Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 83

Fréttablaðið - 15.02.2007, Page 83
Siðfágaðasta mannæta fyrr og síðar, dr. Hannibal Lecter, mætir í kvikmyndahús hér á landi annað kvöld þegar Hannibal Rising verð- ur frumsýnd. Að þessu sinni er ljósinu brugð- ið á uppvaxtarár Lecters í Litháen og hvaða atburðir leiddu til þess hann breyttist smám saman í blóð- þyrsta ófreskju. Myndin hefst í lok seinni heims- styrjaldar, þegar Hannibal er enn á barnsaldri. Hann horfir upp á nasista murka lífið úr foreldrum sínum en kemst sjálfur lífs af ásamt systur sinni, sem síðar mætir örlögum sínum á hinn hryllilegasta máta. Lecter elst upp á munaðarleysingjahæli en flýr til Parísar á unglingsaldri í leit að frænda sínum. Sá reynist látinn en ekkja hans tekur vel á móti Hanni- bal. Hann reynist vera fluggreind- ur og kemst inn í læknaskóla og safnar þar þekkingu sem hann notar til að ná sér niðri á þeim sem myrtu fjölskyldu hans. Anthony Hopkins, sem hingað til hefur túlkað Lecter (fyrir utan kvikmyndina Manhunter þar sem Brian Cox lék hann), er fjarri góðu gamni en aðalhlutverkið er í hönd- um hins franska Gaspard Ulliel, sem er þekktastur fyrir að leika unnusta Audrey Tatou í Un long dimanche de fiançailles (Trúlof- unin langa). Eins og hinar fyrri byggir myndin á bók Thomas Harris, en hann skrifaði kvik- myndahandritið með fram bók- inni, sem kom út í ársbyrjun. Leik- stjóri er Peter Webber, sem hlaut mikið lof fyrir síðustu mynd sína, The Girl With a Pearl Earring. Lecter finnur til lystar sinnar Myndin Letters from Iwo Jima í leikstjórn Clint Eastwood verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi á föstudagskvöld. Um er að ræða systurmynd Flags of our Fathers og voru þær báðar teknar hér á landi eins og þekkt er orðið. Þegar langt var liðið á seinni heimsstyrjöld mættust Banda- ríkjamenn og Japanir í frægri orrustu á eyjunni Iwo Jima. Í Flags of our Fathers var sagan sögð frá sjónarhóli Bandaríkja- manna en nú er ljósinu varpað á japönsku hermennina og upplifun þeirra en flestir þeir sem sendir voru til eyjunnar vissu að þeir myndu ekki eiga afturkvæmt. Þeirra á meðal eru bakarinn Saigo sem óskar einskis nema að fá að hitta nýfædda dóttur sína; Baron Nishi, þekktur knapi sem hefur keppt á Ólympíuleikum; Shimizu er fyrrum herlögreglumaður sem hefur enn ekki kynnst hörmung- um stríðsins og liðþjálfinn Ito, sem sviptir sig fyrr lífi en að gef- ast upp. Hershöfðingi þeirra er sigldur maður, hefur meðal annars komið til Bandaríkjanna og þótt hann geri sér grein fyrir fánýti styrj- alda veit hann hvernig hægt er að gera innrásarhernum skráveifu. Letters from Iwo Jima er til- nefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin. Helstu hlutverk eru í höndum Ken Watanabe (The Last Samurai), Ryo Kase og Shidou Nakamura. Hin hliðin á sögunni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.