Fréttablaðið - 23.02.2007, Side 2
Breska varnarmála-
ráðuneytið hefur tekið ákvörðun
um að Harry prins fari með
herdeild sinni til Íraks á næst-
unni.
Harry hafði sjálfur lýst yfir
áhuga sínum á að taka þátt í
bardögum. Hann sagði það „ekki
koma til greina“ að sitja heima
eftir að hafa gengist undir
stranga þjálfun í hernum.
Varnarmálaráðuneytið hafði
þó áður sagt að hægt væri að
halda Harry frá aðstæðum þar
sem nærvera hans gæti hugsan-
lega stofnað félögum hans í
hættu.
Rúmlega 130 breskir hermenn
hafa fallið í stríðinu í Írak.
Harry prins fer
til Íraks í vor
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
SUBARU LEGACY GL
Nýskr. 01.04 - Sjálfskiptur - Ekinn 34 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
1.680
.000.
-
Allt tal um eignarnám við Þjórsá er frá-
leitt, að mati Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra
og Einars Odds Kristjánssonar þingmanns. Engir
grundvallarhagsmunir krefjist þess að gripið verði
til eignarnáms, til að framleiða meira rafmagn.
Bændur, landeigendur og sveitarstjórnir koma
því til með að ráða hvort farið verði í virkjanir,
sögðu þingmennirnir við utandagskrárumræður á
Alþingi í gær.
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylking-
arinnar, vakti máls á þessu og spurði umhverfisráð-
herra meðal annars hvort henni þætti réttmætt að
fara út í slíka valdbeitingu.
Í svari Jónínu kom fram að það væri afar ólík-
legt að sveitarstjórnir gengju svo hart gegn vilja
bænda og fyrirspurn Björgvins virtist til þess eins
að skaða gagnsemi þarfrar umræðu um umhverfis-
mál.
Björgvin þakkaði svörin og sagði „ljóst að gömlu
rökin um eignarnám vegna stóriðju eigi ekki við
lengur“. Þetta hljóti að þýða að náttúruverndarsam-
tök geti allt eins boðið í jarðirnar og komið í veg
fyrir virkjanir.
Fulltrúar frá bönk-
unum, sparisjóðum og kortafyrir-
tækjum hittast reglulega á fund-
um í húsnæði Reiknistofu
bankanna í Seðlabanka Íslands.
Helgi H. Steingrímsson, forstjóri
Reiknistofu bankanna, segir á
fundunum sé fyrst og fremst rætt
um tæknileg atriði tengd verkefn-
um sem Reiknistofan vinnur fyrir
bankana. „Fulltrúar bankanna í
hinum ýmsu verkefnum hittast til
þess að útfæra þann hugbúnað
fyrir þau kerfi sem við hönnum
fyrir þá,“ segir Helgi.
Aðspurður segir Helgi að
Fréttablaðið fái ekki afhentar
fundargerðirnar frá fundunum
því þær séu eingöngu fyrir þá sem
sitja þá. Fyrr í mánuðinum neitaði
stjórn Samtaka fjármálafyrir-
tækja einnig að afhenda Frétta-
blaðinu fundargerðir sínar.
Reiknistofa bankanna er í eigu
Seðlabankans, Landsbankans,
Kaupþings, Glitnis, Sambands
íslenskra sparisjóða, Visa Íslands
og Kredikorta.
Jóhanna Sigurðardóttir alþing-
ismaður sagði á Alþingi í síðustu
viku að sameign bankanna á
Reiknistofu bankanna og kredit-
kortafyrirtækjum væri tortryggi-
leg og beindi hún þeim orðum til
Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð-
herra að hann setti lög sem brytu
upp þetta sameiginlega eignar-
hald.
Í máli Jóhönnu mátti greina að
sameiginlegt eignarhald bank-
anna á Reiknistofu bankanna gæti
skapað grundvöll fyrir að bank-
arnir hefðu með sér samráð, meðal
annars þegar vextir á lánum eru
ákvarðaðir sem og þjónustugjöld.
Í svari sínu sagðist Jón treysta
Samkeppniseftirlitinu til að fram-
fylgja samkeppnislögum.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins, segir að
fundirnir hafi ekki verið rannsak-
aðir sérstaklega hjá embættinu.
Hann segir hins vegar að Sam-
keppniseftirlitið hafi vakið athygli
bankanna á því að huga þyrfti að
sameiginlegu eignarhaldi þeirra í
fyrirtækjum og þeirri aðstöðu
sem þeir eru í, meðal annars hjá
Reiknistofu bankanna.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, segir
að Samkeppniseftirlitið gæti þurft
að bregðast við og rannsaka hvað
fari fram á fundunum, því það sé
öllum í hag að engin óvissa sé um
þessi mál. Hann segir að ef rann-
sóknin leiði í ljós að eitthvað
athugavert hafi farið fram þá
þurfi að bregðast við því á ein-
hvern hátt.
Leynd yfir fundum
fjármálafyrirtækja
Fulltrúar banka, sparisjóða og kortafyrirtækja funda reglulega. Forstjóri
Reiknistofu bankanna afhendir ekki fundargerðir. Fundirnir hafa ekki verið
rannsakaðir. Samkeppniseftirlitið gæti þurft að bregðast við segir þingmaður.
Egypskur klerkur,
Osama Hassan Mustafa Nasr,
greindi frá því í gær hvernig
hann hafi saklaus sætt „verstu
gerð pyntinga“ í haldi egypskra
yfirvalda eftir að hafa verið rænt
á Ítalíu af útsendurum Leyniþjón-
ustu Bandaríkjanna (CIA). Var
þetta í fyrsta skipti sem hann
kom opinberlega fram eftir að
honum var sleppt úr haldi. Fyrir
nokkrum dögum gaf ítalskur
réttur út ákærur á hendur 25
bandarískum leyniþjónustumönn-
um og einum foringja í banda-
ríska flughernum vegna hins
meinta mannráns.
Var pyntaður í
haldi yfirvalda
Hæstiréttur hefur stað-
fest sex mánaða fangelsisdóm
Héraðsdóms Reykjavíkur yfir
Sævari Óla Helgasyni fyrir að hafa
veist að Ólafi Helga Kjartanssyni,
sýslumanni á Selfossi, þrifið í öxl
hans og brugðið fyrir hann fæti
svo hann hrasaði. Sævar hafði
áfrýjað héraðsdómnum og krafð-
ist sýknu eða mildunar refsingar.
Árásin átti sér í Héraðsdómi
Suðurlands 1. nóvember árið 2005.
Sævar gekk að Ólafi Helga þar
sem hann stóð í afgreiðslu héraðs-
dóms og krafðist viðtals vegna
kæru sem hann vildi fá að leggja
fram um meint heimilisofbeldi
gagnvart móður sinni.
Ólafur Helgi sagði Sævari að
hann væri í réttarhaldi og bauð
honum því viðtal daginn eftir, en
þá átti Sævar að hefja afplánun
annars dóms. Við þetta veittist
Sævar að Ólafi sem flúði inn í
dómsal. Eftir nokkurt orðaskak
kom lögreglan á vettvang og hand-
tók Sævar.
Sævar rauf skilorðsbundinn
dóm fyrir líkamsárás þegar hann
réðst á Ólaf Helga. Það var í annað
sinn sem hann rauf skilorðsbund-
inn dóm fyrir líkamsárás og í
þriðja sinn á rúmlega þriggja ára
tímabili sem hann var fundinn
sekur um ofbeldisbrot.
Í dómi héraðsdóms kom fram
að brot Sævars gagnvart sýslu-
manni hafi verið tilefnislaust og
gróft og að hann hefði ekki sýnt
nein merki iðrunar. Var sex mán-
aða fangelsi því talinn eðlileg
refsing.
Réðst á sýslumann í dómhúsi
Ingibjörg, er þungu klámfargi
af landinu létt?
Rúmlega þrítugur
karlmaður hefur verið dæmdur í
fjögurra mánaða fangelsi í
Hæstarétti fyrir að slá lögreglu-
mann ítrekað með krepptum hnefa
í andlitið í október 2004. Þrír
mánuðir af dómnum eru skilorðs-
bundnir.
Hæstiréttur mildaði dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur sem
dæmt hafði manninn í sex mánaða
fangelsi, þrjá skilorðsbundna.
Lögreglan var að flytja
manninn, grunaðan um ölvun við
akstur, eftir umferðaróhapp. Hann
réðst á lögreglumann í bílnum
eftir að honum hafði verið meinað
að kveikja sér í sígarettu.
Sló lögreglu-
mann ítrekað