taka upp stóra dag- inn og gjarnan byrja snemma um morguninn og fylgja hjónunum eftir þangað til dagurinn er á enda. Þetta eru ógleymanlegar minningar sem seint verða metn- ar til fjár. Einnig er gaman að klippa myndbandið, brenna á mynddiska og gefa með þakkar- korti eða jólakorti. Stóri dagurinn á dvd Stóri dagurinn er ógleymanlegur ef hann næst á myndband og verður enn betri ef hann er klipptur skemmtilega saman og geymdur á mynddiski. Smáralind - sími 517-5330 • www.adams.is - adams@adams.is Glæsilegt úrval af fatnaði og fylgi- hlutum fyrir brúðarmeyjar og sveina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.