Fréttablaðið - 23.02.2007, Qupperneq 6
Einn útsendari Mömmu.is fór til Þórshafn-
ar síðustu helgi í því sjónarmiði að skipta út gömlum
afruglurum Stöðvar 2 fyrir nýja frá Digital Íslandi.
Starfsmaðurinn virðist hafa verið eitthvað illa
fyrir kallaður þennan laugardaginn og fann til mikill-
ar ógleði af peningalyktinni sem er allsráðandi í
bænum. Í það minnsta kúgaðist hann og kastaði loks
upp. Eftir það sá hann sitt óvænna og lagði á flótta.
Félagar starfsmannsins slógust með í för og því
var ekki lokið við að setja nýju afruglarana í stofur
Þórshafnarbúa þann daginn.
Fleira kom til en lyktin ein sem hindraði endurnýj-
unarstarf Mömmu. Loðnubræðslan var með allra
mesta móti þessa helgi og því fáir íbúar sem gáfu sér
tíma til að bíða heima til að taka á móti nýjum mynd-
lyklum.
Til stendur að skipta um sjónvarpssendi í bænum
á næstu dögum og til að nota nýja kerfið eru nýir
afruglarar nauðsynlegir. Framkvæmdastjóri
Mömmu, Björn Víglundsson, segir þó ekkert að óttast
fyrir þá sem enn nota gömlu gerðina. Ekki verði
slökkt á núverandi kerfi fyrr en dreifingu þeirra
nýju ljúki.
Hörfaði frá Þórshöfn ælandi
Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, er gestur
norsk-íslenska viðskiptaráðsins í
dag og í gær meðan á Noregs-
heimsókn hans stendur í
tengslum við 70 ára afmæli
Hákonar konungs.
Fjölmiðlum og öðrum
áhugasömum er boðið að sitja
hádegisverðarfund í dag þar
sem Ólafur mun fjalla um stöðu
Íslands sem lítils lands með
sterka þjóð.
Einnig mun Ólafur heimsækja
norsk útibú íslenskra fyrirtækja
á borð við Glitni, Kaupthing og
Actavis í dag auk norska
fyrirtækisins Aker Seafoods.
Forseti Íslands
á ferð í Noregi
Fimmtán ára stúlka
hefur kært sautján ára stúlku og
nokkrar vinkonur hennar fyrir að
hafa ráðist á sig í Smáralindinni
um klukkan sex í fyrrakvöld.
Stúlkan var færð á slysadeild
eftir árásina, talsvert klóruð en
ekki alvarlega slösuð.
Ekki liggur fyrir hvert tilefni
árásarinnar var eða hvort
stúlknahópurinn þekkti þá sem
kærði.
Lögreglan mun kanna hvort
eftirlitsmyndavélar í Smáralind
hafi fest atvikið á filmu og er
vonast til að það geti varpað
einhverju ljósi á atburðinn.
Réðust á stúlku
í Smáralind
Umboðsmaður
Alþingis hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að Umferðarstofu sé
óheimilt að innheimta sérstakt
gjald þegar einkanúmer eru endur-
nýjuð. Í áliti sínu beinir hann einn-
ig þeim tilmælum til stjórnvalda
að þau endurgreiði það fé sem
þegar hafi verið ofgreitt vegna
gjaldsins. Gjaldið er 25 þúsund
krónur samkvæmt gjaldskrá
Umferðarstofu.
Þeir sem eru með einkanúmer á
bifreiðum sínum hafa þurft að end-
urnýja þau á átta ára fresti. Kvart-
að var til umboðsmanns Alþingis
vegna þessa og spurt hvort Umferð-
arstofa hefði heimild til þessarar
innheimtu.
Í niðurstöðu umboðsmanns telur
hann ljóst að með setningu ákvæð-
is um greiðslu vegna endurnýjun-
arinnar hafi löggjafinn tekið þá
ákvörðun að gjald vegna einka-
númers skyldi bundið við ákveðna
fasta upphæð, án þess að sú fjár-
hæð væri í efnislegum tengslum
við þann kostnað sem Umferðar-
stofa bæri af skráningu einkanúm-
era og annarri umsýslu sem því
fylgdi.
Því væri setning gjaldsins
byggð á sjónarmiðum um aukna
tekjuöflun ríkissjóðs. Einkanúm-
eragjaldið ætti því meira sameig-
legt með skattlagningu en þjón-
ustugjaldi. Þar af leiðandi þyrfti
innheimta þess að uppfylla þær
lagalegu kröfur sem gerðar eru til
innheimtu skatta og það taldi
umboðsmaður hana ekki gera.
Vetrarhátíð
Á skíðum skemmti ég mér… alltaf þegar er snjór.
Veðrið er of „gott“ fyrir skíðamenn.
Dagskrá skíðamanna sem vera átti í Ártúnsbrekkunni, laugardaginn
24. febrúar frá kl.14:00, fellur niður. Um leið og veður leyfir verður
dagskráin sett á laggirnar.
Fylgist með á heimasíðum Skíðasambandsins og skíðadeildanna í Reykjavík.
www.ski.is - www.ir/skidi.is - www.vikingur.is - www.armannski.is
www.fram.is - www.kr.is/skidi
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
O
R
K
3
63
75
0
2/
07
Baugur er tólf strokka
tryllitæki sem hefur verið keyrt
í fyrsta og öðrum gír undanfar-
in ár vegna rannsóknar Baugs-
málsins. Þannig lýsti Jón Ásgeir
Jóhannesson, forstjóri Baugs
Group og einn ákærðu í Baugs-
málinu, áhrifum lögreglurann-
sóknar og dómsmála á fyrirtæk-
ið, í dómsal í gær.
Skýrslutökum yfir Jóni Ásgeiri
var fram haldið í gær eftir um
viku hlé, og svaraði hann meðal
annars spurningum verjanda síns
um tilurð Baugsmálsins. Hann
sagði málið tilkomið af tvennu;
óvildar Davíðs Oddssonar, fyrr-
verandi forsætisráðherra, í garð
Baugs, og persónulegri óvild Jóns
Geralds Sullenbergers, annars
ákærðu, í sinn garð.
Jón Ásgeir sagði að Baugur
Group hafi orðið fyrir miklum
skaða vegna rannsóknar á málinu,
til dæmis hafi þurft að taka það af
markaði, og það hafi orðið af væn-
legum viðskiptatækifærum.
Mestur hluti gærdagsins
fór í skýrslugjöf Jóns Ger-
alds, framkvæmdastjóra
Nordica Inc. í Bandaríkj-
unum. Hann er ákærður
í einum ákærulið, og hóf daginn
á því að svara spurningum sækj-
anda um sinn þátt í málinu.
Jón Gerald staðfesti að hann
hafi, að beiðni Tryggva Jóns-
sonar, þáverandi aðstoðarfor-
stjóra Baugs – sem einnig er
ákærður í málinu, útbú-
ið tilhæfulausan kred-
itreikning upp á tæp-
lega 62 milljónir króna
í lok ágúst 2001 frá Nordica,
fyrirtæki sínu á Miami í Banda-
ríkjunum til Baugs.
Hann sagði dómnum frá því
að engin viðskipti hafi legið á bak
við reikninginn, en ákæruvaldið
heldur því fram að Jón Ásgeir og
Tryggvi hafi gefið ranga mynd af
stöðu Baugs á þessum tíma með
því að láta færa reikninginn inn í
bókhald Baugs sem tekjur.
Jón Gerald hélt því fram í gær
að ekki standi steinn yfir steini
í skýringum Jóns Ásgeirs og
Tryggva á tilkomu reikningsins,
en þeir sögðu hann hafa verið end-
urgreiðslu Nordica vegna þess að
Jón Gerald hafi sent fyrirtækjum
Baugs vörur frá Bandaríkjunum
sem ekki hafi verið pantaðar.
Hann neitaði því að hafa vitað að
það ætti að nota reikninginn í bók-
haldi Baugs, raunar hafi hann ekki
leitt hugann að því til hvers ætti að
nota reikninginn. Hann sagði fjár-
hagsstöðu sína hafa á þeim tíma
verið erfiða, hann hafi ekki getað
hafnað því að gera Tryggva þenn-
an greiða því Tryggvi hafi verið að
vinna í að gera upp skuldir Baugs
við sig.
Tryllitæki í fyrsta gír
vegna rannsóknar
Forstjóri Baugs Group sagði félagið hafa skaðast verulega af lögreglurannsókn.
Málið sé tilkomið vegna óvildar Davíðs Oddssonar og Jóns Geralds Sullenber-
gers. Jón Gerald staðfesti fyrir dómi að hafa útbúið tilhæfulausan reikning.
BAUGS M Á L I Ð
Horfir þú á sjónvarp í meira en
tvo klukkutíma á dag?
Var rétt af Bændasamtökunum
að meina gestum klámráð-
stefnu að gista á Hótel Sögu?