Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 1
Smáauglýsingasími550 5000
Auglýsingasími Al
Sigfús Bjartmarsson skáld hefur sínar aðferðir við
kryddun og eldun lambalæris og útkoman er einstök.
„Þetta er mjög einfalt. Hugmyndin er það að minnsta kosti.
Það er verið að reyna að ná lambalærinu jafn góðu og minn-
ingin er um lambalærið hjá mömmu. Mitt trix er að láta það
liggja dálítið lengi í kryddmauki sem er búið til úr ólífuolíu
og þurrkuðu blóðbergi og steikja það svo í fjóra klukkutíma
við lágan hita. Þá verður það moðsoðið og meyrt. Svona
matreiðsla kostar litla fyrirhöfn en þess meiri fyrirhyggju,“
byrjar Sigfús útskýringar sínar. Hann segir blóðbergið auka íslenska lambakjötskeiminn
sem sumir kenni við villibráð og því vera frábært krydd á
fjallalambið. „Það skiptir dálitlu máli upp á virknina að
mylja blóðbergið sem best. Ef það ætlar ekki að gefa sig
getur þurft að setja það í mortél en yfirleitt er nóg að mylja
það milli fingra sér,“ segir hann. Þess má geta að blóðbergið ræktar Sigfús sjálfur norður
í Aðaldal og hefur líka þróað sínar aðferðir við það. Tekur
það á þeim tíma sem keimurinn er sterkastur og býr til úr
því kryddblöndur og bráðhollt te, auk þess sem það fæst
ómengað. „Þetta eru nokkur vísindi eins og allur landbún-
aður er,“ segir hann brosandi.Af því að blóðbergið er milt krydd segir Sigfús gott að
láta það liggja lengi á kjötinu og talar um þrjá til fjóra daga.
Síðan steikir hann það lengi við lágan hita en til að fá brún-
an lit og smá skorpu hækkar hann á ofninum síðustu 15
mínúturnar. Sósu gerir hann svo úr villtum jurtum líka en
nánari leiðbeiningar um matreiðsluna er að finna á bls. 3.
Sanetta samfellur - 300 kr.
Rétt verð: 1.290 kr.Stærðir 56
Setur blóðberg á
fjallalambið
Frábær ferðamáti
um Evrópu
sumarferðirFÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2007
O
TO
S/
G
ET
TY
IM
A
G
ES
Vertu örugg/ur á ferðalaginu með ferðatryggingum og neyðarþjónustu MasterCard
kreditkort.is
kreditkort.is
Frábær ferðamátiSigrún Kristjánsdóttir hefur tvívegis farið í hjólaferð um Evrópu.
BLS. 2
si
rk
us
23. febrúar 2007
Eiríkur Hauksson og Helga SteingrímsdóttirÁSTFAN
Ingvar Þórðar
Kvikmyndaframleiðand-inn keypti tvö ljón í
Búlgaríu þar sem hann var staddur við að
leggja lokahönd á
kvikmyndina Astropia sem frumsýnd verður í sumar. Bls. 4
Halla Vilhjálms
Í hópi fagurra kvenna, eins og Sadie Frost, Nicole Kidman og
Siennu Miller, sem
tengdar hafa verið við breska hjartaknúsarann Jude Law. Hún hefur vakið
FRIÐRIKA GEIRSDÓTTIRFæddi kraftaverkadreng þremur mánuðum fyrir tímann
sem er kominn heim og dafnar vel. BLS. 2
MENNING / PÓLITÍK / VIÐSKIPTI / FÓLK
15.02 0́7
KRONIKAN.IS
Neytendur
kvarta undan
ósamþykktum
rukkunum í
heimabanka.
NEYTENDAÚTTEKT
Sonur Jóns
Páls Sigmars-
sonar heitins
fær einkaleyfi
á „Ekkert mál
fyrir Jón Pál!“
RÚSÍNAN
22.02.07
KRONIKAN.IS
02#
Krónikan VERÐ 650 kr.-
9 771670 721403
HEIMILIN Í HÖNDUM
SPÁKAUPMANNA
ÓMAR RAGNARSSON
Segist vera réttu
megin í stríðinu um
Ísland.
2. TÖLUBLAÐ
ER KOMIÐ ÚT
KRONIKAN.IS
Sjá dagskrá og upplýsingar
á www.hi.is/ams
Er stjórnar-
skráin úrelt?
Málþing um
stjórnarskrárbreytingar
og alþjóðavæðingu í dag
föstudaginn 23. febrúar
frá 13:30 til 15:30
Framleiðendur klámefn-
is hafa hætt við að koma hingað til
lands eftir að stjórn Bændasam-
takanna, sem eiga Hótel Sögu,
ákvað að hætt yrði við að hýsa þá
þar. Framleiðendur segjast á
heimasíðunni snowgathering.com
hafa leitað liðsinnis lögfræðings til
að innheimta kostnað sem til hafi
fallið við skipulagninguna.
Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri
Hótel Sögu, segir að nauðsynlegt
hafi verið að grípa til þessa ráðs
vegna andstöðu almennings og
yfirvalda.
„Ljóst er að þeim sem koma að
ferðaþjónustu hér er vandi á hönd-
um ef þeir þurfa að meta og flokka
ferðamenn sem hingað koma þótt
ekkert ólöglegt hafi komið upp,“
segir Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar. „Þetta snýst ekki um
klám, margt er ólöglegt hér sem er
löglegt annars staðar og erfitt getur
reynst að flokka fólk út frá því,“
segir Erna og telur jafnvel þurfa að
kalla eftir upplýsingum hjá borgar-
yfirvöldum um hvaða ferðamenn
séu æskilegir og hverjir ekki.
Katrín Anna Guðmundsdóttir,
talskona Femínistafélagsins, fagn-
ar niðurstöðunni.
Vilja fá endurgreiddan kostnað
Sigurður Tómas Magn-
ússon, settur ríkissaksóknari í
Baugsmálinu, óskaði við lok dags
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
eftir fundi með dómara og verj-
endum sakborninga um nafnlaust
bréf sem sent hefur verið mörg-
um sem að málinu koma. Rauði
þráðurinn í bréfinu er sá að
sýknudómar og frávísanir í mál-
inu í Hæstarétti sé hefnd dómara
við réttinn gegn Davíð Oddssyni,
fyrrverandi forsætisráðherra,
vegna þess að Davíð hafi beitt sér
fyrir því að þeir Ólafur Börkur
Þorvaldsson og Jón Steinar Gunn-
laugsson voru skipaðir hæstarétt-
ardómarar. Fréttablaðið hefur
fengið það staðfest að bréfið var
sent í pósti til allra dómara
Hæstaréttar Íslands, Gests Jóns-
sonar, verjanda Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, og Arngríms
Ísbergs, dómsformanns Baugs-
málsins í héraðsdómi. Bréfið
barst einnig ritstjóra Fréttablaðs-
ins, póststimplað 19. febrúar.
Bréfið er tvískipt, annars vegar
er fjallað um valda dóma sem
fallið hafa í Baugsmálinu og hins
vegar eru settar fram tilgátur um
ástæður fyrir niðurstöðum dóm-
anna.
Sigurður Líndal, prófessor í
lögfræði, segir allt benda til að
bréfritari sé lögfróður maður.
„Það er greinilegt að bréfritari
ber mjög þungan hug til eigenda
Baugs vegna úrslita sakamála
þeim á hendur.“
Eiríkur Tómasson, prófessor í
lögfræði, segir það að dreifa nafn-
lausu bréfi með jafn alvarlegum
persónulegum aðdróttunum og
hér er gert vera grafalvarlegt
mál. „Þegar það bætist svo við að
bréfið getur ekki verið skrifað
nema af lögfræðingi eða einstakl-
ingi sem hefur heimildarmann úr
hópi lögfræðinga, gerir það mál
þetta enn alvarlegra.“
Gestur Jónsson staðfesti í gær
að honum hafi borist bréfið og
segist líta það afar alvarlegum
augum, enda sé bréfið ótrúlega
rætið og óhugguleg lesning.
„Þetta er skrifað af manni sem er
nafnlaus, að ekki sé talað um hug-
laus. Það er ómögulegt að lesa
þetta bréf öðruvísi en svo að
þarna sé verið að reyna að hafa
áhrif á niðurstöðuna í málinu.“
Gestur segir bréfið skrifað af
mikilli þekkingu á lögfræði og á
málinu sjálfu. Hann telur ljóst að
tilgangur bréfsins sé að sakborn-
ingar verði sakfelldir.
Settur saksóknari kallar á
fund vegna nafnlauss bréfs
Hefnd hæstaréttardómara á Davíð Oddssyni er rauður þráður í nafnlausu bréfi sem lykilmenn í Baugsmál-
inu fengu sent í pósti. Fræðimenn lýsa bréfinu sem óhugnanlegri lesningu og vegið sé að dómstólum.